Stefán Atli streymir áfram í Fortnite

Gunnar Björn og Stefán Atli í myndveri RÍSÍ í Arena …
Gunnar Björn og Stefán Atli í myndveri RÍSÍ í Arena en þeir sjá um Fortnite-lýsingarnar frá RIG 2025 og Gunnar verður vitaskuld með Stefáni Atla á stóru stundinni 25. janúar þegar hann fær kærkomið tækifæri til að rifja upp gamla takta með því að loka hringnum sem hann opnaði 2019. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta verður svona aðeins snarp­ara vegna þess að þetta eru bara þrír dag­ar,“ seg­ir Stefán Atli Rún­ars­son sem ætl­ar að lýsa Reykja­vík In­ternati­onal Games (RIG) í Fortnite í beinni út­send­ingu.

Mótið hefst með undan­keppni miðviku­dag­inn 15. janú­ar og held­ur síðan áfram viku síðar, 22. janú­ar. Keppt verður í hefðbundn­um Battle Royal þar til aðeins tíu standa uppi og mæt­ast í úr­slit­um í Laug­ar­dals­höll laug­ar­dag­inn 25. janú­ar.

Skrán­ing á RIG 2025 í Fortnite er enn í gangi hér þar sem einnig má nálg­ast all­ar frek­ari upp­lýs­ing­ar.

„Ég lýsti fjór­um eða fimm um­ferðum í ELKO-Deild­inni og það var mjög gam­an en þetta er nátt­úr­lega styttri tími núna,“ seg­ir Stefán en í fyrra var keppn­is­tíma­bilið tíu vik­ur og lauk með úr­slit­um í des­em­ber.

Aft­ur í Höll­ina

„Og það verður að nátt­úr­lega ógeðslega gam­an að koma aft­ur í Laug­ar­dals­höll­ina,“ bæt­ir hann við en segja má að þar muni hann loka ákveðnum hring þar sem hann lýsti fyrsta RIG mót­inu þaðan árið 2019.

Lýsendur RIG 2019, Kristján Einar, Stefán Atli og Ingi Bauer, …
Lýsend­ur RIG 2019, Kristján Ein­ar, Stefán Atli og Ingi Bau­er, ásamt gesta stjörn­un­um Steinda, Herra Hnetu­smjöri, Donnu Cruz og Gunn­ari Nel­son. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég, Ingi Bau­er og Kristján Ein­ars­son sáum um beinu lýs­ing­arn­ar frá RIG þegar mótið var haldið í fyrsta skipti í janú­ar 2019. Þá vor­um við líka með Stjörnu­stríð þar sem Steindi, Herra Hnetu­smjör, Donna Cruz og Gunn­ar Nel­son mættu og spiluðu Fortnite með okk­ur,“ seg­ir Stefán Atli, hok­inn af þekk­ingu og reynslu eft­ir að hafa haslað sér völl á Fortnite sen­unni á Íslandi fyr­ir sjö árum síðan.

Skrúfað frá Fortnite-streym­inu

„Ég og Ingi Bau­er erum bún­ir að vera viðloðandi ís­lensku Fortnite sen­una síðan 2018 þegar við byrjuðum í janú­ar með streymið okk­ar, Ice Cold, og urðum þar með fyrst­ir til að streyma Fortnite á Íslandi.“

Ingi Bauer og Stefán Atli um það leyti sem þeir …
Ingi Bau­er og Stefán Atli um það leyti sem þeir voru að dýfa tán­um í Fortnite-streymið. Ljós­mynd/​Aðsend

YouTu­be síðan Ice Cold var með 9000 áskrif­end­ur og þeir fé­lag­ar voru á þess­um tíma iðnir við að fram­leiða alls kon­ar Fortnite efni sem hitti í mark hjá sís­tækk­andi hópi ís­lenskra Fortnite-spil­ara.

„Við feng­um til okk­ar fullt af góðum Fortnite-gest­um; Herra Hnetu­smjör, Steinda, Donnu Cruz, Króla og fleiri skemmti­lega.“ Að ógleymd­um Pétri Jó­hanni sem spilaði Fortnite í fyrsta skipti með þeim fé­lög­um í streym­inu á YouTu­be.

Í upp­hafi var Fortnite…

„Sko, áður en Fortnite kom til sög­unn­ar þá var ég rosa­lega lítið að spila tölvu­leiki,“ svar­ar Stefán Atli ákveðinn þegar hann er spurður hvort Fortnite sé aðal leik­ur­inn. „Ég var kannski eitt­hvað bú­inn að spila Minecraft eða Grant Theft Auto en ég varð al­vöru „gamer“ þegar Fortnite kom til sög­unn­ar og ég er með nokk­ur hundruð klukku­tíma und­ir belt­inu í leikn­um.“

Ekk­ert bend­ir til ann­ars en að klukku­tím­un­um sem Stefán Atli ver í leik­inn muni halda áfram að fjölga þar sem hann tel­ur ein­fald­lega að með Fortnite hafi Epic Games töfrað fram einn besta tölvu­leik sem gerður hef­ur verið.

Stefán Atli og Herra Hnetusmjör á RIG 2019 en hermt …
Stefán Atli og Herra Hnetu­smjör á RIG 2019 en hermt er að þeim síðar­nefnda leiðist ekk­ert að stríða streym­is­frum­kvöðlin­um. Ljós­mynd/​Aðsend

„Vegna þess að það er alltaf verið að upp­færa hann, þróa og koma með nýj­ung­ar. Ný „skin“,  eða bún­inga, ný vopn og ný tæki­færi,“ seg­ir Stefán Atli og bend­ir einnig á að Epic Games flétti sumt það vin­sæl­asta úr dæg­ur­menn­ing­unni; „mím“ og frægðarfólk listi­lega vel sam­an við leik­inn. 

Áhrifa­vald­ar og efn­is­fram­leiðend­ur fái þannig til dæm­is stund­um sína eig­in bún­inga í leikn­um og hann bend­ir á að okk­ar eig­in Lauf­ey hafi til dæm­is ný­lega fengið lag og dans eft­ir sig inn í Fortnite.

„Þannig að það er sniðugt hvernig þau í Fortnite nota það sem er efst á baugi í afþrey­ing­ar menn­ing­unni til þess að tengja leik­inn við líðandi stund. Þannig að já, Fortnite er besti tölvu­leik­ur allra tíma að mínu mati.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka