Óvænt úrslit í upphafi netskákmótsins

Ingvar Þór er hér á sínum stað ásamt Birni Ívari …
Ingvar Þór er hér á sínum stað ásamt Birni Ívari en í öðru hlutverki en venjulega og ræðir hér nokkuð óvæntan sigur sinn gegn Jóhanni Hjartarsyni. Skjáskot/RÍSÍ

Sex­tán manna úr­slit net­skák­móts­ins Sím­inn In­vitati­onal hóf­ust á sunnu­dags­kvöld þegar þeir mætt­ust ann­ars veg­ar Helgi Ólafs­son og Hall­dór Brynj­ar Hall­dórs­son og Jó­hann Hjart­ar­son og Ingvar Þór Jó­hann­es­son hins veg­ar.

Björn Ívar Karls­son lýsti viður­eign­um kvölds­ins í beinni út­send­ingu í Sjón­varpi Sím­ans og í streymi á veit­um Rafíþrótta­sam­bands­ins, eins og vera ber. Að þessu sinni hafði hann þó stór­meist­ar­ann Helga Áss Grét­ars­son til skrafs og grein­inga því, reglu­leg­ur fé­lagi hans, FIDE meist­ar­inn Ingvar Þór Jó­hann­es­son, hrókeraði úr stöðu lýs­anda og mætti stór­meist­ar­an­um Jó­hanni Hjart­ar­syni sem kepp­andi í seinna ein­vígi kvölds­ins.

Áður en að því kom átt­ust stór­meist­ar­inn Helgi Ólafs­son og Hall­dór Brynj­ar Hall­dórs­son við. Helgi var í góðu formi í gær­kvöld, tefldi af ör­yggi og nýtti öll mis­tök Hall­dórs og stóð uppi sem sig­ur­veg­ari 4:0.

Helgi Áss spáði meiri spennu í ein­vígi Jó­hanns og Ingvars og benti á að þótt gamla brýnið, Jó­hann, væri betri skák­maður þá væri Ingvar glúr­inn á net­inu og betri skák­maður þar en yfir borðinu.

Úrslit­in urðu síðan nokkuð óvænt en Ingvar sigraði ein­vígið með fjór­um vinn­ing­um á móti tveim­ur hjá Jó­hanni. 

Eft­ir sig­ur­inn tók Ingvar sér sína reglu­legu stöðu í sett­inu hjá Birni Ívari í ör­stutt spjall um sig­ur­inn sem hann sagði hafa komið hon­um sjálf­um á óvart. Hann hafi átt von á að tapa gegn Jó­hanni en að sama skapi hafi hann ef til vill mætt ró­legri til leiks.

Ingvar Þór og Helgi Ólafs­son eru þá komn­ir áfram í átta manna úr­slit en keppn­in held­ur áfram á sunnu­dag­inn, 26. janú­ar, þegar þrjú ein­vígi verða tefld en þá mæt­ir landsliðskon­an Hall­gerður Helga Þor­steins­dótt­ir stór­meist­ar­an­um Braga Þorfinns­syni, stór­meist­ar­arn­ir Helgi Áss Grét­ars­son og Hann­es Hlíf­ar Stef­áns­son tak­ast á og síðast en alls ekki síst alþjóðlegu meist­ar­arn­ir Al­eks­andr Dom­alchuk-Jonas­son og Björn Þorfinns­son.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka