Nokkur tár féllu að leikslokum

Helena Lind sigraði opnu deildina í Overwatch með Djöflunum og …
Helena Lind sigraði opnu deildina í Overwatch með Djöflunum og spilaði eins og andsetin í úrslitaleiknum. Ljósmynd/Aðsend

Leikmaður vikunnar er Helena Lind Helgadóttir, sem kallar sig Helenzo þegar hún spilar Overwatch með Djöflunum. Hún var í miklu stuði þegar lið hennar vann sig upp í úrvalsdeild með sigri á Bölvun í æsispennandi úrslitaviðureign opnu deildarinnar nýlega.

„Ég hef aldrei í lífi mínu séð Helenu spila jafn vel í Overwatch leik,“ sagði Ólafur „Anduriel“ Sigurðsson, einhvers konar þjálfari Djöfla, um Helenu eftir úrslitaleikinn og bætti við að hún hefði spilað eins og hún væri andsetin. „Hún verður alltaf betri og betri með hverjum leik og kemur alltaf á óvart.“


Nafn:
Helena Lind Helgadóttir
Aldur: 27 ára
Deild: Almenna
Lið: Djöflar
Staða: Winner?

Hvað varð til þess að þú að spila rafíþrótt­ir og hvað dró þig fyrst inn í þenn­an heim?

„Ég ólst upp við að horfa á bræður mína spila World of Warcraft og fékk mjög oft að prufa líka og þaðan kemur tölvuleikjaáhuginn. 

Það var síðan bara núna í ágúst að vinur minn sagði mér að það væri verið að gera leynilið og ég yrði að vera með í því. Ég hef aldrei áður verið í svona keppnisumhverfi og farið í „scrims“ og „vod reviews“ og svoleiðis.“

Hvaða leikur er í uppáhaldi hjá þér og af hverju?

„2. Ég hef, bara í gegnum þennan eina leik, kynnst fullt af yndislegu fólki. Síðan er þetta fyrsti leikurinn sem mér finnst að ég sé góð í og sé að bæta mig í. Það er erfitt að hætta að spila þegar þetta er tilfinningin.“

Hvaða leikir finnst þér að ættu að verða fyrir valinu sem keppnisgreinar á Ólympíuleikunum í rafíþróttum?

„2 og Marvel Rivals.“

Hefur Overwatch haft áhrif á þig sem spilara eða einstakling?

„Hefur haft mikil áhrif á mig bæði sem spilara og einstakling. Ég hef til dæmis lært að taka þetta hatur gegn konum í tölvuleikjum ekki alvarlega og svara fyrir mig. Það er enn þá svo mikið um þetta og bara núna um daginn heyrði ég unga grunnskólakrakka tala um að stelpur spili ekki tölvuleiki. Sem er galið! Árið er 2024!“

Hvernig lítur dæmigerður æfingadagur út hjá þér?

„Ég er móðir þannig að minn spila- og æfingatími byrjar alltaf þegar barnið fer að sofa í kringum átta á kvöldin.“

Hver er þinn stærsti sig­ur hingað til og hvernig var til­finn­ing­in að ná þeim ár­angri?

„Að byrja mótið núna sem lægst metni spilarinn (low ranked/worst player), þetta hljómar neikvætt en var sannleikurinn, og vinna síðan mótið og fá MVP frá báðum liðum.“

Hvaða ráð mynd­ir þú gefa nýj­um spil­ur­um sem eru að stíga sín fyrstu skref í rafíþrótt­um?

„Veldu liðið þitt vel og náðu góðum tengslum við liðsfélagana þína. Þetta er svo mikið skemmtilegra þegar allir eru vinir.“

Hvaða lið eða leikmaður hef­ur haft mest áhrif á þig sem spil­ara? 

„Djöfla strákarnir mínir <3 það er þeim að þakka hversu mikið ég hef bætt mig sem spilara.“

Er einhver fyrirmynd sem þú lítur upp til?

„Bræður mínir.“

Hvað ger­ir þú til að viðhalda and­legu og lík­am­legu jafn­vægi í gegn­um spenn­andi og stress­andi keppn­is­tíma­bil?

„Spila mikið inn á milli og æfa. Fara eitthvað út, til dæmis í ræktina.“

Hver er skemmti­leg­asta reynsl­an eða minn­ing þín frá rafíþrótta­ferl­in­um?

„Að vinna almenna mótið og fá MVP frá báðum liðum. Ég get alveg sagt að þá fengu nokkur tár að falla.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert