Alvöru keyrsla hjá Snorra og dvergunum

Nöfn liða og leikmanna í Dota 2 hafa vakið athygli …
Nöfn liða og leikmanna í Dota 2 hafa vakið athygli og hér koma við sögu keyrsla, pollur og heimskur.

Viðurkenningar fyrir sérdeilis prýðilega frammistöðu í deildarkeppninni voru veittar að lokinni úrslitaviðureign TSR Akademíunnar og Kuta síðastliðið föstudagskvöld. Þótt Snorri og dvergarnir hafi ekki komist á verðlaunapall státa þeir þó af besta þjálfara ársins sem einmitt er kenndur við alvöru keyrslu. 

Besti þjálfarinn 2024 kallar sig Alvörukeyrsla þegar hann spilar Dota …
Besti þjálfarinn 2024 kallar sig Alvörukeyrsla þegar hann spilar Dota 2.

Íslenska Dota 2-samfélagið lyfti sér heldur betur á kreik í Arena síðasliðið föstudagskvöld þegar TSR-Akademían og Kuti tókust á um um deildarmeistaratitilinn í hörkuspennandi viðureign sem lauk með 3:1 sigri Kuta.

TSR Akademían hafði þó ekki alveg sagt sitt síðasta þetta kvöldið þar sem Brynjólfur Sigurðsson, sem spilar með liðinu sem Young Pollur, var valinn MVP, eða mikilvægasti leikmaður keppnistímabilsins (Most Valuable Player), þegar kom að afhendingu viðurkenninga fyrir sérlega góða frammistöðu á árinu.

Þótt lið Snorra og dverganna hafi ekki unnið til verðlauna á mótinu mega þeir þó sæmilega við una þar sem þjálfarinn þeirra, Friðrik Snær „Al­vöru­keyrsla“ Tóm­as­son var valinn besti þjálfarinn 2024.

Veislustjórinn Al­eks­and­er Mojsa heldur snarpa lofræðu yfir Brynjólfi Sigurðssyni, MVP …
Veislustjórinn Al­eks­and­er Mojsa heldur snarpa lofræðu yfir Brynjólfi Sigurðssyni, MVP tímabilsins. Ljósmynd Bergur Árnason

Lið Alltof heimskra þótti hafa tekið mestum framförum á keppnistímabilinu og var verðlaunað sérstaklega fyrir auðsýnda viðleitni til þess að bæta sig á tímabilinu.

Brynjólfur, MVP tímabilsins, ásamt liðsfélögum sínum í TSR Akademíunni sem …
Brynjólfur, MVP tímabilsins, ásamt liðsfélögum sínum í TSR Akademíunni sem hafnaði í 2. sæti deildarinnar. Ljósmynd Bergur Árnason
Alltof heimskir virðast ekki alveg standa undir nafni því þeir …
Alltof heimskir virðast ekki alveg standa undir nafni því þeir þóttu taka mestum framförum á keppnistímabilinu.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert