Frá Kópavogi til Cumberland í krafti Overwatch

Emil Páll og félagar hans í liði Cumberland University í …
Emil Páll og félagar hans í liði Cumberland University í Overwatch hafa náð góðum árangri saman og skólinn er í fyrsta sinn kominn á lista yfir 20 bestu háskólaliðin í leiknum.

„Há­skóla­lífið úti er al­veg geggjað og fé­lags­skap­ur­inn góður, þrátt fyr­ir suma kana sem eru smá spes,“ seg­ir Emil Páll Matth­ías­son sem spil­ar Overwatch með liði Cum­berland Uni­versity í Banda­ríkj­un­um. 

Þar stund­ar hann nám í heilsu- og íþrótta­fræði á skóla­styrk sem hæfni hans í leikn­um skilaði hon­um. „Ég hefði aldrei látið mér detta þetta í hug fyr­ir tveim­ur árum vegna þess að þá var ég hrein­lega ekki að keppa á nógu háu stigi til þess að þetta væri mögu­leiki,“ seg­ir Emil Páll um þá stöðu sem Overwatch hef­ur skapað hon­um nú. „En um leið og ég sá að þetta væri mögu­legt fannst mér ekk­ert annað koma til greina.

Frá Kópa­vogi til Cum­berland

Emil Páll ólst upp í Nes­kaupstað en flutti í Kópa­vog­inn árið 2020 og þar byrjaði hann fyrst að spila Overwatch, tölvu­leik­inn sem ruddi hon­um mennta­braut­ina frá Íslandi alla leið í há­skóla í Tenn­essee í Banda­ríkj­un­um.

Mörg svör bárust við auglýsingu Emils Páls eftir bandarísku háskólaliði …
Mörg svör bár­ust við aug­lýs­ingu Em­ils Páls eft­ir banda­rísku há­skólaliði í Overwatch og hann ákvað að taka boði Cum­berland Uni­versity. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég var áður mjög mikið í Coun­ter-Strike: Global Of­fensi­ve,“ seg­ir Emil Páll sem er hvorki fyrsti né síðasti leikja­spil­ar­inn sem tek­ur sín fyrstu skref í þeim mar­grómaða skot­leik. „Ég hætti síðan að spila Coun­ter Strike og fór yfir í Overwatch þegar ég frétti að Overwatch 2 væri að koma út.“

Hann ákvað um­svifa­laust að spreyta sig í keppni og skráði sig til leiks á HRingn­um 2021. „Þá var ég glæ­nýr spil­ari og gekk ekk­ert svaka­lega vel á mót­inu en ég varð samt sem áður háður þessu um­hverfi og á næstu fjór­um mánuðum fór ég frá „Diamond“ upp í „Grand­ma­ster“ og skráði mig til keppni í al­menna bik­arn­um.

Ágæt­is byrj­un

Emil Páll seg­ist hafa farið frek­ar hægt af stað í al­menna bik­arn­um enda hafi hann þar mætt sterk­um liðum og góðum spil­ur­um með mikla reynslu. „Þrátt fyr­ir það hélt ég áfram að gera allt sem ég gat til að bæta mig,“ seg­ir Emil Páll sem lét smá mót­læti ekki slá sig út af lag­inu. „Og á end­an­um var ég orðinn meðal bestu spil­ara lands­ins á Tank.“

Emil Páll, lengst til vinstri, ásamt félögum sínum í Overwatch-liði …
Emil Páll, lengst til vinstri, ásamt fé­lög­um sín­um í Overwatch-liði Cum­berland Uni­veristy. Ljós­mynd/​Cum­berland Uni­versity Esports

Emil Páll keppti síðan með ís­lensk­um liðum á nokkr­um mót­um er­lend­is með góðum ár­angri sem hann seg­ir þó að hefði getað orðið tölu­vert betri. „Vegna þess að okk­ur tókst alltaf að klúðra mik­il­væg­ustu leikj­un­um sem hefðu ann­ars komið okk­ur áfram á sterk­ari mót.“

Þegar Emil Páll er spurður hvernig í ósköp­un­um ung­ur Íslend­ing­ur hafi farið að því að kom­ast á náms­styrk í banda­rísk­um há­skóla í krafti þess að vera góður í tölvu­leik eins og Overwatch seg­ist hann ein­fald­lega hafa látið þau boð út ganga að hann væri að leita sér að banda­rísku há­skólaliði.

„Ég fékk mörg boð og byrjaði í prufu­ferli sem endaði með því að ég fór til  Cum­berland Uni­versity,“ seg­ir Emil Páll. „Við höf­um, sem lið, náð mjög mikl­um ár­angri eft­ir að hafa aðeins keppt sam­an í eina önn,“ seg­ir Emil Páll um liðið sem hef­ur komið veru­lega á óvart í vet­ur.

Sig­ur­sæl­ir ný­nem­ar

„Við unn­um Deild II í NECC og Pla­yFly Varsity tap­laus­ir. Unn­um Faceit Advanced di­visi­on og náðum 12. sæti í Homecom­ing-mót­inu sem er stærsta há­skóla­mót árs­ins og með þess­um ár­angri för­um við í stærsta LAN-mót árs­ins, sem er haldið í Texas, í maí. 

Hægt er að fylgj­ast með rafíþrótta­ferli Em­ils Páls á Twitch þar sem hann er reglu­lega með streymi. 

Skólinn vakti sérstaka athygli á árangri liðsins með þessari mynd …
Skól­inn vakti sér­staka at­hygli á ár­angri liðsins með þess­ari mynd á X, gamla Twitter. Ljós­mynd/​Cum­berland Uni­veristy Esports

Þannig að næsta önn verður tölu­vert erfiðari og þá þurf­um við að sanna okk­ur aft­ur á móti sterk­ustu liðunum í land­inu,“ seg­ir Emil Páll sem með liði sínu er kom­inn í 14. sæti á topp 20 lista OWCRA, sem hann lýs­ir sem ein­hvers kon­ar dóm­nefnd sem leggi mat á styrk­leika allra há­skólaliða í Banda­ríkj­un­um í Owerwatch.

Rafíþrótt­asíða Cum­berland Uni­versity á X

Cum­berland Uni­versity hef­ur aldrei náð slík­um ár­angri í Overwatch áður en liðið sem er allt skipað ný­nem­um, fyr­ir utan einn, hef­ur á tíma­bil­inu meðal ann­ars lagt að velli rót­gró­in lið úr hópi þeirra tíu sem tróna efst á lista OWCRA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka