Rafíþróttir ryðja menntaveginn

Eftir að Esportian setti sig í samband við Þorstein Friðfinnsson …
Eftir að Esportian setti sig í samband við Þorstein Friðfinnsson blasti við honum beinn og breiður menntavegur í Bandaríkjunum og hann ákvað keppa í Counter Strike fyrir Fischer Collage í Boston þar sem hann verður í námi á skólastyrk.

Rafíþrótta­sam­band Íslands og Esportian hafa gert með sér sam­starfs­samn­ing sem fel­ur í sér áður óþekkt tæki­færi fyr­ir ís­lenskt rafíþrótta­fólk og þjálf­ara til þess að afla sér æðri mennt­unn­ar í Banda­ríkj­un­um á meðan þau halda áfram að keppa í sinni íþrótta­grein.

Sam­starfi Esportian og RÍSÍ er ekki síst ætlað að brúa bilið milli ört vax­andi rafíþrótta­sen­unn­ar á Íslandi og hins um­fangs­mikla keppn­is­um­hverf­is í banda­ríska há­skóla­sam­fé­lag­inu.

Samn­ing­ur­inn er því með öðrum orðum einnig hugsaður til þess að skapa náms­fólki tæki­færi til þess að vaxa og dafna, bæði í aka­demísku námi og á sta­f­ræn­um keppn­is­völl­um sín­um.

Rafíþrótta­fólki sem vill kynna sér bet­ur mögu­leik­ana sem opn­ast með sam­starfi RÍSÍ og Esportian er bent á vef­stefnu (webin­ar) sem hald­in verður miðviku­dag­inn 19 fe­brú­ar klukk­an 16:30. Hægt er að skrá sig hér.

Þor­steinn Friðfinns­son, einn besti Coun­ter Strike leikmaður Íslands, stend­ur á tíma­mót­um. Eft­ir að hafa unnið alla mögu­lega sigra með liði sínu, Dusty, er hann, 24 ára gam­all og fyrst­ur Íslend­inga, á leiðinni í styrkt nám í Banda­ríkj­un­um á veg­um Esportian og í krafti hæfni sinn­ar og af­reka í Coun­ter Strike.

„Mín saga er langt frá því að vera búin. Hún held­ur áfram í Bost­on næsta haust, og hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Sam­hliða há­skóla­nám­inu mun ég áfram elta draum­inn um at­vinnu­mennsku á hæsta stigi í Coun­ter Strike,“ seg­ir Þor­steinn sem hef­ur nám við Fis­her Colla­ge í Bost­on í haust.

Þar mun hann einnig keppa í Coun­ter Strike með einu besta há­skólaliði Banda­ríkj­anna í leikn­um á meðan hann stund­ar nám í verk­efna­stjórn­un á full­um styrk sem af­reksíþróttamaður.

Í sam­eig­in­legri til­kynn­ingu RÍSÍ og Esportian kem­ur fram að sam­starfið við hverf­ist ekki aðeins um ár­ang­ur ein­staka leik­manna held­ur að efla enn frek­ar rafíþróttaum­hverfið á Íslandi og skapa ís­lensku af­reks­fólki svig­rúm til þess að láta virki­lega að sér kveða á alþjóðavett­vangi.

„Með því að auðvelda spil­ur­um og þjálf­ur­um aðgang að mennt­un og keppn­is­um­hverfi á heims­mæli­kv­arða mun þetta sam­starf styrkja tengsl­in milli rafíþrótta­sen­unn­ar á Íslandi og hins breiða alþjóðlega leikja­sam­fé­lags.“

Esportian teflir Þorsteini fram sem góðu dæmi um afreksfólk í …
Esportian tefl­ir Þor­steini fram sem góðu dæmi um af­reks­fólk í rafíþrótt­um sem tæki­fær­in bíða eft­ir í banda­ríska há­skóla­sam­fé­lag­inu. Skjá­skot/​Esportian

Þor­steinn er síðan nefnd­ur sér­stak­lega í þessu sam­bandi sem rakið dæmi um hversu öfl­ugt rafíþrótta­fólk geti sprottið upp úr ís­lenska jarðveg­in­um.

„Ég hef lifað bæði sigra og töp og fer­ill­inn minn hef­ur kennt mér það eitt að það  sem skipt­ir mestu máli er hvernig þú nýt­ir sér­hverja reynslu til að bæta þig. Bæði sem leik­mann og mann­eskju,“ seg­ir Þor­steinn og bein­ir orðum sín­um til ungs rafíþrótta­fólks með stóra drauma.

„Ég vona að saga mín geti veitt þér inn­blást­ur til að fylgja draum­um þínum, hvort sem það er í Coun­ter-Strike eða ein­hverju allt öðru. Ekki láta neinn stöðva þig. Ísland er lítið land, en draum­ar okk­ar eru stór­ir.

Það að vera frá litlu landi þýðir ekki að þú get­ir ekki haft risa­stór áhrif á heim­inn. Ef ég gat unnið alþjóðleg mót og opnað dyr til mennt­un­ar og framtíðar í gegn­um Coun­ter-Strike, þá get­ur þú það líka.

Farðu út, gerðu mis­tök, lærðu af þeim og skilaðu þér aft­ur sterk­ari. Það er ekk­ert sem stopp­ar þig nema þú sjálf­ur. Þetta er bara byrj­un­in á æv­in­týr­inu og nú er röðin kom­in að þér. Stattu upp, gríptu draum­ana þína og láttu þá ræt­ast.“

Þor­steinn Friðfinns­son ræðir fer­il sinn og framtíðaráform í ít­ar­legu viðtali sem birt­ist hér á föstu­dag­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert