Rafíþróttir geta bjargað lífum

Valgeir Þór Jakobsson og Þorkell Már Júlíusson rannsökuðu félagslegan ávinning …
Valgeir Þór Jakobsson og Þorkell Már Júlíusson rannsökuðu félagslegan ávinning rafíþrótta fyrir tæpum fimm árum. Þeir starfa saman í Félagsmiðstöðinni Hólmaseli og hafa meðal annars notað leikjaspilun til að rjúfa einangrun krakka þar.

Rafíþrótt­ir voru ekki mjög áber­andi í umræðunni þegar Val­geir Þór Jak­obs­son og Þorkell Már Júlí­us­son ákváðu að skrifa BA-rit­gerðina „Þetta bjargaði lífi mínu“ um fé­lags­leg­an ávinn­ing þeirra. Tit­ill­inn vís­ar til orða eins viðmæl­enda þeirra sem tel­ur skipu­lagt rafíþrótt­astarf hafa bjargað lífi sínu.

„Þetta var svona soldið fram­sækið. Það má al­veg viður­kenna það,“ seg­ir Val­geir Þór um rit­gerðina sem þeir fé­lag­ar skiluðu fyr­ir tæp­um fimm árum og Þorkell bæt­ir við að hann muni aðallega eft­ir því að leiðbein­and­inn þeirra,  Árni Guðmunds­son, og fleiri hafi aðallega staldrað við hversu lítið hafi verið skrifað og í raun vitað um viðfangs­efni þeirra.

„Og það var al­veg ágæt­lega tekið í þetta,“ seg­ir hann. „Já, al­veg 100%,“ bæt­ir Val­geir við. „Þetta var 2020 þannig að þetta fer að detta í fimm ár bráðum. Það hef­ur alla­veg­anna alls kon­ar fólk lesið þetta sem kom mér á óvart,“ bæt­ir Val­geir við og hlær.

Þeir fé­lag­ar, sem starfa sam­an í Fé­lags­miðstöðinni Hólma­seli, lögðu upp með það mark­mið að „fá skýr­ari sýn á það hvort skipu­lagt rafíþrótt­astarf hafi áhrif á vellíðan ein­stak­linga í gegn um fé­lags­leg­an ávinn­ing.“

Skemmst er frá því að segja að eig­ind­leg rann­sókn þeirra leiddi í ljós já­kvæðan fé­lags­leg­an ávinn­ing af rafíþróttaiðkun sem skili sér í þétt­ara og stærra fé­lagsneti. 

Get­ur bjargað lífi manns

Val­geir og Þorkell grund­völluðu rann­sókn sína á viðtöl­um við fimm karl­menn sem all­ir höfðu keppt í rafíþrótt­um með liði. Þegar rit­gerðin birt­ist voru fjór­ir enn spilandi en einn hafði snúið sér að þjálf­un í rafíþrótt­um. 

Fimm­menn­ing­arn­ir nefndu all­ir sterka teng­ingu milli and­legr­ar og lík­am­legr­ar heilsu og góðs geng­is í rafíþrótt­um. Einn þeirra lýsti gríðarleg­um breyt­ing­um eft­ir að hann fór að æfa með þjálf­ara og gekk svo langt að segja rafíþrótt­irn­ar eig­in­lega hafa bjargað lífi sínu.

„Þá byrjaði ég að taka mig á, það var ekki fyrr en þá þegar ég byrjaði að hugsa um svona lík­am­lega heilsu og and­lega heilsu,“ sagði hann meðal ann­ars og að eig­in­lega það eina sem hann gæti sagt væri að þetta „svona eig­in­lega bjargaði lífi mínu.“ 

Sami viðmæl­andi sagðist jafn­framt hafa verið mjög ein­angraður áður en hann byrjaði að spila með liðinu sínu og full­yrti að „fyr­ir fólk sem á ekki mikið af vin­um þá get­ur þetta bjargað lífi manns.“

Önnur og betri nálg­un

Öllum bar þeim sam­an um að veru­leg breyt­ing hafi orðið á því hvernig þeir spiluðu tölvu­leiki eft­ir að þeir byrjuðu í rafíþrótt­um. Spila­tím­inn hafi minnkað með breyttri nálg­un og að ekki væri bara verið að spila til að spila. Þeir áttu einnig all­ir sam­eig­in­legt að þegar þeir byrjuðu í rafíþrótt­um fundu þeir strax eitt­hvert eft­ir­sókn­ar­vert mark­mið. 

Spila­mennsk­an varð að mestu bund­in við æf­ing­ar og alltaf stefndu þeir að því að verða betri með mark­viss­um ár­angri. Þannig líkti einn þeirra „þessu að miklu leyti við aðrar íþrótt­ir þar sem að hann æfir sig oft einn áður en hann fer á æf­ingu þar sem að hann æfir með öll­um hinum, síðan æfir hann sig einn aft­ur ef það er eitt­hvað sem þarf að bæta.“

For­eldr­ar geta skipt sköp­um 

Rafíþrótta­menn­irn­ir fimm létu þess einnig getið að stuðning­ur for­eldra og já­kvætt viðhorf þeirra væru mik­il­væg­ir þætt­ir í vel­gengni í íþrótt­inni. All­ir áttu þeir sam­eig­in­legt að for­eldr­ar þeirra voru í upp­hafi al­mennt frek­ar nei­kvæðir en eft­ir því sem þau hafi orðið vör við hvað var í raun og veru í gangi hafi viðhorf þeirra breyst mikið.

„Ég myndi segja að eitt aðal­atriðið, sem oft vant­ar inn í þessa umræðu, er aðkoma for­eldra að þessu,“ seg­ir Val­geir. „Að þau sýni þessu áhuga­máli áhuga al­veg eins og öll­um öðrum íþrótt­um. Maður hef­ur mjög oft séð að það eru for­eldr­arn­ir sem gera út­slagið um hvora leiðina krakk­arn­ir fara. Hvort þau noti þetta sem  heil­brigða tóm­stund eða ein­angri sig.“

Hann mæl­ir því með að for­eldr­ar leggi sig fram um að kom­ast að því hvaða tölvu­leiki börn þeirra eru að spila og spila með þeim. „Finna út hverj­ar fyr­ir­mynd­ir krakk­anna eru, því þetta eru oft­ast YouTu­ber­ar og annað. En fyr­ir þess­um krökk­um eru þetta jafn mikl­ar fyr­ir­mynd­ir og Cristiano Ronaldo, skil­urðu?“

Betra með mömmu og pabba

Val­geir tal­ar hér bæði af reynslu sem starfsmaður í fé­lags­miðstöð og ekki síður af nokk­urri þekk­ingu þar sem aðkoma og nálg­un for­eldra að leikja­spil­un kom við sögu í rann­sókn þeirra Þor­kels.

Þannig kom fram í máli tveggja viðmæl­enda þeirra að viðhorf for­eldra þeirra hafi ekki byrjað að breyt­ast til hins betra fyrr en þeir fóru að sýna fram á að þeir gætu aflað sér tekna með rafíþróttaiðkun sinni.

„Þau voru mjög á móti tölvu­leikj­um af því að ég spilaði svo mikið þangað til að ég byrjaði að fá borgað fyr­ir það,“ sagði einn og bætti við að þau hefðu sýnt hon­um miklu meiri stuðning í kjöl­farið.

Hinn sagðist halda að það „sé bara miklu betra fyr­ir and­legu hliðina“ hjá öll­um að hafa mömmu og pabba að baki sér.

Lá ein­hvern veg­inn í loft­inu 

Þeir fé­lag­ar segj­ast ekki hafa verið neitt sér­stak­lega ákaf­ir leikja­spil­ar­ar þegar rit­gerðarefnið varð fyr­ir val­inu. „Hann kannski aðeins meira en ég. Akkúrat á þess­um tíma“ seg­ir Val­geir. 

„Já,já. Maður var eitt­hvað bara að spila heima. Ekk­ert keppn­is eða neitt þannig,“ seg­ir Þorkell. „Bara þetta klass­íska. FIFA,“ skýt­ur Val­geir inn í og Þorkell bæt­ir við: „Við vor­um svona mest að spila Call of Duty sam­an, fé­lag­arn­ir.“

Val­geir seg­ir þá hafa ákveðið um­fjöll­un­ar­efnið rétt áður en Covid skall á og far­ald­ur­inn hafði að sjálf­sögðu sín áhrif. „Já, og síðan skrifuðum við þetta nátt­úr­lega í fyrstu bylgj­unni,“ seg­ir Þorkell og Val­geir held­ur áfram:

„Þá var maður nú bara soldið fast­ur heima og þá byrjaði ég að spila á kvöld­in með öll­um strák­un­um og fannst rosa­lega áhuga­vert að ég væri að sökkva mér ofan í tölvu­leiki. 

Ég skildi ekki af hverju vegna þess að ég er ekk­ert mik­ill tölvu­leikja­spil­ari,“ seg­ir Val­geir sem þarna áttaði sig á vægi fé­lags­lega þátt­ar­ins þar sem hann hafi í raun meira verið að spjalla en endi­lega spila.

Ein­angr­un­in rof­in

„Tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræðin er nátt­úr­lega þannig nám að þú ert að skoða fé­lags­líf, heil­brigðar tóm­stund­ir og heil­brigða nýt­ingu frí­tím­ans,“ held­ur hann áfram og Þorkell bend­ir á að þeir hafi líka verið og séu mikið í kring­um tölvu­leiki í vinn­unni.

Val­geir tek­ur und­ir og bæt­ir við að um svipað leyti hafi þeir verið að fá samþykkta fjár­veit­ingu fyr­ir rafíþrótta­veri í fé­lags­miðstöðinni. „Þannig að þetta lá bara ein­hvern veg­inn í loft­inu og tvinnaðist ein­hvern veg­inn svona fínt sam­an.“

Val­geir seg­ir rafíþrótta­verið hafi, fyrstu tvö til þrjú árin, aðallega hafa nýst til þess að ná til jaðar­settra hópa. „Eða krakka sem eru kannski að ein­angra sig og við vor­um svona meira að grípa þau og snúa leikja­spil­un­inni frá þessu nei­kvæða yfir í já­kvætt.“

Hann seg­ir þessa vinnu þó ekki hafa verið skipu­lagða eins og geng­ur og ger­ist hjá rafíþrótta­fé­lög­un­um. „Okk­ar nálg­un á þetta sem starfs­menn í fé­lags­miðstöð sner­ist í raun­inni meira um að rjúfa ein­angr­un með því að þau spiluðu bara í sama rými.“

Þorkell bæt­ir við að síðan hafi verið unnið mark­visst að því að hóp­ur­inn færi að gera eitt­hvað sam­an og Val­geir held­ur áfram: „Og það var alltaf svona rús­ín­an í pylsu­end­an­um. Við hitt­umst kannski einu sinni í viku og svo kannski fimmta hvert skipti stung­um við upp á því að við fær­um til dæm­is í keilu. 

Þá erum við ein­hvern veg­inn að sprengja út þenn­an tölvu­leik og þau eru allt í einu far­in að hitt­ast. Þannig að við erum svona að nota þessa fé­lags­legu hlið tölvu­leikja til þess akkúrat að rjúfa ein­angr­un­ina.“

Já­kvæð þróun

Aðspurðir segj­ast Þorkell og Val­geir ekki hafa fylgst sér­stak­lega vel með þróun rafíþrótt­a­starfs á Íslandi síðan þeir skiluðu rit­gerðinni. „Já og nei. Ekk­ert rosa­lega mikið en maður hef­ur nátt­úr­lega al­veg áhuga en nær kannski ekki alltaf að fylgj­ast nógu vel með.“

Val­geir tek­ur í sama streng og seg­ist vera með annað augað á því sem er í gangi. „Maður fylg­ist bara svona af og til með því sem maður hef­ur áhuga á í rafíþrótt­um. Ef maður þekk­ir ein­hverja inn­an geir­ans eða eitt­hvað þannig,“ seg­ir hann og bend­ir á að það sem blasi við og fari hvergi milli mála er að rafíþrótt­ir eru í mik­illi upp­sveiflu.

„Af því að ég er nú formaður SAMFÉS, sem hélt reglu­lega rafíþrótta­mót fyr­ir ung­linga í fé­lags­miðstöðvum, myndi ég alla­veg­anna segja að besta þró­un­in sem ég tek eft­ir er að þetta er ekki búið að ganga upp hjá okk­ur síðasta eitt og hálfa árið. 

Eig­in­lega bara af því að það er ekki þörf fyr­ir þessi mót leng­ur vegna þess að það er svo mikið af rafíþrótta­mót­um í gangi.

Þegar við byrjuðum vantaði í raun þessa um­gjörð og þenn­an ald­urs­hóp vantaði rafíþrótta­mót en nú hef­ur þetta snú­ist al­veg við. Það er orðið svo mikið í gangi fyr­ir þau að það er ekki þörf fyr­ir okk­ur leng­ur og ekki ætl­um við að vera í sam­keppni við Rafíþrótta­sam­bandið. Þetta er mjög já­kvætt vegna þess að þetta var ekk­ert svona fyr­ir akkúrat þrem­ur árum.“

Þorkell og Val­geir taka því eðli­lega und­ir að þró­un­in á allra síðustu árum hljóti að mega telj­ast hafa rennt stoðum und­ir niður­stöður þeirra sem vörpuðu „held­ur já­kvæðu ljósi á tölvu­leikja­spil­un með rafíþróttaliði“.

Auk þess sem rann­sókn­in hafi sýnt fram á hvað helst þurfi að ein­blína á til þess að rafíþrótt­a­starfið geti stuðlað að fé­lags­leg­um ávinn­ingi þátt­tak­anda; vellíðan og bættri heilsu. 

„Já og maður sér líka um­gjörðina sem rafíþrótta­fé­lög­in eru með og er ein­hvern veg­inn stór­kost­leg. Að þau séu að sjá svona vel um alla. Það skipt­ir líka miklu máli,“ seg­ir Þorkell og Val­geir kjarn­ar þetta í einni setn­ingu: „Lík­ami og hug­ur. Þetta helst allt í hend­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka