Djöflar sigruðust sáttir á Bölvun

Ólafur „Anduriel“ Sigurðsson, einhvers konar þjálfari Djöfla og talsmaður með …
Ólafur „Anduriel“ Sigurðsson, einhvers konar þjálfari Djöfla og talsmaður með meiru var kampakátur í beinni útsendingu að leik loknum. Skjáskot/RÍSÍ

Djöfl­ar eru „svaka­lega sátt­ir“ á leiðinni upp í úr­vals­deild eft­ir sig­ur á Bölv­un í hörku­spenn­andi úr­slitaviður­eign opnu deild­ar­inn­ar í Tölvulista­bik­arn­um í Overwatch um helg­ina. 

Úrslita­keppn­in fór fram á laug­ar­dag­inn og Djöfl­ar fögnuðu þá meist­ara­titili sem þeir lönduðu á sínu fyrsta keppn­is­tíma­bili. Bölv­un er þó ekki allri lokið enn þar sem liðið á eft­ir að mæta Böðlum í um­spili um sæti í úr­vals­deild­inni á næsta ári.

Lý­send­urn­ir Óli og Rún­ar mættu, að gefnu til­efni, prúðbún­ir til leiks í beinni út­send­ingu og voru sam­mála um að sig­ur Djöfla væri verðskuldaður enda hefðu þeir átt svör við öllu sem Bölv­un lagði á þá.

Djöfl­arn­ir voru ekki á staðnum en „hálf­ur meðlim­ur“ liðsins, Ólaf­ur Sig­urðsson, þekkt­ari sem And­uriel, var full­trúi þeirra í Ar­ena, og fagnaði sigr­in­um í stuttu viðtali við þá fé­laga sem töldu óhætt að tala um „af­rek“ í þessu sam­bandi þar sem Djöfl­ar voru að spila sitt fyrsta tíma­bil.

Þeir voru einbeittir í sínu fínasta pússi, lýsendurnir Rúnar og …
Þeir voru ein­beitt­ir í sínu fín­asta pússi, lý­send­urn­ir Rún­ar og Óli. Skjá­skot/​RÍSÍ

Ólaf­ur, sem lýsti sjálf­um sér sem „þjálf­ara skástrik resi­dent rin­ger“ sagði liðið svaka­lega sátt við ár­ang­ur­inn og að hann sjálf­ur gæti ekki verið stolt­ari af sínu fólki. 

Óli og Rún­ar spjölluðu einnig við fjóra leik­menn Bölv­un­ar sem töldu sig hafa verið óheppna enda hafi verið slíkt jafn­ræði með liðunum að þeir hafi í raun aðeins verið hárs­breidd frá sigri.

Liðsmenn Bölvunar kenndu óheppni að einhverju leyti um að svo …
Liðsmenn Bölv­un­ar kenndu óheppni að ein­hverju leyti um að svo fór sem fór. Takið samt eft­ir smekk­legu sam­ræmi þeirra í klæðaburði. Skjá­skot/​RÍSÍ

Áður en Djöfl­ar mættu Bölv­un börðust Musteri og Ber­serk­ir um þriðja sæti deild­ar­inn­ar sem endaði í Muster­inu með 3:2 sigri liðsins. Úrsk­urður Óla og Rún­ars var að viður­eign­in hefði verið mjög jöfn og í raun eng­inn sér­stak­ur mun­ur á liðunum.

Sig­ur­inn hefði því getað fallið beggja vegna en Ber­serk­irn­ir vildu kenna þrálátri bölv­un um að svo fór sem fór. Þeim gangi alltaf vel fram­an af en síðan þegar á reyn­ir klikki alltaf eitt­hvað. Máli sínu til stuðnings bentu Böðlarn­ir á að þetta væri í fjórða skipti sem þeir endi í fjórða sæti.

Overwatch-balli tíma­bils­ins er þó eng­an veg­inn lokið þótt úr­slit liggi fyr­ir í opnu deild­inni því bar­ist verður til úr­slita í Tölvulista­bik­arn­um í Ar­ena á föstu­dag­inn, 29. nóv­em­ber, þegar ríkj­andi meist­ar­ar Dusty mæta Þórs­ur­um. 

Eng­inn hætta er á öðru en að um há­spennu viður­eign verði að ræða því á meðan Dusty hef­ur titil að verja hafa Þórsar­ar að sama skapi titil að end­ur­heimta þannig að í loka­keppn­inni munu ríkj­andi og fyrr­ver­andi meist­ar­ar tak­ast á.

Tímabili Tölvulistabikarsins nær hámarki á föstudaginn.
Tíma­bili Tölvulista­bik­ars­ins nær há­marki á föstu­dag­inn.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert