Mætir álagi með öskrum og djóki í stelpunum

Bryndís Heiða stendur keik á milli pabba og mömmu sem …
Bryndís Heiða stendur keik á milli pabba og mömmu sem eru hennar helstu fyrirmyndir. Ljósmynd/Aðsend

Bryndís Heiða Gunnarsdóttir er Leikmaður vikunnar en hún varð nýlega Íslandsmeistari í Míludeildinni í Valorant kvenna ásamt liði sínu, Klutz. 

Hún segist alltaf hafa spilað tölvuleiki og eftir að hún byrjaði að taka þátt í rafíþróttastarfi Fylkis auglýsti hún einfaldlega eftir liði til að keppa með í Valorant.

Nafn: Bryndís Heiða Gunnarsdóttir
Spilar sem: mrs_bat
Aldur: 22 ára
Deild: Valorant Míludeildin
Lið: Klutz
Staða: Ríkjandi sigurvegari


Hvað varð til þess að þú að spila rafíþróttir og hvað dró þig fyrst inn í þennan heim? 

„Ég hef alltaf spilað tölvuleiki. Byrjaði að streyma fyrir einhverjum árum og síðan bað Fylkir mig um að vera „content creator“ fyrir liðið,“ segir Bryndís sem seinna meir fór frá því að vera content efnishöfundur yfir í þjálfun og endaði sem yfirþjálfari hjá rafíþróttadeild liðsins. „Eftir að ég kynntist rafíþróttum var ég síðan í einhverju flipp stuði og sendi inn á Valorant Íslands að ég væri að leita mér að liði.“

Hvaða leikur er í uppáhaldi hjá þér og af hverju? 

Baldur's Gate 3 er uppáhalds leikurinn minn. Ég get spilað hann endalaust og fengið mismunandi útkomur í hvert skipti. En Valorant fylgir síðan fast á eftir.“

Hefur leikurinn haft áhrif á þig sem spilara eða einstakling? 

„Nei, ekki svo ég hafi tekið eftir.“

Spilarðu einhverja aðra leiki en þann sem þú keppir í? 

„Ég spila marga; Baldur's Gate 3, Stardew Valley, Minecraft og auðvitað alla LEGO Batman leikina.“

Ertu að horfa á eitthvað á Netflix eða öðrum veitum? 

„Arcane, auðvitað. En var líka að klára Cross í vikunni og er einnig að endurhorfa á The Mentalist.“

Hvaða leikir finnst þær að ættu að komast að sem keppnisgreinar á Ólympíuleikunum í rafíþróttum? 

Sennilega Valorant, Counter-Strike: Global Offensive, League of Legends og Dota.

Hvernig lítur dæmigerður æfingadagur út hjá þér? 

„Ég vakna, fer í skólann og kem síðan heim á æfingu. Ef það er ekki skóli læri ég þangað til það er æfing.“

Hver er þinn stærsti sigur hingað til og hvernig var tilfinningin að ná þeim árangri? 

„Ég vann síðustu Míludeild með Klutz og þetta var rosa skemmtilegt. Ég var búin að ákveða að vinna leikinn áður en hann byrjaði.“

Hvaða ráð myndir þú gefa nýjum spilurum sem eru að stíga sín fyrstu skref í rafíþróttum? 

„Að vera ekki feimin við að leita sér að liðum eða búa til sitt eigið.“

Hvaða lið eða leikmaður hefur haft mest áhrif á þig sem spilara? 

„Sennilega Birnir, kærastinn minn, en fyrir utan hann eru Margaríta og Waffleee alltaf að ýta mér áfram.“

Er einhver fyrirmynd sem þú lítur upp til? 

„Mamma mín og pabbi. Allan daginn.“

Uppáhalds bíómyndin? 

„The Dark Knight er í miklu uppáhaldi. En Spider-Man: Into the Spider-Verse eru listaverk. Báðar myndirnar.“

Hvað gerir þú til að viðhalda andlegu og líkamlegu jafnvægi í gegnum spennandi og stressandi keppnistímabil? 

„Að öskra smá hjálpar eða djóka í stelpunum.“

Er eitthvert lið sem þú þolir ekki að tapa fyrir? 

„Nei, skemmtilegustu leikirnir eru þeir sem eru tæpastir.“

Hver er skemmtilegasta reynslan eða minning þín frá rafíþróttaferlinum? 

„Það er alltaf gaman að vinna en bara skemmtilegt að spila með og á móti öllum stelpunum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka