Denas á toppinn með besta vini sínum

Denas Kazu­lis sigraði ELKO-Deildina 2024 og er kominn í 1. …
Denas Kazu­lis sigraði ELKO-Deildina 2024 og er kominn í 1. sæti eftir tvo sigra í gærkvöld. Ljósmynd/Aðsend

Deild­in í Fortnite hófst á ný í gær­kvöld. Þrátt fyr­ir breytt fyr­ir­komu­lag þar sem keppt var í tvíliðal­eik er staðan á toppn­um strax orðin kunn­ug­leg því þar trón­ir sig­ur­veg­ari deild­ar­inn­ar í fyrra, Den­as Kaz­ul­is (den­as 13), ásamt fé­laga sín­um, Jens (Jens­ína), með 94 stig eft­ir sig­ur í báðum leikj­um um­ferðar­inn­ar.

Den­as seg­ir þá Jens oft spila Fortnite sam­an en þeir eru ná­grann­ar og hafa verið bestu vin­ir síðan í leik­skóla. Höfuðand­stæðing­ur Denas­ar á síðasta ári, Kristó­fer Trist­an (iKristoo) var ekki með í gær­kvöld.

Sig­mar, fé­lagi hans, spilaði því einn með góðum ár­angri en ætla má að leik­ar æsist enn frek­ar í næstu viku þegar Kristó­fer stíg­ur inn á völl­inn.

Ólaf­ur Hrafn Stein­ars­son og Aron Fann­ar hófu nýtt ár og nýtt tíma­bil í deild­inni með beinni lýs­ingu frá fyrstu um­ferð í gær­kvöld. Þeir byrjuðu á að kynna breytt keppn­is­fyr­ir­komu­lag sem auk þess að snar­fjölga kepp­end­um virðist vel til þess fallið að magna snerpu spil­ar­anna og auka spenn­una.

Þeir fé­lag­ar fóru yfir helstu breyt­ing­ar frá síðasta keppn­is­tíma­bili þar sem hæst ber að keppn­in stend­ur nú í fjór­ar vik­ur í stað tíu áður sem óhjá­kvæmi­lega fel­ur í sér að hver leik­ur verður mik­il­væg­ari og svig­rúm fyr­ir mis­tök er lítið. 

Þá hefst deild­in, eins og áður seg­ir, með tvíliðal­eik sem aft­ur skil­ar sér í aukn­um fjölda kepp­enda sem voru í fyrra upp und­ir 50 þegar best lét en nú hafa 84 skráð sig til leiks í 42 liðum. 

Ólaf­ur Hrafn benti einnig á að þótt keppni sé haf­in er enn hægt að skrá sig og stökkva inn í mótið. Opið er fyr­ir skrán­ingu hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka