Spennandi framhald á frábærri Fortnite byrjun

Aron Fannar skemmti sér vel við að lýsa viðureignum deildarinnar …
Aron Fannar skemmti sér vel við að lýsa viðureignum deildarinnar í fyrra og ætlar að sjálfsögðu að halda áfram.

„Maður tók svo vel eft­ir því hversu fólk bætti sig mikið við að taka þátt í deild­inni,“ seg­ir lýs­and­inn Aron Fann­ar um fyrsta ár deild­ar­inn­ar í Fortnite og hvet­ur Fortnite-fólk ein­dregið til þess að skrá sig, ekki seinna en strax, til leiks á næsta keppn­is­tíma­bili.

„Þetta var nátt­úr­lega fyrsta tíma­bilið núna þannig að það er bara gott að við erum að ná að skapa eitt­hvað stórt og byrja svona vel. Það er geggjað,“ seg­ir Aron Fann­ar um leiktíma­bil nýliðins árs.

„Þetta var stórt ár og það er gam­an að sjá þetta stækka og stækka og gam­an að taka þátt í því. Þetta gekk rosa vel og stefn­ir í góða átt. Við vor­um með 50 manna deild og ég sé enga ástæðu fyr­ir því að við ætt­um ekki að geta fyllt mótið,“ seg­ir hann um deild­ina 2025 sem fer í gang strax núna í janú­ar.

„Ég hugsa að 2025 verði 100% stærra en 2024 og að við fáum miklu fleiri leik­menn inn núna. Þannig að það ætti að vera ekk­ert mál að fylla þessa deild og bara um að gera að all­ir, sem eru í aðild­ar­fé­lög­um eða ein­hverju svo­leiðis, skrái sig. Það er ekki eft­ir neinu að bíða.“

Skrán­ing í deild­ina er þegar haf­in hér þar sem einnig má finna all­ar frek­ari upp­lýs­ing­ar um fyr­ir­komu­lag keppn­inn­ar.

Aron bend­ir á að keppt verði með breyttu fyr­ir­komu­lagi á þessu ári. „Við erum í raun­inni að fara að breyta keppn­inni. Fyrst eru tveir og tveir sam­an í fjór­ar vik­ur. Síðan eru þrír sam­an í aðrar fjór­ar vik­ur og eins og ég segi þá ættu aðild­ar­fé­lög endi­lega að hvetja krakk­ana til að skrá sig.“

Aron seg­ir til­valið fyr­ir unga spil­ara að keppa á mót­um. Bæði sé gam­an og hvetj­andi að hafa eitt­hvað að keppa að og þannig geti þau líka kom­ist að því hvar þau standa. Hann legg­ur einnig áherslu á að það sem hon­um hafi fund­ist skemmti­leg­ast við deild­ina í fyrra var að fylgj­ast með fram­förum spil­ar­anna eft­ir því sem leið á mótið. 

Keppnin í Fortnite verður með breyttu fyrirkomulagi í ár. Skráning …
Keppn­in í Fortnite verður með breyttu fyr­ir­komu­lagi í ár. Skrán­ing er þegar haf­in og ekki eft­ir neinu að bíða.

„Ástæðan fyr­ir því að ég mæli með skrán­ingu er að maður tók svo vel eft­ir því hversu fólk bætti sig mikið við að taka þátt í deild­inni. Maður sá bara því­lík­an mun á spil­ur­um frá viku eitt yfir í viku tíu. Virki­lega gam­an að fylgj­ast með því,“ seg­ir Aron og hvet­ur stelp­ur sem spila Fortnite sér­stak­lega til að skrá sig. Þær séu marg­ar en enn sem komið er eru strák­ar í mikl­um meiri­hluta þeirra sem mæta til keppni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert