Kraftvélarnar þenja sig í botn

Mojsla stígur fram í eigin persónu sem Aleksander Mojsa og …
Mojsla stígur fram í eigin persónu sem Aleksander Mojsa og keyrir gleðina áfram sem slíkur en hann hefur lengi verið grunaður um að vera einhver alhressasti hressasti meðlimur Dota 2 samfélagsins.

Hressilegu keppnistímabili Rafíþróttasambands Íslands lýkur með Dota 2 veislu í Arena á morgun, laugardag, þegar TSR Akademían og Kuti mætast í úrslitaleik.

Rétt tæp vika er síðan TSR Akademían varð undir í harðri baráttu liðanna um öruggt sæti í úrslitunum en svo skemmtilega vill til að þangað eru bæði liðin komin. TSR fær því einstakt tækifæri til að hefna ófaranna og engin hætta á öðru en að bæði liðin munu skrúfa spennustigið upp í 11. 

Eftir tæp­lega fjög­urra klukku­stunda bar­áttu síðastliðinn sunnudag tókst Kuta að tryggja sig í úrslitakeppnina og skera Akademíuna niður í neðri flokk undanúr­slit­ann (lower bracket playoffs). 

Þar mætti hún fyrst Snorra & Dverg­un­um og síðan Henda­köll­un­um og eftir sigur í báðum viðureignum komst liðið í úrslitin þar sem Kuti bíður bíður vel beittur eftir lokauppgjörinu.

Rétt eins og í úrslitaviðureignum annara deilda verður mikið um dýrðir og gleðin við völd í Arena þegar Dota 2 samfélagið kemur saman í raunheimum, fellir grímur leikjagælunafnanna, sýnir sín réttu andlit og skemmtir sér saman.

Húsið opnar klukkan 14 og fyrsti leikur og beint streymi frá honum hefjast klukkan 15. Aleksander Mojsa (Mojsla) er veislustjóri og mun leiða mannskapinn í gegnum áhorfspartíið, happy hour og ýmsar aðrar uppákomur sérsniðnar að smekk Dota 2 fólks.

Úrslit Litlu-Kraftvéladeildarinnar eru lokahnykkurinn á vel heppnuðu tímabili í deildarkeppnum Rafíþróttasambandsins en á síðustu vikum hafa fengist fram úrslit í Tölvulistadeildinni í Overwatch, GR-Verk deildinni í Rocket League, Mílu-Deildinni í Valorant kvenna og ELKO-Deildinni í Fortnite að ógleymdu úrslitaeinvígi Hjörvars Steins Grétarssonar og Helga Ólafssonar á Íslandsmóti Símans í netskák. 

Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikið glapræði það væri …
Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikið glapræði það væri hjá Dota 2 fólki að láta sig vanta í úrslitagleðina á morgun.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert