Pabbi er Klessu­bílakóngur Rocket Leagu­e

Finnski leikmaðurinn Elias „Regser“ Marjala er helsta hetja Þórsara enda …
Finnski leikmaðurinn Elias „Regser“ Marjala er helsta hetja Þórsara enda bæði skytta og markamaskína tímabilsins. Ljósmynd/Þórlindur

Íslandsmeistarar Þórs voru frekir til fjörsins á úrslitakvöldi GR Verk Deild­arinnar í Rocket League en auk þess að hampa bikarnum sópuðu þeir til sín viðurkenningum fyrir frammistöðuna á tímabilinu.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var stuðið keyrt í botn í Arena á laugardagskvöld þegar keppnistímabil GR Verk Deildarinnar í Rocket League var klárað með góðri uppskeruhátíð og hörkuspennandi úrslitaviðureign Þórs og OGV.

Kvöldið varð býsna rautt áður en upp var staðið en auk þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með 4:1-sigri hlutu liðsmenn Þórs flestar viðurkenningar fyrir ýmis tilþrif og seiglu á tímabilinu.

Varla er á nokkurn hallað þegar því er slegið fram að Þórsarinn Elias „Regser“ Marjala hafi verið maður kvöldsins og jafnvel tímabilsins.

Sérstaklega þegar horft er til fjölda viðurkenninga en Elias var bæði valinn Markamaskína og Skytta tímabilsins auk þess að hljóta titilinn Oat King tímabilsins.

Liðsfélagi Eliasar, Kristján „pabbi4“ Elmar Gottskálksson, var útnefndur Klessubílakóngur tímabilsins en Munda úr 354 tókst að bjarga einni viðurkenningu frá því að enda fyrir norðan með því að krækja í titilinn Stoðsendingaséní tímabilsins.

Allsherjar útkall var í myndver beinu lýsingarinnar þar sem leikskýrendur …
Allsherjar útkall var í myndver beinu lýsingarinnar þar sem leikskýrendur tímabilsins slógu hvergi af í stuðinu. Ljósmynd/Þórlindur
Þórsarar bregða bikarnum á loft með tilheyrandi fagnaðarlátum.
Þórsarar bregða bikarnum á loft með tilheyrandi fagnaðarlátum. Ljósmynd/Þórlindur
Nú er það rautt...
Nú er það rautt... Ljósmynd/Þórlindur
Sjálfsagt er ekki verra að hafa haframjöl við höndina þegar …
Sjálfsagt er ekki verra að hafa haframjöl við höndina þegar tilfinningarnar bera menn ofurliði. Ljósmynd/Þórlindur
Kristján Elmar Gottskálksson, sem spilar undir leikjanafninu „pabbi4“, hlaut ef …
Kristján Elmar Gottskálksson, sem spilar undir leikjanafninu „pabbi4“, hlaut ef til vill minnst „pabbalegu“ viðurkenninguna sem Klessubílakóngur tímabilsins. Ljósmynd/Þórlindur
Þórsarinn Stefán Máni Unnarsson tekur verðskulduðum hamingjuóskum opnum örmum.
Þórsarinn Stefán Máni Unnarsson tekur verðskulduðum hamingjuóskum opnum örmum. Ljósmynd/Þórlindur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert