Þór er Ís­lands­meistari í Rocket Leagu­e

Þórsarar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Rocket League í hörkuspennandi úrslitaviðureign …
Þórsarar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Rocket League í hörkuspennandi úrslitaviðureign gegn OGV.

Tvö bestu lið GR Verk Deildarinnar tókust á um Íslandsmeistaratitilinn í Rocket League á laugardagskvöld þar sem Þórsarar sýndu mátt sinn og megin gegn OGV sem þeir sigruðu 4:1 í hörkuspennandi viðureignum.

Lið OGV fór ósigrað í gegnum tímabilið og mætti í úrslitin með 20 stig á móti 14 stigum Þórsara. Í gærkvöld sannaðist hins vegar enn og aftur að staðan breytist með hverjum leik og það getur breytt miklu þegar lið mætast í LAN-i.

Eins og svo oft áður segja lokatölurnar heldur ekki alla söguna því allar voru viðureignirnar æsispennandi og OGV-liðar létu Þórsara heldur betur hafa fyrir sigrinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka