Þór er Ís­lands­meistari í Rocket Leagu­e

Þórsarar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Rocket League í hörkuspennandi úrslitaviðureign …
Þórsarar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Rocket League í hörkuspennandi úrslitaviðureign gegn OGV.

Tvö bestu lið GR Verk Deild­ar­inn­ar tók­ust á um Íslands­meist­ara­titil­inn í Rocket League á laug­ar­dags­kvöld þar sem Þórsar­ar sýndu mátt sinn og meg­in gegn OGV sem þeir sigruðu 4:1 í hörku­spenn­andi viður­eign­um.

Lið OGV fór ósigrað í gegn­um tíma­bilið og mætti í úr­slit­in með 20 stig á móti 14 stig­um Þórsara. Í gær­kvöld sannaðist hins veg­ar enn og aft­ur að staðan breyt­ist með hverj­um leik og það get­ur breytt miklu þegar lið mæt­ast í LAN-i.

Eins og svo oft áður segja loka­töl­urn­ar held­ur ekki alla sög­una því all­ar voru viður­eign­irn­ar æsispenn­andi og OGV-liðar létu Þórsara held­ur bet­ur hafa fyr­ir sigr­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert