Leikar æsast fyrir úrslitin á laugardaginn

Leikar eru farnir að æsast verulega en úrslitabaráttan fer fram …
Leikar eru farnir að æsast verulega en úrslitabaráttan fer fram í Arena á laugardaginn.

Heilmikill hamagangur var í tæplega fjögurra klukkustunda baráttu TSR Akademíunnar og Kuta um öruggt sæti í úrslitum ­deild­ar­inn­ar í Dota 2 sem fara fram á laugardaginn.

Áberandi mikill barningur var í fyrstu tveimur leikjunum þar sem mjög hallaði á liðin á víxl og annar leikur leystist beinlínis upp í vitleysu þegar Kuti ruddi öllum sínum hetjum snemma fram en uppskar ekkert nema algert stráfelli.

Þriðji leikurinn var aftur á móti jafn og spennandi en Kuti komst að lokum áfram í úrslit eftir tvo sigra og eitt tap. Akademían dettur hins vegar niður í neðri flokk undanúr­slitann (lower bracket playoffs) þar sem hún mætir Snorra & Dvergunum í dag.

Liðið sem sigrar á viðureign fer í undanúrslit gegn Hendaköllunum síðar í vikunni og þá fæst endanlega úr því skorið hvaða lið kemst áfram í úrslitakeppnina sem fer fram í hefðbundinni veislustemningu í Arena á laugardaginn.

Úrslitaveisla Dota 2 verður haldin með stæl í Arena á …
Úrslitaveisla Dota 2 verður haldin með stæl í Arena á laugardaginn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert