Sannkölluð árshátíðarstemning sveif yfir Counter Strike-samfélaginu á úrslitakvöldi Ljósleiðaradeildarinnar og eins og sjá má á meðfylgjandi myndasyrpu hélt veislustjórinn Árveig „Nutella“ gleðinni gangandi, af öryggi landsliðsfyrirliðans, frá miðjum degi fram á nótt.
Counter Strike-gleðin stóð frá klukkan 14 og fram á nótt.
Ljósmynd/Atli Már
Spennan í Ljósleiðaradeildinni náði hámarki að kvöldi laugardagsins 16. nóvember þegar úrvalsdeildarliðin Dusty og Þór börðust um Íslandsmeistaratitilinn í Counter Strike í Arena á Smáratorgi.
Arnar „Vargur“ Ingvarsson var hvorki sýnd veiði né gefin og engum nema veislustjóranum og landsliðsfyrirliðanum Árveigu „Nutella“ tókst að sigra hann í Ljósleiðaraskyttunni.
Ljósmynd/Atli Már
Fjörið byrjaði þó miklu fyrr og stóð mun lengur en mikið var um dýrðir og stanslaust stuð allan keppnisdaginn og langt fram eftir kvöldi.
„Vargurinn“ var lengi vel miðpunktur athyglinnar en gestir höfðu bæði mikinn áhuga á því að reyna sig við hann og fylgst var með baráttunni við hann úr öllum áttum.
Ljósmynd/Atli Már
Veislugestum bauðst, meðal margs annars, að láta reyna á skotfimi sína og hæfni í Counter Strike. Annars vegar í keppni um hver væri markvissasta Red Bull hetjan með því að ná að fella flesta á 60 sekúndum og hins vegar með því að ná sigri gegn Counter Strike-goðsögninni Arnari „Varg“ Ingvarssyni og geta þannig talist Ljósleiðaraskyttan.
Fortnite-sérfræðingurinn og Counter Strike landsliðskonan Rósa Björk lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og veit auðvitað, eins og sjá má, að það er aldrei of snemmt að byrja í rafíþróttum.
Ljósmynd/Atli Már
Veislustjórnin var í öruggum höndum Árveigar Lilju „Nutella“ Bjarnadóttur, fyrirliða íslenska kvennalandsliðsins í Counter Strike, sem var með alla þræði í hendi sér og lét sér til dæmis ekki muna um að vera sú eina sem náði að leggja goðsögnina „Varginn“ að velli.
Lukkuhjólið var á stanslausum snúningi.
Ljósmynd/Atli Már
Bjarni Sigurðsson, formaður rafíþróttadeildar Þórs, var ekkert of hress með úrslitin en lét tapið gegn Dusty þó alls ekki skyggja um of á gleðina.
Ljósmynd/Atli Már
Stuðið byrjaði í Arena klukkan 14 og þar var leikið og spilað í hverri vél langt frameftir kvöldi.
Ljósmynd/Atli Már
Salurinn tók varla augun af úrslitaviðureign Þórs og Dusty...
Ljósmynd/Atli Már
... þar sem fagnaðarlæti og harmakvein bergmáluðu á víxl.
Ljósmynd/Atli Már
Skammt var oft milli gleði…
Ljósmynd/Atli Már
… og djúpra vonbrigða.
Ljósmynd/Atli Már
Deildarmeistararnir í Dusty voru að vonum í banastuði þegar Einar Þórarinsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, háhraðatengdi þá við verðlaunin.
Ljósmynd/Atli Már
Þórsarar báru tapið ekki utan á sér þegar þeir tóku við verðlaununum fyrir 2. sætið.
Ljósmynd/Atli Már
... og helsti stuðbolti liðisins, Ásmundur Viggósson, þekktur sem PANDAZ ...
Ljósmynd/Atli Már
... gat í það minnsta fagnað innihaldi gjafapokans.
Ljósmynd/Atli Már