Íþróttakarl Þórs kemur úr Counter Strike

Rafíþróttamanninum Alfreð Leó kom skemmtilega á óvart að hann skyldi …
Rafíþróttamanninum Alfreð Leó kom skemmtilega á óvart að hann skyldi verða fyrir valinu sem Íþróttakarl Þórs 2024 þrátt fyrir að hafa verið í banastuði með liðinu í Ljósleiðaradeildinni í Counter Strike. Ljósmynd/Þór

„Þetta kom held­ur bet­ur á óvart og ég bjóst ekki við þessu,“ seg­ir Al­freð Leó Svans­son, einn lyk­ilmanna Þórs í Coun­ter Strike, um valið á hon­um sem Íþrót­ta­karli Þórs 2024.

Kjör íþrótta­fólks Þórs fer þannig fram að hverri deild er heim­ilt að til­nefna karl og konu úr sín­um röðum sem aðal­stjórn kýs síðan á milli.

Al­freð Leó, eða „allee**“ eins og hann kall­ar sig í leikn­um er vita­skuld hæst­ánægður með heiður­inn sem hon­um er sýnd­ur með þessu og neit­ar því ekki að tit­ill­inn feli í sér ákveðna viður­kenn­ingu á því að keppn­is­grein hans sé al­vöru íþrótt.

Árveig Lilja, fyrirliði landsliðs Íslands í Counter Strike var tilnefnd …
Árveig Lilja, fyr­irliði landsliðs Íslands í Coun­ter Strike var til­nefnd sem Íþrótta­kona árs­ins 2024 hjá Þór en Al­freð Leó varð fyr­ir val­inu sem Íþrót­ta­karl árs­ins. Ljós­mynd/​RÍSÍ

Knatt­spyrnu­kon­an Sandra María Jessen var val­in Íþrótta­kona Þórs 2024 en hún tók þátt í öll­um leikj­um Þórs/​KA á öll­um KSÍ-mót­un­um, var marka­drottn­ing Bestu deild­ar­inn­ar og val­in besti leikmaður­inn.

Við valið á Al­freð Leó var vísað til þess að hann væri einn af lyk­il­leik­mönn­um Þórs í Ljós­leiðara­deild­inni og að hann hafi vakið „mikla at­hygli fyr­ir frammistöðu sína á þessu tíma­bili, sér­stak­lega með AWP byss­unni“ þar sem hann hafi sýnt  „framúrsk­ar­andi hæfi­leika og ná­kvæmni“ sem hafi gert hann að ómiss­andi liðsmanni.

„Með stöðugri frammistöðu og mik­il­vægu fram­lagi i leikj­um hef­ur Alli verið lyk­ilmaður í mörg­um sigr­um Þórs. Það er ljóst að hann er einn af bestu leik­mönn­um deild­ar­inn­ar og framtíðin er björt fyr­ir hinn sí­unga Alla og Þórsliðið.“ Þá var einnig bent á að lið Þórs hafi verið valið lið árs­ins í vor. 

Formaður­inn kát­ur

„Við unn­um Ljós­leiðara­deild­ina nátt­úr­lega fyr­ir þetta um­spil eða playoff,“ seg­ir Bjarni Sig­urðsson, formaður Rafíþrótta­deild­ar Þórs, að von­um hæst­ánægður með að lyk­ilmaður í Coun­ter Strike liði fé­lags­ins hafi fengið þessa viður­kenn­ingu.

Íþróttafólk ársins 2024 hjá Þór, rafíþróttamaðurinn Alfreð Leó og knattspyrnukonan …
Íþrótta­fólk árs­ins 2024 hjá Þór, rafíþróttamaður­inn Al­freð Leó og knatt­spyrnu­kon­an Sandra María, voru heiðruð í góðum gleðskap fyr­ir norðan í síðustu viku. Ljós­mynd/Þ​ór

„Ég er mjög ánægður með þetta en hefði að vísu viljað vinna tvö­falt,“ seg­ir Bjarni Sig­urðsson, formaður Rafíþrótta­deild­ar Þórs, og vís­ar þar til þess að Árveig Lilja Bjarna­dótt­ir, fyr­irliði kvenna­landsliðsins í Coun­ter Strike og ein efni­leg­asta rafíþrótta­kona lands­ins, var til­nefnd sem íþrótta­konu árs­ins hjá fé­lag­inu.

„Það er þá búið að sniðganga okk­ur bæði,“ seg­ir Bjarni og hlær en Árveig Lilja er dótt­ir hans og hann sjálf­ur varð Íslands­meist­ari í pílu 2015 án þess að sá tit­ill dygði til þess að gera hann að íþrótta­manni árs­ins hjá Þór.

Bjarni var ein­mitt formaður Pílukasts­deild­ar Þórs þegar grunn­ur­inn að rafíþrótta­deild­inni var lagður þegar pílu­deild­in skipti um hús­næði og hann áttaði sig á að það gamla hentaði vel und­ir rafíþrótta­deild.

Pílukastarinn Bjarni Sigurðsson hitti beint í mark með stofnun rafíþróttadeildar …
Pílukast­ar­inn Bjarni Sig­urðsson hitti beint í mark með stofn­un rafíþrótta­deild­ar Þórs og er að von­um hæst­ánægður með sitt fólk á nýliðnu ári. Ljós­mynd/​Atli Már

Marg­ar góðar sög­ur

Hann sagði und­ir­tekt­ir dræm­ar í upp­hafi en „svo sáu þeir ljósið og við keyrðum á þetta. Þetta nátt­úr­lega sprakk svo út strax í upp­hafi og það komu yfir 300 krakk­ar til okk­ar fyrsta árið.“

Deild­in hafi síðan stækkað hratt og ör­ugg­lega með til­heyr­andi já­kvæðum áhrif­um á fé­lags­líf krakk­anna í bæn­um. „Þannig að helsta vanda­málið við vöxt­inn í þessu er kannski skort­ur­inn á þjálf­ur­um,“ seg­ir Bjarni sem þekk­ir fjöl­mörg dæmi um hvernig skipu­lagða rafíþrótt­a­starfið hafi rofið fé­lags­lega ein­angr­un og auðgað til­veru krakka í bæn­um.

„Við erum líka inni í Skóla­vali á Ak­ur­eyri sem val­grein og það hef­ur bara reynst mjög vel. Við erum líka að fá marg­ar rosa­lega góðar sög­ur sem tengj­ast ekk­ert endi­lega rafíþrótt­um. For­eldr­ar hringja í okk­ur til þess að þakka fyr­ir að börn­in eru byrjuð að tengj­ast öðrum krökk­um og fara til dæm­is í sund með vin­um sín­um. Tengj­ast ein­hverj­um öðrum, skil­urðu? Og um það snýst þetta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka