OGV öruggur deildar­meistari í Rocket Leagu­e

Karvel og félagar í OGV eru öruggir með sigur í …
Karvel og félagar í OGV eru öruggir með sigur í GR Verk deildinni eftir sigur á Munda og hinum í liði 354.

Ní­unda og næst­síðasta um­ferð GR Verk Deild­ar­inn­ar í Rocket League fór fram í gær og með sigri OGV á 354 og tapi Þórs á móti Dusty ligg­ur nú þegar ljóst fyr­ir að ekk­ert get­ur komið í veg fyr­ir að OGV hampi deild­ar­meist­ara­titl­in­um.

Óslit­in sig­ur­ganga OGV hélt áfram með 3:0-sigri á 354 í gær­kvöld og eft­ir 9. um­ferð er ljóst að deild­ar­sig­ur OGV er ör­ugg­ur þar sem Dusty gerði með 3:1-sigri á Þór út um síðustu von Þórsara um að kom­ast yfir OGV á enda­sprett­in­um í 10. um­ferð.

Þórsar­ar hafa und­an­farið verið á hæl­um OGV í 2. sæti en þegar aðeins 10. um­ferð er eft­ir trón­ir OGV á toppn­um með 18 stig. Þórsar­ar eru í 2. sæti með 14 stig. Fjór­um stig­um á eft­ir OGV og því bæði póli­tísk­ur- og töl­fræðileg­ur ómögu­leiki að vinna það for­skot upp í einni um­ferð.

Snorri og Brim­ar lýstu viður­eign­um um­ferðar­inn­ar í beinni út­send­ingu og sam­mælt­ust um að viður­eign­in hafi verið „fá­rán­lega vel spiluð“ hjá OGV sem hafi þarna átt sinn besta leik á tíma­bil­inu.

Þá bar einnig til tíðinda gær­kvölds­ins að Quick vann 3:1 á móti Rafík og komst þar með loks­ins á blað með sín­um fyrsta sigri á tíma­bil­inu. Ekki seinna vænna en stig eru stig eins og lý­send­urn­ir Snorri og Brim­ar bentu svo skarp­lega á.

Staðan í GR Verk Deild­inni fyr­ir 10. um­ferð:

1. OGV     18

2. Þór       14

3. Dusty    10

4. 354         6

5. Rafík       4

6. Quick      2

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert