„Sturlaður“ endasprettur hjá Kristófer

Denas Kazulis vann deildina í Fortnite í síðasta mánuði og …
Denas Kazulis vann deildina í Fortnite í síðasta mánuði og fékk loks að hampa verðlaununum í gærkvöld. Ljósmynd/Atli Már

Deilda­keppn­inni í Fortnite lauk á laug­ar­dags­kvöld þegar sig­ur­veg­ari deild­ar­inn­ar, Den­as Kazul­is, tók við verðlaun­um sín­um. Höfuðand­stæðing­ur hans á tíma­bil­inu, Kristó­fer Trist­an, rétti hins veg­ar sinn hlut með því að stela sen­unni og sigra báða leiki kvölds­ins með aðdá­un­ar­verðum tilþrif­um.

Fremstu Fortnite spil­ar­ar lands­ins komu sam­an á úr­slita­kvöldi deild­ar­inn­ar í Fortnite í Ar­ena á laug­ar­dags­kvöld og þar létu stjörn­ur tíma­bils­ins, Den­as og Kristó­fer, sig að sjálf­sögðu ekki vanta.

Þeir voru fljót­ir að stinga aðra kepp­end­ur af á keppn­is­tíma­bil­inu þar sem þeir skiptu sigr­um í um­ferðum deild­ar­inn­ar nokkuð jafnt á milli sín og höfðu reglu­lega sæta­skipti á toppn­um.

Ein­vígi þeirra lauk í tí­undu og síðustu um­ferð tíma­bils­ins með naum­um sigri Denas­ar 428 stig á móti 415 stig­um Kristó­fers. Þeir mætt­ust enn eina ferðina í gær­kvöld og segja má að þeir hafi haldið sig við helm­inga­skipta­regl­una því að þessu sinni náði Den­as sér ekki á strik en Kristó­fer var aft­ur á móti í ban­astuði.

Fyr­ir leik sagðist Den­as annað hvort ætla að vinna  viður­eign kvölds­ins eða enda á botn­in­um en hann rétt náði að mæta, ný­kom­inn upp úr laug­inni á Norður­landa­meist­ara­móti í sundi í Vejle í Dan­mörku.

Den­as var vita­skuld víðs fjarri botn­in­um í gær en tókst ekki að blanda sér í topp­bar­átt­una þar sem Kristó­fer var í ban­astuði og sigraði báða leiki úr­slita­kvölds­ins með slík­um glæsi­brag að Ólaf­ur Hrafn Stein­ars­son, sem lýsti leikj­un­um, talaði um „sturlaða frammistöðu,“ hans á loka­kvöld­inu.

Hvor­ug­ur þeirra fór þó tóm­hent­ur heim þar sem Den­as tók við verðlaun­um fyr­ir 1. sæti deild­ar­inn­ar og Kristó­fer fyr­ir 2. sætið auk verðlauna sem sig­ur­veg­ari úr­slita­kvölds­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert