Grátlegt fyrir Sindra

RIG í Counter Strike er í fullum gangi og átta …
RIG í Counter Strike er í fullum gangi og átta liða úrsltin rétt handan við hornið.

Fylk­ir, ace.X, Aur­ora og Ven­us eru kom­in áfram í átta liða úr­slit RIG í Coun­ter Strike eft­ir sigra á and­stæðing­um sín­um í gær­kvöld. Fylk­ir náði vopn­um sín­um í loka­leikn­um gegn Sindra sem sat uppi með „grát­leg“ úr­slit eft­ir að hafa misst niður væn­lega stöðu.

Í þess­ari þriðju um­ferð RIG mætt­ust sömu lið og tók­ust á í þeirri fyrstu og úr­slit­in urðu þau sömu. Fylk­ir vann Sindra 2:1, ace.X felldi Hjólið á Enska úr keppni 2:1, Verðbólga stein­lá gegn Aur­ora 0:2 og Ven­us af­greiddi Dusty JR 2:1.

Tóm­as Jó­hanns­son og Ólaf­ur Hrafn Stein­ars­son voru á sín­um stað í mynd­veri Rafíþrótta­sam­bands­ins og lýstu að þessu sinni leik Sindra og Fylk­is í beinni út­send­ingu í Sjón­varpi Sím­ans og streym­is­rás­um Rafíþrótta­sam­bands­ins.

Þeir voru á einu máli um að leik­ur­inn hafi verið vel val­inn hjá þeim þar sem ekk­ert vantaði upp á spenn­una og has­ar­inn þar sem bæði lið sýndu góða takta.

Sindri vann fyrsta leik­inn, verðskuldað, 13:10. Fylk­is­menn náðu hins veg­ar vopn­um sín­um í þeim næsta og sigruðu 13:9. Staðan var því 1:1 fyr­ir loka­leik­inn í Anu­bis þar sem skipt­ust á skin og skúr­ir.

Sindri var kom­inn með væn­lega stöðu sem hann tapaði niður. Eitt­hvað sem Ólaf­ur Hrafn taldi „grát­legt“ fyr­ir liðið en þeir­Tóm­as gátu hins veg­ar ekki annað en dáðst að Fylki sem gerði „því­líka end­ur­komu“ með „bakið upp við vegg“ og kom sér áfram með frá­bær­um leik.

Björn­inn og enn síður keppn­in eru þó unn­in hjá liðunum fjór­um sem komust áfram í átta liða úr­slit­in því þeirra bíða vel smurðar maskín­ur Dusty, Kano, VECA og Sögu sem fóru þangað lóðbeint í krafti fyrri af­reka á Coun­ter Strike vell­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert