Undur og stórmerki ársins í Valorant

Daníel Máni sá undur og stórmerki gerast í Valorant á …
Daníel Máni sá undur og stórmerki gerast í Valorant á nýliðnu ári sem gekk upp og ofan í deildinni en var þó alltaf skemmtilegt.

Daní­el Máni Óskars­son, móta­stjóri og lýs­andi deild­ar­inn­ar í Val­or­ant, seg­ir eft­ir­minni­leg­ast á nýliðnu ári þegar kepp­anda tókst að ná sjö „frögg­um“ í einni um­ferð. Eitt­hvað sem hann hafi aldrei áður séð ger­ast frá því hann byrjaði að spila leik­inn.

„Ef ég þyrfti að velja eitt mó­ment bara tengt tölvu­leikn­um sjálf­um þá var það klár­lega „roundið“ þar sem leikmaður náði sjö „frögg­um“ í einni um­ferð,“ seg­ir Daní­el, sem í Val­or­ant er bet­ur þekkt­ur sem Bangsím­on, og lýs­ir af­rek­inu sem hlut­falls­legu undri.

„Ég hef bara aldrei séð þetta síðan ég byrjaði að spila leik­inn og að ná því núna á móti í streymi stend­ur lík­lega mest upp úr fyr­ir mér. Svona frek­ar magnað mó­ment,“ held­ur Daní­el áfram og bend­ir á að til þess að ná slík­um ár­angri þurfi ótrú­lega margt að ganga upp og koma sam­an.

Þegar Daní­el er spurður al­mennt út í rafíþrótta­árið 2024 bend­ir hann á að stjórn deild­ar­inn­ar sé mjög ung og þau hafi öll verið að koma í fyrsta skipti að móta­stjórn með bein­um hætti. 

Hlut­irn­ir hafi því gengið svo­lítið upp og niður en hann telji tíma­bil­inu þó best lýst þannig að það hafi alltaf verið gam­an. „Þetta gekk ekki alltaf eins og í sögu en þetta var alltaf gam­an. Og við lærðum mjög mikið. Þetta var lær­dóms­ríkt ár.“ 

Deild­in í Val­or­ant er eina kvenna­deild­in þar sem keppt er í meist­ara­flokki og þegar Daní­el er spurður úti í hápunkta árs­ins 2024 í deild­inni er svarið ein­fald­lega bara aðsókn­in á mótið.

„Það var nátt­úr­lega bara aðsókn­in. Þetta var metaðsókn í kvenna­deild Val­or­ant á Íslandi bara frá byrj­un. Átta lið er bara meira en við höf­um nokk­urn tím­ann séð. „Daní­el bend­ir á að liðin hafi hingað til alltaf verið fjög­ur og þegar sú tala tvö­fald­ist á einu ári sé ekki annað hægt en horfa björt­um aug­um fram á veg­inn og velta fyr­ir sér hversu langt verði hægt að kom­ast.

„Yfir 50 stelp­ur skráðar sem er nátt­úr­lega bara geggjað og ger­ir okk­ur bara spennt fyr­ir framtíðinni. Við för­um mjög bjart­sýn inn í nýja árið og ætl­um svo­lítið að prófa nýtt, breyta aðeins til, og prófa okk­ur aðeins meira áfram. Núna erum við reynsl­unni rík­ari eft­ir fyrsta tíma­bilið okk­ar þannig að við ætl­um að reyna að gera þetta bet­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert