Hörð barátta um „gæsahúðarmómentið“

Stofnandi RÍSÍ segir úrslitakeppnir í Laugardalshöll vera „gæsahúðarmóment“ og hvetur …
Stofnandi RÍSÍ segir úrslitakeppnir í Laugardalshöll vera „gæsahúðarmóment“ og hvetur fólk eindregið til að fjölmenna þegar barist RIG í Counter Strike verður til lykta leitt á laugardaginn í næstu viku. mbl.is/Arnþór Birkisson

Kol­in eru far­in að hitna hressi­lega í RIG í Coun­ter Strike en eft­ir átta liða úr­slit­in sem spiluð voru í gær­kvöld eru Dusty, Kano, Veca og Saga kom­in áfram í undanúr­slit.

Leik­ar fóru þannig á fimmtu­dags­kvöld að Dusty sigraði Fylki 2:0 og segja má að önn­ur úr­slit hafi verið eft­ir bók­inni með sömu loka­töl­um þar sem Kano, Veca og Saga lögðu Aur­ora, ace.X og Ven­us.

Viður­eign Kano og Aur­ora var lýst í beinni út­send­ingu í Sjón­varpi Sím­ans og á streym­isveit­um RÍSÍ. Fyrri leik­ur­inn var nokkuð köfl­ótt­ur en fór að lok­um 13:10 fyr­ir Kano sem síðan yf­ir­spilaði and­stæðing­ana al­ger­lega í seinni leikn­um, 13:4.

Undanúr­slit­in fara fram í næstu viku og hefjast með viður­eign Dusty og Kano á þriðju­dags­kvöld en Veca og Saga gera sín mál upp á fimmtu­dag­inn. Báðir leik­ir hefjast klukk­an 19.30 og verða sýnd­ir beint hjá Sím­an­um og í streymi.

Þau tvö lið sem eft­ir standa á fimmtu­dag­inn keppa síðan til úr­slita í Laug­ar­dals­höll á laug­ar­dag­inn, 25. janú­ar, þar sem mikið verður um dýrðir og stemn­ing­in þegar orðin þannig að allt Coun­ter Strike-fólk sem mús get­ur valdið get­ur varla annað en fjöl­mennt á staðinn.

Því eins og Ólaf­ur Hrafn Stein­ars­son, stofn­andi Rafíþrótta­sam­bands­ins, lýsti því við upp­haf RIG, fyrr í þess­um mánuði, þá skipti al­vöru máli að mæta og sýna stuðning. 

Hann rifjaði einnig upp hversu geggjað hon­um fannst að vera í Höll­inni 2019, á fyrsta RIG-mót­inu sem var haldið eft­ir stofn­un RÍSÍ. Fyr­ir hon­um væru því keppn­ir á stór­um vett­vangi eins og Laug­ar­dals­höll sér­stak­ar stund­ir. 

Þetta væru „gæsa­húðarmó­ment“ þannig að í raun ætti allt áhuga­fólk um rafíþrótt­ir og yf­ir­leitt öll sem hafa smekk fyr­ir spenn­andi sporti ekki að láta þenn­an hápunkt RIG í Coun­ter Strike fram hjá sér fara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka