Engin tauga­veiklun hjá Du­sty

Ingi Þór Aðalsteinsson, þjálfari Dusty, gat andað léttar og brosað …
Ingi Þór Aðalsteinsson, þjálfari Dusty, gat andað léttar og brosað breitt þegar úrslitin lágu fyrir. Ljósmynd/Þórlindur

Dusty hampaði Tölvulista­bik­arn­um í Overwatch, annað árið í röð, eft­ir að hafa rofið óslitna sig­ur­göngu Þórsara á tíma­bil­inu með 4:1 sigri í úr­slit­um á laug­ar­dags­kvöld.

„Það er nátt­úr­lega alltaf ógeðslega gam­an að keppa og við unn­um nátt­úr­lega titil­inn síðast og bár­um höfuðið því hátt í byrj­un tíma­bils­ins og átt­um ekki von á því að þetta myndi ganga illa,“ seg­ir Ingi Þór en keppn­is­tíma­bilið var nokkuð köfl­ótt hjá liðinu.

„Við töpuðum hell­ing af leikj­um til að byrja með og þar á meðal báðum leikj­un­um á móti Þór.“ Ingi Þór held­ur því þó til haga að Dusty hafi tapað naum­lega fyr­ir Þór í deild­inni í leikj­um þar sem brugðið gat til beggja vona. 

Íslandsmeistarar Dusty í Overwatch mættir í beina útsendingu til þess …
Íslands­meist­ar­ar Dusty í Overwatch mætt­ir í beina út­send­ingu til þess að fagna og fara yfir leik­inn. Ljós­mynd/Þ​órlind­ur

„Þeir komu rosa­lega sterk­ir inn í hefðbundna tíma­bilið og fóru tap­laus­ir í gegn­um það“, held­ur Ingi Þór áfram en þegar liðin mætt­ust, eft­ir tíu um­ferðir, í úr­slit­um, var Þór í efsta sæti deild­ar­inn­ar með 30 stig á móti 25 stig­um Dusty í öðru sæt­inu.  

Góðir und­ir pressu

„Þótt þeir hafi verið tap­laus­ir þá unn­um við úr­slita­leik­inn,“ seg­ir Ingi Þór og seg­ist telja að mik­il keppn­is­reynsla hans manna und­an­farið geti mögu­lega hafa skipt sköp­um.

Setið var við hvert borð í Arena þaðan sem allra …
Setið var við hvert borð í Ar­ena þaðan sem allra augu beind­ust að viður­eign Þórs og Dusty. Ljós­mynd/Þ​órlind­ur

„Í gegn­um tíma­bilið erum við í Dusty bún­ir að vera að keppa í alþjóðleg­um deild­um og bara öll­um mót­um sem hafa poppað upp. Bara til þess að fá reynsl­una af því að keppa und­ir pressu í stress­andi um­hverfi. Meira að segja bara núna, dag­inn fyr­ir úr­slit­in, þá keppt­um við í út­slætti í ann­arri deild sem var líka streymt út fyr­ir áhorf­end­ur. 

Þannig að við kom­um inn í þenn­an úr­slita­leik með mikla reynslu af press­unni sem það set­ur á mann að vera að keppa fyr­ir fram­an áhorf­end­ur. Ég held alla­veg­anna að frá fyrsta leikn­um hafi þetta munað miklu fyr­ir okk­ur.  „Það var eng­in tauga­veiklun í gangi og menn spiluðu bara upp á sitt besta.“

Daníel Sigurvinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, bauð gestum að reyna sig gegn …
Daní­el Sig­ur­vins­son, fyrr­ver­andi landsliðsfyr­irliði, bauð gest­um að reyna sig gegn hetj­unni Widowma­ker og hér fær sjálf­ur móta­stjór­inn Björg­vin Gunn­ar einn á lúður­inn. Ljós­mynd/Þ​órlind­ur

Stuðnings­fólk liðanna fjöl­mennti í Ar­ena til þess að hvetja sína menn og fá spenn­una beint í æð og eins og meðfylgj­andi mynd­ir sýna voru stemn­ing­in og stuðið byrjuð vel fyr­ir leik og héldu dampi langt fram eft­ir kvöldi þótt gleðin hafi að sjálf­sögðu verið mis­mik­il eft­ir aðstæðum og at­vik­um.

Leik- og lífsgleðin voru allsráðandi í Arena.
Leik- og lífs­gleðin voru alls­ráðandi í Ar­ena. Ljós­mynd/Þ​órlind­ur
Enginn, eða í það minnsta ekki fleiri en einn, komust …
Eng­inn, eða í það minnsta ekki fleiri en einn, komust heil­ir frá ein­vígi við Widowma­ker og Daní­el. Ljós­mynd/Þ​órlind­ur
Lýsendur og lykilfólk í Overwatch-samfélaginu lyfti sér á kreik.
Lý­send­ur og lyk­ilfólk í Overwatch-sam­fé­lag­inu lyfti sér á kreik. Ljós­mynd/Þ​órlind­ur





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert