Rafíþróttaár unga fólksins

Ásmundur Einar keyrði fagnaðarlætin áfram af slíkri fagmennsku að augljóst …
Ásmundur Einar keyrði fagnaðarlætin áfram af slíkri fagmennsku að augljóst var að hann var ekki að mæta á sitt fyrsta rafíþróttamót. Ljósmynd/Atli Már

Barna­málaráðherra í Fortnite-stuði, lands­hornaflakk fram­halds­skóla­bik­ars og fjöl­mennog spenn­andi ung­menna­mót koma við sögu í öðrum hluta frétta­ann­áls Rafíþrótta­sam­bands Íslands sem setti mik­inn kraft og metnað í æsku­lýðsstarf sitt á ár­inu sem er að líða.

Fjöl­menn, fjör­ug og spenn­andi ung­menna­mót Rafíþrótta­sam­bands­ins settu held­ur bet­ur svip á árið sem er að líða enda heil­brigð og upp­byggi­leg nálg­un barna og ung­linga á tölvu­leiki sem íþrótt þung­miðjan í starf­semi RÍSÍ.

Eng­um blöðum er held­ur um það að fletta að þarna er RÍSÍ bæði að bregðast við brýnni þörf og svara mik­illi eft­ir­spurn þar sem um 70% ís­lenskra barna spila tölvu­leiki.

Þetta kom fram í svör­um for­eldra í könn­un sem Gallup gerði fyr­ir Rafíþrótta­sam­bandið á tölvu­leikja­spil­un hjá full­orðnum og börn­um og greint var frá í októ­ber.

Niður­stöður könn­un­ar­inn­ar benda til þess að 73% stúlkna og 99% drengja á grunn­skóla­aldri spili tölvu­leiki. Ef marka má könn­un­ina spil­ar drjúg­ur meiri­hluti ís­lenskra barna und­ir 18 ára ein­hvers kon­ar tölvu­leiki en 68,6% svöruðu spurn­ing­unni: „Spil­ar barnið þitt tölvu­leiki?“ ját­andi en 31,4% sögðu börn sín ekki spila tölvu­leiki. 

Sím­inn er al­geng­asta leikja­tæki barn­anna en 45,5% sögðu börn sín spila tölvu­leiki í sím­an­um. Leikja­tölv­ur koma þar á eft­ir með 35,6% og 21,3% spila í spjald­tölv­um en fæst spila börn­in í borð- eða far­tölv­um, 16,6%.

Ópóli­tískt Fortnite-fjör

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, þáver­andi ráðherra mennta- barna - og íþrótta­mála, lék á als oddi í byrj­un nóv­em­ber þegar hann gaf sér tíma í miðri kosn­inga­bar­áttu til þess að líta við á síðasta ung­menna­mót RÍSÍ.

Mikill meirihluti íslenskra grunnskólabarna stundar einhvers konar rafíþróttir. Myndin er …
Mik­ill meiri­hluti ís­lenskra grunn­skóla­barna stund­ar ein­hvers kon­ar rafíþrótt­ir. Mynd­in er tek­in á Ung­menna­móti Rafíþrótta­sam­bands­ins í sept­em­ber. Ljós­mynd/​Atli Már

„Það gef­ur manni bara orku að hitta svona marga krakka,“ sagði Ásmund­ur Ein­ar í Next Level Gaming í Eg­ils­höll áður en hann af­henti sig­ur­veg­ur­um í Fortnite í flokki 8-12 ára verðlaun fyr­ir þrjú efstu sæt­in í ein- og tvíliðal­eik.

Ráðherr­ann taldi rétt­ast að hlífa krökk­un­um við dæmi­gerðum ræðuhöld­um stjórn­mála­manna og keyrði létt­leik­andi upp stemn­ing­una í saln­um og á kepp­end­um mátti greini­lega sjá að þeim leidd­ist ekk­ert að taka við verðlaun­um úr hendi ráðherra.

Ásmund­ur Ein­ar lýsti einnig mik­illi  ánægju með starf Rafíþrótta­sam­bands­ins og þann öra vöxt sem verið hef­ur í upp­bygg­ingu skipu­lagðs rafíþrótt­a­starfs á und­an­förn­um árum. „Þetta er al­veg geggjað og það hef­ur verið gam­an að fylgj­ast með öllu þessu starfi, upp­bygg­ing­unni og fá að taka þátt í henni.“  

Auk ung­menn­a­starfs­ins nefndi Ásmund­ur meðal ann­ars sér­stak­lega þau tæki­færi sem eru að opn­ast ís­lensku rafíþrótta­fólki í alþjóðleg­um deild­um, þann mikla ávinn­ing sem stór alþjóðleg mót hafa þegar skilað og að byrjað sé að horfa til Íslands sem ákveðinn­ar fyr­ir­mydn­ar þegar skipu­lagt rafíþrótt­astarf er ann­ars veg­ar.

„Það er svo mik­il gróska í þessu og gam­an að því hversu hratt þetta þró­ast og nú er horft til okk­ar er­lend­is þegar kem­ur að skipu­lagðri starf­semi.“

Jök­ull Jó­hanns­son, fram­kvæmda­stjóri Rafíþrótta­sam­bands­ins, notaði tæki­færið til að þakka ráðherr­an­um fyr­ir þann áhuga og stuðning sem hann hef­ur sýnt starfi sam­bands­ins í orði og á borði.

Hann sagði Ásmund Ein­ar hafa reynst rafíþrótt­um hauk­ur í horni í ráðherratíð sinni og að Fram­sókn­ar­fólk virðist al­mennt mjög áfram um efl­ingu skipu­lagðs rafíþrótt­a­starfs á Íslandi.

„Ung­menna­mót­in eru einn mik­il­væg­asti þátt­ur­inn í starfi Rafíþrótta­sam­bands­ins þar sem allt miðar að heil­brigðri og upp­byggi­legri nálg­un á tölvu­leiki,“ sagði Jök­ull jafn­framt þegar hann þakkaði ráðherr­an­um fyr­ir inn­litið.

Um 70 krakkar frá 8 til 12 ára fylltu Next …
Um 70 krakk­ar frá 8 til 12 ára fylltu Next Level Gaming í Eg­ils­höll í nóv­em­ber og voru sjálf­um sér og liðum sín­um til mik­ils sóma. Ljós­mynd/​Atli Már

Íslands­meist­ara­mót grunn­skóla­nema í rafíþrótt­um var í raun fyrsta ung­menna­mót árs­ins og var haldið helg­ina 27.-28. apríl þegar keppt var í Fortnite, Val­or­ant, Minecraft og Fall Guys. 

Fjörið var engu minna á fjöl­mennu ung­menna­móti sem RÍSÍ hélt í Ar­ena und­ir lok sept­em­ber þegar ríf­lega 130 börn á grunn­skóla­aldri mættu til að etja kappi í tölvu­leikj­un­um vin­sælu Fortnite, Val­or­ant, Minecraft og Roblox.

Bik­ar fer á flakk

„Þetta var mikið fjör og rosa­lega skemmti­legt,“ sagði Atli Már Guð­finns­son, verk­efna­stjóri hjá RÍSÍ, um ­mótið. „Það var líf og fjör báða dag­ana. Mæt­ing­in var frá­bær og allt gekk þetta von­um fram­ar þótt fjöld­inn hérna hafi verið gríðarleg­ur þegar mest var.“ 

Fram­hald­skóla­nem­ar fengu einnig tæki­færi til að láta ljós sitt skína á fyrri hluta árs­ins í FRÍS, rafíþrótta­keppni ís­lenskra fram­halds­skóla. Keppn­in var fyrst hald­in vorið 2021 þegar Tækni­skól­inn stóð uppi sem sig­ur­veg­ari. Skól­inn sigraði einnig á leik­un­um 2022 en þurfti nú að lúta í lægra haldi fyr­ir Fjöl­brauta­skóla Suður­lands í úr­slit­um þar sem att var kappi í Val­or­ant, Coun­ter-Strike og Rocket League.

Fjór­tán skól­ar hafa að jafnaði tekið þátt í FRÍS á hverju ári en þeir voru ell­efu á þessu ári þegar full­trú­ar Fjöl­brauta­skóla Suður­lands voru krýnd­ir nýir Fram­halds­skóla­leika­meist­ar­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka