RIG fleytir Fortnite rjómann

Gunnar Björn og Stefán Atli sjá um Fortnite-lýsingarnar frá RIG …
Gunnar Björn og Stefán Atli sjá um Fortnite-lýsingarnar frá RIG 2025. Ljósmynd/Aðsend

Marg­ir öfl­ug­ustu Fortnite-spil­ar­ar lands­ins hófu leika á RIG í gær með tveim­ur leikj­um af fjór­um í undan­keppn­inni fyr­ir tíu manna úr­slit síðar í mánuðinum. Kristó­fer Trist­an leiðir keppn­ina eft­ir gær­kvöldið en Den­as Kaz­ul­is, sig­ur­veg­ari ELKO-Deild­ar­inn­ar í fyrra er í 9. sæti.

Kristó­fer Trist­an (iKristoo) er efst­ur á Reykja­vík In­ternati­onal Games í Fortnite með 64 stig og 12 fell­ur. Hann sigraði fyrri leik­inn en Jens (Jens­ína) tók held­ur bet­ur flugið í seinni leikn­um og skaut sér með sigri  í 2. sæti stiga­töfl­unn­ar en er  þó nokkuð langt á eft­ir Kristó­fer með 42 stig og helm­ingi færri fell­ur.

Stefán Atli og Gunn­ar Björn stóðu vakt­ina í mynd­veri RÍSÍ og lýstu leikj­un­um í beinni út­send­ingu með Aron Fann­ar í sóf­an­um á hliðarlín­unni. Þre­menn­ing­arn­ir kom nokkuð á óvart að sig­ur­veg­ari ELKO-Deild­ar­inn­ar í fyrra, Den­as Kaz­ul­is (den­as 13), náði aðeins í 9. sæti eft­ir leik­ina tvo. 

Den­as sigraði ELKO-Deild­ina 2024 eft­ir harða bar­áttu við Kristó­fer Trist­an og er, eft­ir eina um­ferð, efst­ur í ELKO-Deild­inni í tvíliðal­eik ásamt Jens, æsku­vini sín­um.

Þótt Kristó­fer Trist­an hafi ekki náð sigri í seinni leikn­um voru helstu keppi­naut­ar hans í deild­inni í fyrra að þvæl­ast mikið fyr­ir hon­um því nafni hans, krizzto, og Den­as duttu út óvenju snemma.

Stefán Atli benti á að á þessu móti mætti tala um að „Fortnite-kjarn­inn á Íslandi“ væri mætt­ur til leiks og þarna væru svipaðir leik­menn og voru ít­rekað að lenda á topp tíu í deild­inni. „Sem seg­ir okk­ur að þetta eru bara með betri Fortnite-spil­ur­um á Íslandi.“ 

Meðal kunn­ug­legra spil­ar­a­nafna sem voru áber­andi í þess­um upp­hafs­leikj­um RIG má auk Denas­ar og Kristó­fers til dæm­is nefna Sig­mar (S1g­marr l2r2), hinn Kristó­fer­inn (krizzto) og Bjarka (Panda).

Gunn­ar Björn tók und­ir með Stefáni Atla og sagði þessa spil­ara svo sann­ar­lega vera búna að sýna og sanna að þeir eigi heima í keppn­inni.

Und­an­keppn­in held­ur áfram, með seinni leikj­un­um tveim­ur, miðviku­dag­inn 22. janú­ar og stóra stund­in renn­ur síðan upp strax á laug­ar­deg­in­um þegar tíu efstu kepp­end­urn­ir mæt­ast í úr­slit­um í Laug­ar­dals­höll. 25. janú­ar.

Spilaranöfnin á topp tíu eru mörg kunnugleg en hins vegar …
Spil­ara­nöfn­in á topp tíu eru mörg kunn­ug­leg en hins veg­ar er Den­as á óvenju­leg­um slóðum í neðra lag­inu. Skjá­skot/​RÍSÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka