Ár sóknar og áfangasigra hjá RÍSÍ

Ungmennastarf RÍSÍ var í miklum blóma á árinu sem er …
Ungmennastarf RÍSÍ var í miklum blóma á árinu sem er að líða. Ljósmynd/Atli Már

Þriðji hluti frétta­ann­áls Rafíþrótta­sam­bands Íslands stikl­ar á stóru yfir það helsta á viðburðaríku starfs­ári RÍSÍ þar sem aðild­ar­fé­lög­um hélt áfram að fjölga og Sím­inn byrjaði að senda út frá deild­ar­keppn­um.

Fjög­ur ný aðild­ar­fé­lög, FH, Fjöln­ir, Frí­stunda­miðstöðin Bungu­brekka í Hvera­gerði og Next Level Gaming í Eg­ils­höll, gengu til liðs við Rafíþrótta­sam­bandið á ár­inu og þau nálg­ast nú þriðja tug­inn.

Ung­menna­fé­lagið Fjöln­ir varð 26. aðild­ar­fé­lagið í sept­em­ber þegar stjórn RÍSÍ sam­þykkti aðild­ar­um­sókn ný­stofnaðrar raf­í­þrótta­deild­ar Fjöln­is. „Við vor­um með sum­ar­nám­skeið í Eg­ils­höll sem fór al­veg fram úr okk­ar björt­ustu áætl­un­um þegar um 200 krakk­ar mættu. Þetta var bara geggjað. Þau höfðu mik­inn áhuga og viðbrögðin hafa sýnt að við vor­um að gera eitt­hvað skemmti­legt,“ sagði Þórir Viðars­son, aðalþjálf­ari Fjöln­is í rafíþrótt­um, í haust.

„Þetta er nátt­úr­lega nýtt sport á Íslandi og fólk er ennþá bara að átta sig á því að þetta sé til og í boði fyr­ir krakka,“ hélt Þórir áfram og seg­ir reynsl­una þegar hafa sýnt að mik­il eft­ir­spurn er eft­ir öfl­ugu rafíþrótt­a­starfi í fjöl­menni Grafar­vogs og ná­grenn­is.

„Okk­ur finnst al­veg frá­bært að hingað til okk­ar eru krakk­ar að koma á æf­ing­ar sem hafa kannski ekki fundið sig í öðrum íþrótt­um. Þau koma oft gang­andi eða með strætó eft­ir skóla með vin­um sín­um sem eru kannski að fara á æf­ingu í öðrum íþrótt­um hjá Fjölni og það er fal­legt að sjá síðan einn fara á rafíþróttaæf­ingu og ann­an á æf­ingu í fót­bolta, körfu­bolta eða ein­hverju þannig.“

Spenn­andi mögu­leik­ar og tæki­færi

„Það er virki­lega ánægju­legt að ganga til liðs við RÍSÍ og það frá­bæra starf sem sam­bandið hef­ur unnið und­an­far­in ár. Ég sé mik­il tæki­færi í rafíþrótt­um og hlakka til að taka þátt í því að styðja við auk­inn vöxt þeirra á Íslandi,“ sagði Jök­ull Jó­hanns­son þegar tók við starfi fram­kvæmda­stjóra Rafíþrótta­sam­bands­ins í vor. 

Þórir Viðarsson, aðalþjálfari Fjölnis í rafíþróttum, segir gríðarlega fallegt að …
Þórir Viðars­son, aðalþjálf­ari Fjöln­is í rafíþrótt­um, seg­ir gríðarlega fal­legt að sjá krakka kynn­ast í gegn­um tölvu­leiki. Ljós­mynd/​Vikt­or Birg­is­son

Jök­ull er fyrr­um at­vinnumaður í rafíþrótt­um og spilaði á sín­um tíma fyr­ir enska liðið Fnatic í leikn­um Hearth­st­one. Jök­ull er með M.Sc. gráðu í ný­sköp­un og viðskiptaþróun við Há­skóla Íslands og B.Sc. gráðu í viðskipta­fræði frá sama skóla og hafði starfað við fjár­fest­ing­ar og fyr­ir­tækjaráðgjöf áður en hann réði sig til RÍSÍ.

Breyt­ing­ar urðu einnig á stjórn RÍSÍ á ár­inu þegar Kári Björns­son tók við stjórn­ar­for­mennsku af Evu Mar­gréti Guðna­dótt­ur. Þá komu Árný Daní­els­dótt­ir, Atli Már Guðfinns­son og Grím­ur Freyr Björns­son ný inn í stjórn þar sem fyr­ir voru Þeng­ill Björns­son, Bjarni Sig­urðsson, Ásbjörn Daní­el Ásbjörns­son, Sölvi Már Sig­ur­jóns­son og Árveig Lilja Bjarna­dótt­ir.

Sjón­varp Sím­ans með rafíþrótt­ir í beinni

Sím­inn og Rafíþrótta­sam­bandið sam­einuðust á ár­inu um það mark­mið að breyta rafíþrótta­lands­lag­inu á Íslandi með stór­bættu aðgengi og meiri sýni­leika rafíþrótta. RÍSÍ hef­ur þannig nýtt sjón­varps­dreifi­kerfi Sím­ans til þess að koma dag­skrár­gerð sinni beint heim í stofu eða snjall­tæki alls áhuga­fólks um rafíþrótt­ir. 

Sím­inn og RÍSÍ færa rafíþrótt­ir heim í stofu

Bein­ar út­send­ing­ar frá deild­ar­keppn­um RÍSÍ hóf­ust í Sjón­varpi Sím­ans í sept­em­ber og hafa aldrei verið jafn um­fangs­mikl­ar en eft­ir­far­andi deild­ir birt­ust þar með í sjón­varpi í fyrsta skipti: Mílu­deild­in í Val­or­ant kvenna, Íslands­mót Sím­ans í Net­skák, Kraft­véla­deild­in í Dota 2, Tölvulista­deild­in í Overwatch og ELKO-Deild­in í Fortnite.

Öflug­ir eft­ir­skjálft­ar

„Rafíþrótt­ir hafa verið í mikl­um vexti á heimsvísu. Það er ánægju­legt að taka þetta skref núna með Sím­an­um og hlakk­ar okk­ur til sam­starfs­ins,“ sagði Jök­ull Jó­hanns­son, fram­kvæmda­stjóri RÍSÍ, við upp­haf sam­starfs­ins þar sem einnig bar til tíðinda að net­skák bætt­ist við keppn­is­grein­ar RÍSÍ en Íslands­mótið í net­skák 2024 var í boði Sím­ans.

Eva Margrét Guðnadóttir lét af stjórnarformennsku Rafíþróttasambandsins á árinu.
Eva Mar­grét Guðna­dótt­ir lét af stjórn­ar­for­mennsku Rafíþrótta­sam­bands­ins á ár­inu. mbl.is/​Há­kon Páls­son

Birk­ir Ágústs­son, dag­skrár­stjóri inn­lendr­ar dag­skrár­gerðar hjá Sím­an­um og fyrr­um kepp­andi í Qua­ke, benti við sama tæki­færi á að um­fang rafíþrótta á Íslandi hafi snar­auk­ist frá því Sím­inn hélt Skjálfta, fyrsta rafíþrótta­mót lands­ins, árið 1998.

„Með þessu nýja sam­starfi við RÍSÍ tök­um við sam­an næstu skref og styðjum áfram­hald­andi vöxt rafíþrótta á Íslandi,“ sagði Birk­ir og minnti á að rafíþrótt­ir væru stór og mik­il­væg­ur hluti af íþrótta- og tóm­stunda­lífi Íslend­inga. „Útsend­ing­ar frá þeim eru ekki bara vin­sælt sjón­varps­efni held­ur líka frá­bær afþrey­ing.“ 

Ólymp­íu­leik­ar í rafíþrótt­um

Til þeirra stórtíðinda dró í rafíþrótta­heim­in­um í sum­ar að alþjóðlega Ólymp­íu­nefnd­in samþykkti ein­róma til­lögu fram­kvæmda­stjórn­ar Ólymp­íu­sam­bands­ins um að koma á sér­stök­um Ólymp­íu­leik­um í rafíþrótt­um. 

Fyrstu Ólymp­íu­leik­arn­ir í rafíþrótt­um, Olympic Esports Games, verða haldn­ir í Sádi-Ar­ab­íu á næsta ári en fram­kvæmda­stjórn Ólymp­íu­sam­bands­ins hef­ur gert tólf ára sam­starfs­samn­ing við Ólymp­íu­sam­band Sádí Ar­ab­íu um aðkomu að skipu­lagi og ut­an­um­haldi Olympic Esports Games.

„Þetta eru frá­bær­ar frétt­ir fyr­ir rafíþrótt­ir,“ sagði Ólaf­ur Hrafn Stein­ars­son, stofn­andi Rafíþrótta­sam­bands Íslands og einn helsti talsmaður rafíþrótta hér á landi. 

„Þetta er gríðar­stórt skref fyr­ir rafíþrótt­ir á heimsvísu og mik­il viður­kenn­ing fyr­ir það starf sem hef­ur verið unnið hér á landi, en frá upp­hafi hef­ur það alltaf verið mark­mið RÍSÍ að nálg­ast rafíþrótt­ir á sömu for­send­um og íþrótt­ir, í gegn­um skipu­lagt starf og með heil­brigði og ham­ingju í fyr­ir­rúmi.“

Jök­ull Jó­hanns­son, fram­kvæmda­stjóri RÍSÍ, var ekki síður ánægður með ákvörðun Ólymp­íu­nefnd­ar­inn­ar: „Þetta fyll­ir okk­ur hjá RÍSÍ inn­blæstri og hvet­ur okk­ur áfram í þeirri vinnu að tryggja að á Íslandi sé öfl­ugt um­hverfi fyr­ir rafíþrótt­ir og að Ísland geti tekið virk­an þátt í að byggja rafíþróttaum­hverfi heims­ins.“ 

Jökull Jóhannsson tók við starfi framkvæmdastjóra Rafíþróttasambandsins á árinu,
Jök­ull Jó­hanns­son tók við starfi fram­kvæmda­stjóra Rafíþrótta­sam­bands­ins á ár­inu,

Tíma­mót á heims­meist­ara­móti

Alþjóðlega rafíþrótta­sam­bandið (IESF) hélt Heims­meist­ara­mót­ið í rafíþrótt­um í sextánda sinn í nóv­em­ber. Mótið markaði ýmis tíma­mót en þannig var til dæm­is í fyrsta sinn boðið upp á keppni kvennaliða í Mobile Le­g­ends Bang Bang (MLBB) og keppn­in í kvenna­deild Coun­ter Strike hef­ur aldrei verið jafn um­fangs­mik­il með sam­an­lagt verðlauna­fé upp á 160.000 doll­ara, eða ríf­lega 22 millj­ón­ir ís­lenskra króna.

Besta rafíþrótta­fólk Indó­nes­íu gerði held­ur bet­ur góða ferð á mótið og tryggði landi sínu alls­herj­ar heims­meist­ara­titil­inn í annað sinn með fyr­ir­mynd­ar frammistöðu í öll­um keppn­is­grein­um móts­ins.

Full­trú­ar Tyrk­lands komu einnig sterk­ir inn og tryggðu þjóð sinni ein gull­verðlaun og ein bronsverðlaun. Sú frammistaða dugði þó ekki til að skyggja á hóp­inn frá Indó­nes­íu sem fór heim með eft­ir­sótt­asta titil­inn á mót­inu, alls­herj­ar heims­meist­ara­titl­in­um, WEC24 Overall Champ­i­on.

Þetta var í annað sinn sem Indó­nes­ar hömpuðu þess­um titli en hann hlotn­ast því liði sem þykir skara fram úr þvert á all­ar keppn­is­grein­ar móts­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert