Dýnamíska dúóið enn í stuði

Félagarnir Denas og Jens hafa unnið þrjá af fjórum leikjum …
Félagarnir Denas og Jens hafa unnið þrjá af fjórum leikjum og eru á toppi deildarinnar í Fortnite Duos þegar keppnin er hálfnuð.

Dýna­míska dúóið Den­as Kazul­is og Jens, leik­skóla­bróðir hans, treystu stöðu sína á toppi deild­ar­inn­ar í tvíliðal­eik í Fortnite þar sem þeir hafa komið sér nota­lega fyr­ir með 175 stig eft­ir þrjá sigra í fjór­um leikj­um.

Önnur um­ferð af fjór­um var spiluð í gær­kvöld og óhætt að segja að þeir Jens og Den­as hafi mætt fun­heit­ir til leiks úr fyrstu um­ferð þar sem þeir sigruðu báða leik­ina. 

Þeir héldu upp­tekn­um hætti og unnu fyrri leik kvölds­ins með ell­efu fell­um sem er „ruglað“ eins og Ólaf­ur Hrafn orðaði það þegar hann og Stefán Atli fóru yfir leik­inn í beinni út­send­ingu.

Æsku­vin­irn­ir börðust ekki síður vel í seinni leik kvölds­ins og á tíma­bili leit út fyr­ir að þeir myndu bæta enn ein­um sigri við. Und­ir lok­in lentu þeir hins veg­ar í „veseni“ og Emil Vík­ing­ur (Falcon Emil) og Lester Se­arch (Gaga Gg­uGu) lönduðu sín­um fyrsta sigri í deild­inni og skutu sér inn á topp tíu list­ann í 6. sætið. 

Ólaf­ur Hrafn benti á að sama hversu góðir spil­ar­arn­ir væru þá kæmi alltaf að því að eitt­hvað klikkaði enda mætti segja að það hefði verið „aðeins of mikið“ ef þeir hefðu unnið fjórða leik­inn í röð. Þeim hefði engu að síður tek­ist að tryggja stöðu sína á toppn­um þar sem helstu keppi­naut­ar þeirra féllu úr leikn­um á und­an þeim.

Þegar tvær um­ferðir og fjór­ir leik­ir eru eft­ir er staðan þannig að 83 stig skilja milli Denas­ar og Jens og Sig­mars (S1g­marr­l2r2) og Kristó­fers Trist­an (iKristoo) sem eru í 2. sæti með 92 stig.

Þeir eru svo aft­ur á móti til alls lík­leg­ir en Sig­mar náði frá­bær­um ár­angri einn síns liðs í fyrstu um­ferð og Kristó­fer var, eins og mörg ef til vill muna, harðasti and­stæðing­ur Denas­ar í sóló keppn­inni í deild­inni í fyrra.

Þriðja um­ferð fer fram mánu­dag­inn 27. janú­ar og keppn­in held­ur áfram viku síðar, 3. fe­brú­ar en síðan verður skipt yfir í keppni þríliðal­eik.

Denas og Jens eru með 83 stiga forskot á toppi …
Den­as og Jens eru með 83 stiga for­skot á toppi deild­ar­inn­ar. Skjá­skot/​RÍSÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka