Gamlar kempur í nýju Dota2 liði

Hrannar, Bergur og Snorri hafa staðið í ströngu sem framleiðsluteymi …
Hrannar, Bergur og Snorri hafa staðið í ströngu sem framleiðsluteymi Kraftvéladeildarinnar en ætla nú að stilla sér upp í fremstu víglínu undir merkjum Arena.

Stóra-Kraft­véla­deild­in, sú 4. í röðinni, verður keyrð í gang í lok janú­ar og spenn­an far­in að hlaðast upp í Dota2-sam­fé­lag­inu enda skrán­ing í full­um gangi. Þegar er ljóst að helj­ar­inn­ar hama­gang­ur er framund­an því eitt­hvað er um að glæ­ný lið ætli að skora rót­gró­in gengi á hólm.

Rafíþrótta­fé­lag Ar­ena er á meðal nýju liðanna og er sett sam­an úr gamla liðinu Frændafli og Tropa De Elite (TDE) þannig að þarna eru eng­ir græn­ingj­ar á ferð. Eins og nafn liðsins ber með sér er það á samn­ing við Ar­ena Gaming og er fyrsta liðið sem Ar­ena send­ir til keppni.

Hrann­ar Mar­el Svövu­son (Özil), Mati Wesoly (Mat­iwesoly) og Berg­ur Árna­son (flying) koma úr Frændafl­inu en bræðurn­ir Hel­ge Snorri Selj­e­seth ( Crazy Leprechaun) og Jón Ingvi Selj­e­seth (Ing­mund­ur) spiluðu sein­ast fyr­ir TDE. 

Frændafli tók þátt í Kraft­véla­deild 2 og 3 en varð síðan að Kuta í Litlu- Kraft­véla­deild­inni. Þá tóku hins veg­ar þeir Berg­ur, Hrann­ar og Mati ekki þátt.

Kraft­inn vant­ar ekki í deild­ina, frek­ar en venju­lega, og til mik­ils að vinna því verðlauna­féð nem­ur að þessu sinni 500.000 krón­um sem deil­ast á þrjú efstu sæt­in. Úrslit­in fara síðan fram með pompi og prakt í Ar­ena sunnu­dag­inn 10. maí. 

Deild­in verður með svipuðu sniði og áður en þó með ör­litl­um breyt­ing­um. Þriðju­dag­ar verða aðal­spila­dag­ar en sunnu­dag­ar auka­dag­ar. Reglu­leg­ar bein­ar út­send­ing­ar verða sem fyrr á sunnu­dög­um í Sjón­varpi Sím­ans og í streymi á rás­um Rafíþrótta­sam­bands­ins.

Form­leg liðaskrán­ing sem og mót­taka þátt­töku­gjalda eru í full­um gangi en deild­in er öll­um opin, óháð styrk­leika­stigi, og öll lið eru því hvött til að taka þátt enda bráðskemmti­legt að spreyta sig í al­vöru keppn­is­um­hverfi.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um fyr­ir­komu­lag móts­ins má finna á HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka