Hjörvar Steinn ekki með á Síminn Invitational

Fimm keppendur tryggðu sig inn á netskákmótið Síminn Invitational í …
Fimm keppendur tryggðu sig inn á netskákmótið Síminn Invitational í gærkvöld. Íslandsmeistarinn, Hjörvar Steinn Grétarsson, hefur hins vegar afþakkað boð um að keppa á mótinu. mbl.is/Ásdís

Ingvar Þór Jó­hann­es­son, Sím­on Þór­halls­son, Dag­ur Ragn­ars­son, Hall­dór B. Hall­dórs­son og Davíð Kjart­ans­son verða meðal kepp­enda á net­skák­mót­inu Sím­inn In­vitati­onal eft­ir æsispenn­andi undan­keppni í gær­kvöld. 

Þess­ir fimm fylla því flokk sex­tán kepp­enda á mót­inu, sem verður með mjög svipuðu sniði og Íslands­mótið í net­skák, þar sem tefld­ur verður út­slátt­ur þar til einn stend­ur uppi sem sig­ur­veg­ari.

Íslands­móti Sím­ans í net­skák 2024 lauk skömmu fyr­ir ára­mót með sigri Hjörv­ars Steins Grét­ars­son­ar. Hann verður þó ekki með á Sím­inn In­vitati­onal þar sem hann Jón Vikt­or Gunn­ars­son afþökkuðu boð um þátt­töku í úr­slita­keppni móts­ins.

Helgi Áss Grét­ars­son fékk stiga­sæti Jóns Vikt­ors og fimmta sæt­inu var bætt við í undan­keppni gær­kvölds­ins en þau áttu upp­haf­lega að vera fjög­ur.

Fyr­ir utan þá fimm sem tryggðu sér sæti á mót­inu í gær­kvöld bauðst þeim sem komust í átta manna úr­slit á Íslands­mót­inu í net­skák 2024 að taka þátt. Sjö þeirra, Helgi Ólafs­son, Guðmund­ur Kjart­ans­son, Björn Þorfinns­son, Jó­hann Hjart­ar­son, Al­eks­andr Dom­alchuk-Jonas­son, Bragi Þorfinns­son og Hann­es Hlíf­ar Stef­áns­son þáðu boðið. 

Vigni Vatn­ari Stef­áns­syni, Hilmi Frey Heim­is­syni og Helga Áss Grét­ars­syni buðust sæti á mót­inu sem þrír stiga­hæstu skák­menn lands­ins með virk hraðskák­stig 1. janú­ar 2025 án þess að til­heyra fyrr­nefnda hópn­um. Þá fékk Hall­gerður Helga Þor­steins­dótt­ir einnig boð á mótið sem Íslands­meist­ari kvenna í hraðskák 2024.

Eins og áður seg­ir fylltu þeir Ingvar Þór, Sím­on, Dag­ur, Hall­dór og Davíð síðan flokk kepp­enda eft­ir undan­keppn­ina sem fór fram á Chess.com á sunnudgas­kvöld. Keppn­in þar var æsispenn­andi og það var ekki fyrr en í lokaum­ferðinni sem það réðist hvernig raðaðist í fimm efstu sæt­in. 

Ingvar Þór, Sím­on og Dag­ur fóru all­ir vel af stað og leiddu mótið lengst af. Ingvar gaf aðeins eft­ir und­ir lok­in og slapp með skrekk­inn í lokaum­ferðinni og lokastaðan varð þessi, með fyr­ir­vara um skönn­un á skák­um í gegn­um Fairplay kerfi  Chess.com:

1 Dag­ur Ragn­ars­son
2 Ingvar Þór Jó­hann­es­son
3 Sím­on Þór­halls­son
4 Hall­dór Brynj­ar Hall­dórs­son
5 Markús Orri Óskars­son

Sex­tán manna úr­slit hefjast sunnu­dag­inn 12. janú­ar og verður teflt þrjá næstu sunnu­daga og svo halda 8-manna úr­slit áfram í byrj­un mars og mót­inu lýk­ur loks með úr­slit­um 6. apríl.

Í sex­tán og átta manna úr­slit­um er fyr­ir­hugað að hafa sex skáka ein­vígi – sá vinn­ur sem fyrr fær 3½ vinn­ing en í undanúr­slit­um er fyr­ir­hugað að hafa 10 skáka ein­vígi – sá vinn­ur sem fyrr fær 5½ vinn­ing.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert