Ómenguð og áþreifanleg Fortnite-spenna

Fremstu Fortnite-spilarar landsins komu saman á úrslitakvöldi deildarinnar til þess …
Fremstu Fortnite-spilarar landsins komu saman á úrslitakvöldi deildarinnar til þess bæði að keppa og ekki síður skemmta sér saman. Ljósmynd/Atli Már

„Úrslita­kvöldið var hápunkt­ur­inn og þar kom allt sam­an á ein­stak­an hátt,“ seg­ir móta­stjór­inn Atli Már Guðfinns­son um spennuþrungið úr­slita­kvöld deilda­keppn­inn­ar í Fortnite.

Fremstu Fortnite spil­ar­ar lands­ins komu sam­an á úr­slita­kvöldi deild­ar­inn­ar í Fortnite í Ar­ena á laug­ar­dags­kvöld, tók­ust á í tveim­ur hörku­leikj­um og nutu þess að spila og skemmta sér í eig­in per­sónu und­ir sama þaki.

„Það var magnað að sjá spil­ara njóta sín og upp­lifa spenn­una sem við höf­um skapað og ómet­an­legt að sjá þetta verk­efni, sem við höf­um byggt upp frá grunni, verða að veru­leika,“ held­ur Atli Már áfram. 

Öll rými Arena voru þéttsetin þegar tekist var á í …
Öll rými Ar­ena voru þétt­set­in þegar tek­ist var á í leikj­um kvölds­ins. Ljós­mynd/​Atli Már

Fortnite-spil­ar­arn­ir sem fjöl­menntu í Ar­ena sýndu og sönnuðu með frammistöðu sinni og íþrótta­manns­legri fram­komu að framtíð Fortnite-sam­fé­lags­ins á Íslandi er björt.

„Þetta hef­ur verið ferðalag fullt af gleði og lær­dómi og við í móta­stjórn hlökk­um til að halda þess­ari veg­ferð áfram, “ seg­ir Atli Már og bend­ir á að ferðalagið er rétt að byrja um leið og hann minn­ir á að nú þegar er búið að opna fyr­ir skrán­ing­ar næsta keppn­is­tíma­bils á slóðinni htt­ps://​bit.ly/​m/​Elko-deild­in.

Denas Kazulis vann deildina í Fortnite í síðasta mánuði og …
Den­as Kazul­is vann deild­ina í Fortnite í síðasta mánuði og fékk loks að hampa verðlaun­un­um. Ljós­mynd/​Atli Már

Skær­ustu stjörn­ur keppn­is­tíma­bils­ins, Den­as Kaz­ul­is og Kristó­fer Trist­an, létu sig að sjálf­sögðu ekki vanta á úr­slita­kvöldið þar sem Den­as tók við verðlaun­um sín­um fyr­ir 1. sætið í ELKO-Deild­inni og Kristó­fer stal sen­unni með sigri í báðum leikj­um kvölds­ins.

Kristó­fer sýndi slík tilþrif í leikj­un­um tveim­ur að Ólaf­ur Hrafn Stein­ars­son, sem lýsti leikj­un­um, talaði um „sturlaða frammistöðu“ hans á loka­kvöld­inu. Sjálf­ur seg­ist Kristó­fer hafa verið frek­ar slak­ur í leikj­un­um. „Ég var ekk­ert stressaður eft­ir fyrsta leik­inn enda var ég þá kom­inn með 18 stiga for­ystu.“

Kristófer Tristan átti stórleik á og tók bæði við verðlaunum …
Kristó­fer Trist­an átti stór­leik á og tók bæði við verðlaun­um fyr­ir 1. sæti úr­slita­kvölds­ins og 2. sæti deild­ar­inn­ar. Ljós­mynd/​Atli Már

Þrátt fyr­ir frá­bær­an enda­punkt og gott gengi á keppn­is­tíma­bil­inu seg­ist hann þó ekk­ert of sátt­ur við 2. sæti deild­ar­inn­ar. Enda hafi hann misst af 75.000 krón­um af verðlauna­fénu við að missa af 1. sæt­inu. 

Ólafur Hrafn var, eins og alltaf, í hörku stuði þegar …
Ólaf­ur Hrafn var, eins og alltaf, í hörku stuði þegar hann fór yfir gang mála og keppn­is­tíma­bilið allt. Ljós­mynd/​Atli Már
Ljós­mynd/​Atli Már
Ljós­mynd/​Atli Már
Ljós­mynd/​Atli Már
Ljós­mynd/​Atli Már
Ljós­mynd/​Atli Már








mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert