Vildi helst fara í sturtu eftir hörku­leik

„Vá! Ég gæti þurft að fara í sturtu eftir þennan …
„Vá! Ég gæti þurft að fara í sturtu eftir þennan leik,“ sagði Kristófer Óli eftir viðureign Quick og 354. Skjáskot/RÍSÍ

Hama­gang­ur­inn í leik Quick og 354 í tí­undu og síðustu um­ferð GR Verk Deild­ar­inn­ar  í Rocket League var slík­ur að Kristó­fer Óli hefði helst viljað kom­ast í sturtu eft­ir að hafa lýst hetju­legri bar­áttu Quick fyr­ir fram­halds­lífi sínu í deild­inni.

Loka­leik­ir GR Verk Deild­ar­inn­ar fyr­ir hin svo­kölluðu „playoffs“ á laug­ar­dag­inn fóru fram á miðviku­dags­kvöld. Fyr­ir leik sinn gegn 354 átti botnlið deild­ar­inn­ar smá von um að geta haldið sér í úr­vals­deild og bauð því upp á hörku­leik gegn 354.

Sig­ur­vilj­inn dugði liðinu þó ekki og 354 vann viður­eign­ina 3:2 eft­ir tví­sýna bar­áttu. „Vá! Ég gæti þurft að fara í sturtu eft­ir þenn­an leik. Núna, helst,“ sagði Kristó­fer Óli á háu nót­un­um eft­ir viður­eign­ina sem hann lýsti í beinni út­send­ingu ásamt Stein­grími Karls­syni.

Ekki var það held­ur til að bæta stöðu Quick að Rafík, sem er í næst neðsta sæti deild­ar­inn­ar, fékk fyr­ir­hafn­ar­laus­an sig­ur í leik sín­um gegn Dusty, 3:0, þar sem Dusty náði ekki að manna lið sitt og þurfti að gefa leik­inn. Þannig að ljóst er að Quick er fallið lóðbeint niður í 1. deild.

Kristófer Óli og Steingrímur Karlsson voru orðnir vel heitir strax …
Kristó­fer Óli og Stein­grím­ur Karls­son voru orðnir vel heit­ir strax eft­ir fyrstu viður­eign kvölds­ins þegar þeir lýstu lokaum­ferð GR Verk Deild­ar­inn­ar í beinni út­send­ingu. Skjá­skot/​RÍSÍ

Topplið OGV og Þórs skildu síðan 3:2 þannig að OGV, sem hef­ur ekki tapað viður­eign á tíma­bil­inu, trón­ir eft­ir tíu um­ferðir, á toppi deild­ar­inn­ar með 20 stig á móti 14 stig­um Þórsara.

Úrslita­leik­ir deild­ar­inn­ar fara síðan fram í Ar­ena á laug­ar­dag­inn en fjörið þá hefst með undanúr­slita­leikj­um OGV og 354 ann­ars veg­ar og Þórs og Dusty hins veg­ar.

Staðan í GR Verk Deild­inni eft­ir 10 um­ferðir:

1. OGV        20

2. Þór          14

3. Dusty      10

4. 354           8

5. Rafík          6

6 Quick          2

Lokahnykkur GR Verk Deildarinnar í Rocket League verður á laugardaginn …
Loka­hnykk­ur GR Verk Deild­ar­inn­ar í Rocket League verður á laug­ar­dag­inn með sann­kölluðu úr­slita­kvöldi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert