Kom, sá og sigraði alla

Þorsteinn Friðfinnsson er almennt talinn besti Counter Strike-leikmaður landsins og …
Þorsteinn Friðfinnsson er almennt talinn besti Counter Strike-leikmaður landsins og renndi stoðum undir það með því að vinna alla mögulega sigra á árinu.

„Það var bara gam­an að vinna öll mót sem maður keppti í á ár­inu,“ seg­ir Þor­steinn Friðfinns­son sem var óstöðvandi með Dusty í Coun­ter Strike á nýliðnu ári og sigraði allt sem hægt var að sigra.

„Þetta var bara geggjað og nóg af skemmti­leg­um mót­um,“ seg­ir Þor­steinn, eða THOR eins og hann kall­ar sig á víg­velli Coun­ter Strike, um rafíþrótta­árið 2024 þegar hann slær hér botn­inn í ára­móta­upp­gjör deild­anna sjö sem keppt var í á veg­um Rafíþrótta­sam­bands­ins í fyrra.

Hann nefn­ir sér­stak­lega Stór­meist­ara­mótið á fyrri hluta síðasta árs, HRing­inn, Fragg-mót­in og Ljós­leiðara­deild­ina þar sem hann stóð uppi sem sig­ur­veg­ari með Dusty í lok nóv­em­ber.

„Það var skemmti­legt að deild­inni var breytt þannig núna að hún var spiluð á LAN-i. Það er mjög skemmti­legt hversu mikið er að gera í rafíþrótt­um á Íslandi. Alla­veg­anna í Coun­ter Strike.“

Þegar Þor­steinn er spurður um per­sónu­lega hápunkta á nýliðnu ári nefn­ir hann óslitna sig­ur­göngu sína í fyrra. „Fyr­ir mig var bara geggjað að við unn­um nátt­úr­lega Stór­meist­ara­mótið og svo líka HRing­in og deild­ina,“ seg­ir Þor­steinn og bend­ir á að þessa sigra hafi hann alla unnið með mis­mun­andi sam­sett­um liðum.

Þor­steinn er 24 ára og hef­ur verið sig­ur­sæll í sinni keppn­is­grein und­an­far­in ára­tug og tel­ur síðasta ár lík­lega það næst­besta á ferli sín­um. 

„Þetta var klár­lega, 100%, með mín­um betri árum og er ör­ugg­lega í næst mestu upp­á­haldi hjá mér á eft­ir 2022. „Það var bara virki­lega gam­an að vinna öll mót sem maður keppti í á ár­inu með mis­mun­andi liðum en samt ganga bara ein­hvern veg­inn vel.“

Þegar Þor­steinn er beðinn um að spá um framtíðina og rafíþrótta­árið sem er fram und­an seg­ist hann ekki eiga von á öðru en að árið 2025 verði enn betra en 2024.

„Núna er búið að breyta fyr­ir­komu­lag­inu þannig að deild­irn­ar eru styttri og mót­in verða fleiri. Ég held að þetta verði bara besta árið hingað til.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert