Dota 2: „Náum alltaf að toppa okkur“

Mótastjórinn Hrannar Marel er mjög ánægður með Kraftvéladeildina í Dota …
Mótastjórinn Hrannar Marel er mjög ánægður með Kraftvéladeildina í Dota 2 á árinu sem er að líða og þar sem undanfarin ár hafa verið hvert öðru betra fara hann og félagar hans fullir eftirvæntingar inn í nýtt rafíþróttaár.

„2024 var bara virki­lega gott og við höf­um fengið gríðarlega mikið hrós. Bæði bara fyr­ir mótið al­mennt og þessa pæl­ingu að láta reynd­ustu spil­ar­ana skila reynslu sinni áfram með því að þjálfa liðin í Litlu-Kraft­véla­deild­inni,“ seg­ir móta­stjór­inn Hrann­ar Mar­el Svövu­son um árið í Dota 2.

„Við erum með ágæta reynslu og höf­um verið að halda mót í mörg ár. Bæði bara sjálf­ir og í sam­starfi við RÍSÍ. Við vor­um með stóru deild­ina sjálf­ir síðasta vor en hóf­um síðan aft­ur sam­starf við RÍSÍ og vor­um með Litlu-Kraft­véla­deild­ina og svo er það Stóra-Kraft­véla­deild­in eft­ir ára­mót.“

Litlu-Kraft­véla­deild­inni lauk um miðjan des­em­ber með upp­skeru­hátíð Dota 2 sam­fé­lags­ins og úr­slita­leik þar sem Kuti tryggði sér deild­ar­meist­ara­titil­inn með sigri á TSR Aka­demí­unni.

„Mótið stóð yfir í rétt rúma þrjá mánuði og úr­slit­in gengu bara virki­lega vel fyr­ir sig. Þetta voru flott úr­slit, spenn­andi leik­ir, mjög mik­il stemn­ing og fullt af fólki sem mætti,“ seg­ir Hrann­ar og vík­ur síðan nán­ar að til­komu litlu deild­ar­inn­ar.

„Hún er kölluð Litla-Kraft­véla­deild­in vegna þess að bestu spil­ar­arn­ir máttu ekki taka þátt og mótið aðallega hugsað fyr­ir aðeins reynslum­inni spil­ara.“ Þeir bestu, „hakka­vél­arn­ar“ svo­kölluðu hafi hins veg­ar flest­ir tekið að sér að þjálfa liðin á mót­inu áður en þeim verður sjálf­um sleppt laus­um eft­ir ára­mót eft­ir að hafa skilað reynslu sinni áfram á þenn­an hátt.

„Það gekk bara virki­lega vel,“ seg­ir Hrann­ar um þessa til­breyt­ingu sem varð til þess að hleypa heil­miklu lífi í tíma­bilið. „Við erum vana­lega með tvær deild­ir á ári og höf­um haldið okk­ur við það síðustu ár en gerðum samt núna fullt af nýj­um hlut­um, sem lang­flest­ir gengu virki­lega vel, þannig að við náum svona ein­hvern veg­inn alltaf að toppa okk­ur.“

Hrann­ar bæt­ir við að með þenn­an mikla byr í Dota-segl­un­um geti hann og fé­lag­ar hans í móta­stjórn­inni ekki annað en siglt gríðarlega spennt­ir til móts við árið 2025. „Fyr­ir­komu­lagið er ekki al­veg komið á hreint ennþá en það ligg­ur alla­veg­anna fyr­ir núna að næsta deild, sem hefst í lok janú­ar eða byrj­un fe­brú­ar, verður bara í klass­íska formatt­inu þar sem öll lið sem vilja mega taka þátt.“

Fram­leiðslu­teymi Litlu-Kraft­véla­deild­ar­inn­ar þeir Hrann­ar Mar­el, Berg­ur og Snorri.
Fram­leiðslu­teymi Litlu-Kraft­véla­deild­ar­inn­ar þeir Hrann­ar Mar­el, Berg­ur og Snorri.

Þegar Hrann­ar er spurður hvað standi upp úr í minn­ing­unni hjá hon­um per­sónu­lega frá rafíþrótta­ár­inu 2024 nefn­ir hann reglu­leg­an hitt­ing hans og fé­lag­anna í móta­stjórn­inni á keppn­is­tíma­bil­inu.

„Við erum þrír fé­lag­ar sem erum í mót­stjórn og erum mest hérna inni í stúd­íói og það er búið að vera virki­lega skemmti­legt að vera hérna með þeim einu sinni í viku. 

Ég held ann­ars að það megi segja að þetta sam­fé­lag okk­ar sé frek­ar lítið og þétt þannig að flest­ir þekkj­ast frek­ar vel en síðan feng­um við bara fullt af nýj­um and­lit­um inn í sam­fé­lagið og það var líka virki­lega gam­an að hitta það fólk á úr­slit­un­um og setja svona aðeins and­lit við nöfn­in sem maður hef­ur bara séð í net­heim­um. En fyrst og fremst stend­ur upp úr hjá mér hvað það er búið að vera virki­lega gam­an að vera hérna í stúd­íó­inu í Ar­ena viku­lega.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert