Nokkur tár féllu að leikslokum

Helena Lind sigraði opnu deildina í Overwatch með Djöflunum og …
Helena Lind sigraði opnu deildina í Overwatch með Djöflunum og spilaði eins og andsetin í úrslitaleiknum. Ljósmynd/Aðsend

Leikmaður vik­unn­ar er Helena Lind Helga­dótt­ir, sem kall­ar sig Helenzo þegar hún spil­ar Overwatch með Djöfl­un­um. Hún var í miklu stuði þegar lið henn­ar vann sig upp í úr­vals­deild með sigri á Bölv­un í æsispenn­andi úr­slitaviður­eign opnu deild­ar­inn­ar ný­lega.

„Ég hef aldrei í lífi mínu séð Helenu spila jafn vel í Overwatch leik,“ sagði Ólaf­ur „And­uriel“ Sig­urðsson, ein­hvers kon­ar þjálf­ari Djöfla, um Helenu eft­ir úr­slita­leik­inn og bætti við að hún hefði spilað eins og hún væri and­set­in. „Hún verður alltaf betri og betri með hverj­um leik og kem­ur alltaf á óvart.“


Nafn:
Helena Lind Helga­dótt­ir
Ald­ur: 27 ára
Deild: Al­menna
Lið: Djöfl­ar
Staða: Winner?

Hvað varð til þess að þú að spila rafíþrótt­ir og hvað dró þig fyrst inn í þenn­an heim?

„Ég ólst upp við að horfa á bræður mína spila World of Warcraft og fékk mjög oft að prufa líka og þaðan kem­ur tölvu­leikja­áhug­inn. 

Það var síðan bara núna í ág­úst að vin­ur minn sagði mér að það væri verið að gera leynilið og ég yrði að vera með í því. Ég hef aldrei áður verið í svona keppn­is­um­hverfi og farið í „scrims“ og „vod reviews“ og svo­leiðis.“

Hvaða leik­ur er í upp­á­haldi hjá þér og af hverju?

„2. Ég hef, bara í gegn­um þenn­an eina leik, kynnst fullt af ynd­is­legu fólki. Síðan er þetta fyrsti leik­ur­inn sem mér finnst að ég sé góð í og sé að bæta mig í. Það er erfitt að hætta að spila þegar þetta er til­finn­ing­in.“

Hvaða leik­ir finnst þér að ættu að verða fyr­ir val­inu sem keppn­is­grein­ar á Ólymp­íu­leik­un­um í rafíþrótt­um?

„2 og Mar­vel Ri­vals.“

Hef­ur Overwatch haft áhrif á þig sem spil­ara eða ein­stak­ling?

„Hef­ur haft mik­il áhrif á mig bæði sem spil­ara og ein­stak­ling. Ég hef til dæm­is lært að taka þetta hat­ur gegn kon­um í tölvu­leikj­um ekki al­var­lega og svara fyr­ir mig. Það er enn þá svo mikið um þetta og bara núna um dag­inn heyrði ég unga grunn­skólakrakka tala um að stelp­ur spili ekki tölvu­leiki. Sem er galið! Árið er 2024!“

Hvernig lít­ur dæmi­gerður æf­inga­dag­ur út hjá þér?

„Ég er móðir þannig að minn spila- og æf­inga­tími byrj­ar alltaf þegar barnið fer að sofa í kring­um átta á kvöld­in.“

Hver er þinn stærsti sig­ur hingað til og hvernig var til­finn­ing­in að ná þeim ár­angri?

„Að byrja mótið núna sem lægst metni spil­ar­inn (low ran­ked/​worst player), þetta hljóm­ar nei­kvætt en var sann­leik­ur­inn, og vinna síðan mótið og fá MVP frá báðum liðum.“

Hvaða ráð mynd­ir þú gefa nýj­um spil­ur­um sem eru að stíga sín fyrstu skref í rafíþrótt­um?

„Veldu liðið þitt vel og náðu góðum tengsl­um við liðsfé­lag­ana þína. Þetta er svo mikið skemmti­legra þegar all­ir eru vin­ir.“

Hvaða lið eða leikmaður hef­ur haft mest áhrif á þig sem spil­ara? 

„Djöfla strák­arn­ir mín­ir <3 það er þeim að þakka hversu mikið ég hef bætt mig sem spil­ara.“

Er ein­hver fyr­ir­mynd sem þú lít­ur upp til?

„Bræður mín­ir.“

Hvað ger­ir þú til að viðhalda and­legu og lík­am­legu jafn­vægi í gegn­um spenn­andi og stress­andi keppn­is­tíma­bil?

„Spila mikið inn á milli og æfa. Fara eitt­hvað út, til dæm­is í rækt­ina.“

Hver er skemmti­leg­asta reynsl­an eða minn­ing þín frá rafíþrótta­ferl­in­um?

„Að vinna al­menna mótið og fá MVP frá báðum liðum. Ég get al­veg sagt að þá fengu nokk­ur tár að falla.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert