Verðbólgan slegin niður 2:0

Ólafur Hrafn og Tómas voru mættir fjallbrattir í myndver RÍSÍ, …
Ólafur Hrafn og Tómas voru mættir fjallbrattir í myndver RÍSÍ, eftir stutt jólafrí, og til í spennandi tuskið framundan á Reykjavík International Games. Skjáskot/RÍSÍ

Keppni hófst í gær­kvöld á Reykja­vík In­ternati­onal Games (RIG) í Coun­ter Strike þegar Ven­us lagði Dusty JR 2:0, Fylk­ir sigraði Sindra 2:1 og Aur­ora af­greiddi Verðbólgu 2:0. Þá snar­stöðvaði ace.X Hjólið á Enska, einnig 2:0.

Tóm­as Jó­hanns­son og Ólaf­ur Hrafn Stein­ars­son lýstu viður­eign ace.X og Hjóls­ins á Enska í beinni út­send­ingu í Sjón­varpi Sím­ans og streym­is­rás­um Rafíþrótta­sam­bands­ins.

Þeir fóru hvergi leynt með hversu spennt­ir þeir eru fyr­ir RIG móti Ljós­leiðarans þetta árið og Ólaf­ur Hrafn sagðist bæði spennt­ur fyr­ir kvöld­inu framund­an og ekki síður RIG yf­ir­leitt. Þá fagnaði hann því sér­stak­lega að úr­slita­keppn­in væri að fær­ast aft­ur yfir í Laug­ar­dals­höll­ina.

„Mig lang­ar ógeðslega mikið að geta mætt og horft á fólk á sviði og svo í ofanálag líka verðlaun­in núna fyr­ir RIG fljúga út á EPIC LAN og keppa,“ sagði Ólaf­ur Hrafn um leið og hann vakti at­hygli á að verðlaun­um fyr­ir 1. sætið á mót­inu fylg­ir ferð á EPIC.LAN 35, stærsta opna LAN mótið á Englandi.

„Þetta eru sturluð verðlaun,“ bætti Tóm­as við og rifjaði upp að Íslend­ing­ar hafa einu sinni áður farið frægðarför á þetta mót og tveir, ef ekki þrír, kepp­end­ur á RIG hafi þá verið með í för.

Counter Strike-mulningsvélin Þorsteinn Friðfinnsson keppir með Dusty á RIG en …
Coun­ter Strike-muln­ings­vél­in Þor­steinn Friðfinns­son kepp­ir með Dusty á RIG en hef­ur meðal ann­ars unnið sér það til frægðar að vera val­inn MVP á EPIC.LAN 35 á Englandi.

„Það verður skemmti­legt að sjá hvort þeir fái tæki­færi til að fara út aft­ur og ná titli aft­ur,“ sagði Tóm­as en 2022 kom Dusty, sá og sigraði á EPIC:LAN 35 þar sem Þor­steinn Friðfinns­son var val­inn MVP (Most Valua­ble Player).

RIG í Coun­ter Strike held­ur áfram annað kvöld, fimmtu­dag­inn 9. janú­ar, en þá mæt­ast Dusty og ace.X, VECA og Fylk­ir, Saga og Aur­ora og Kano og Ven­us.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka