„Ég verð alltaf riffill“

Þorsteinn Friðfinnsson hefur verið óstöðvandi í Counter Strike með Dusty. …
Þorsteinn Friðfinnsson hefur verið óstöðvandi í Counter Strike með Dusty. Eftir tíu ára sigurgöngu kveður hann íslenska ferilinn á toppnum og heldur á vit nýrra ævintýra í Bandaríkjunum.

Þor­steinn Friðfinns­son, einn besti Coun­ter Strike leikmaður lands­ins, fyrr og síðar, stend­ur á tíma­mót­um. Eft­ir að hafa unnið alla mögu­lega sigra á Íslandi stíg­ur hann nú, 24 ára gam­all, inn á stærri víg­völl og mæt­ir nýj­um áskor­un­um.

Hæfi­leik­ar hans og af­rek á tíu ára sig­ur­göngu í Coun­ter Strike hafa rutt hon­um braut í Fis­her Col­l­e­ge í Bost­on þar sem hef­ur nám í ág­úst og mun auk þess keppa, á full­um náms­styrk, fyr­ir besta Coun­ter Strike lið banda­rísks há­skóla.

Þor­steinn, sem í Coun­ter Strike er þekkt­ari sem „th0r­steinnf“ eða „TH0R“ í alþjóðleg­um viður­eign­um, hef­ur keppt í leikn­um síðan hann var sex­tán ára.

„Ég byrjaði að spila Coun­ter-Strike fyr­ir al­vöru þegar ég var 14 ára og fann þá  strax ástríðu fyr­ir leikn­um. Ég byrjaði strax að æfa mig með það að mark­miði að verða alltaf betri og betri. Eft­ir mikla vinnu og fram­far­ir komst ég, sex­tán ára, í besta lið Íslands, CAZ Esports og þegar ég var nítj­án fór ég í Dusty  sem síðan gnæfði yfir ís­lensk­um Coun­ter Strike næstu sex ár.

Þor­steinn seg­ist fyrst hafa kynnst Coun­ter Strike þegar hann var átta eða níu ára. „Ég byrjaði bara eitt­hvað að leika mér þegar Stefán Ingi „StebbiC0C0“ Guðjóns­son kynnti mig fyr­ir leikn­um. Ég byrjaði svo ekk­ert al­menni­lega að spila fyrr en í kring­um 2014 þegar ég var 13-14 ára.“

Þor­steinn seg­ir að þá hafi hann vita­skuld ekki einu sinni í sín­um villt­ustu draum­um getað ímyndað sér að hann væri að hefja veg­ferð sem myndi skila hon­um á topp­inn á Íslandi og opna hon­um leið í há­skóla­nám í Banda­ríkj­un­um.

Þorsteinn, fjórtán ára gamall, að spila leikinn sem hefur nú, …
Þor­steinn, fjór­tán ára gam­all, að spila leik­inn sem hef­ur nú, tíu árum síðar, skilað hon­um í há­skóla­nám í Bost­on. Ljós­mynd/​Aðsend

„Þá bjóst ég eng­an veg­inn við því að þetta myndi enda með að ég færi í há­skóla í Banda­ríkj­un­um. Eða bara að vinna öll þessi mót hér heima og er­lend­is og verða bara lík­lega einn besti Coun­ter Strike spil­ari Íslands. Senni­lega bara frá upp­hafi. Það var bara eitt­hvað sem ég bjóst aldrei við.“

Þor­steinn ætl­ar að læra verk­efna­stjórn­un við Fis­her Colla­ge enda fái hann ekki bet­ur séð en margt sé líkt með því fagi og því sem hann er bú­inn að vera að gera í Coun­ter Strike und­an­far­in ár.

„Mér líst vel á það og maður hef­ur, sem fyr­irliði, van­ist því að vera ein­hvers kon­ar verk­efna­stjóri. Þá er maður að skipu­leggja alla leiki, mót og æf­ing­ar. Sjá til þess að all­ir mæti á rétt­um tíma og séu að æfa réttu hlut­ina. Það er mik­il heima­vinna á bak við þetta allt og ég held að þetta teng­ist þannig að verk­efna­stjórn­un geti hentað mér í framtíðinni.“

Bolt­inn rúll­ar

Þor­steinn var fjög­urra ára þegar hann byrjaði að æfa fót­bolta og hélt því áfram í tíu ár. „Bara um leið og ég gat sparkað í bolta fann ég strax að þetta var það sem mér fannst lang skemmti­leg­ast að gera. Þetta bara tók gjör­sam­lega alla mína at­hygli,“ seg­ir Þor­steinn sem byrjaði nán­ast alla daga úti á fót­bolta­velli að æfa sig með bolt­ann.

Þegar hann var fjór­tán ára fóru fæt­urn­ir að gera hon­um lífið leitt og hann byrjaði að spila tölvu­leiki meira og end­ur­nýjaði kynn­in við Coun­ter Strike. „Og þetta var bara mjög svipað og með fót­bolt­ann áður. Þetta heltók mig bara gjör­sam­lega,“ seg­ir Þor­steinn sem rétt eins og í bolt­an­um áður byrjaði að æfa alla tækni­lega þætti leikj­ar­ins.

Þor­steinn seg­ist frá alltaf hafa æft sig af kappi með það mark­mið að verða betri og að sú mikla vinna hafi skilað slík­um fram­förum að tveim­ur árum síðar var hann kom­inn í besta lið lands­ins, CAZ Esports.

Eftir að Esportian setti sig í samband við Þorstein Friðfinnsson …
Eft­ir að Esportian setti sig í sam­band við Þor­stein Friðfinns­son blasti við hon­um beinn og breiður mennta­veg­ur í Banda­ríkj­un­um og hann ákvað keppa í Coun­ter Strike fyr­ir Fischer Colla­ge í Bost­on þar sem hann verður í námi á skóla­styrk.

„Þarna var ég, sex­tán ára, kom­inn í besta lið lands­ins með gæj­um sem voru tíu árum eldri en ég og bún­ir að gera þetta í mörg, mörg ár. Ég var líka bara allt í einu byrjaður að spila á móti ein­hverj­um bestu leik­mönn­um í heim­in­um. Og meira að segja vinna þá.“

Ómet­an­leg reynsla

Þor­steinn vann sín fyrstu mót með CAZ Esports og með liðinu seg­ist hann hafa fengið ómet­an­lega reynslu með því að spila með leik­mönn­um eins og Kristjáni „kruzer“ Finns­syni, Ólafi Barða „of­virk­ur“ Guðmunds­syni, Pétri Erni „peter“ Helga­syni og Kristni Andra „CaPP­iNg!“ Jó­hann­es­syni.

„Þarna voru þeir meðal bestu Coun­ter-Strike leik­manna lands­ins og við náðum ótrú­leg­um ár­angri á aðeins 6–7 mánuðum en þá splundraðist liðið skömmu fyr­ir eitt stór­mótið.“

Þor­steinn fór þá frá CAZ yfir í Seven sem hann lýs­ir sem einu goðsagn­ar­kennd­asta liði í Coun­ter Strike sögu Íslands. „Þetta lið hafði á sín­um tíma verið besta liðið í Coun­ter-Strike 1.6 þar sem marg­ir telja þá hafa verið besta ís­lenska lið allra tíma.

Þarna fékk ég tæki­færi til að læra af Birgi „sPike“ Ágústs­syni sem er einn af Geit­un­um (Grea­test Of All Time) og goðsögn í ís­lensk­um Coun­ter-Strike. Hann kenndi mér rosa­lega mikið.“

Sigurlið Dusty á HRingnum í fyrra.
Sig­urlið Dusty á HRingn­um í fyrra. Ljós­mynd/​Aðsend

Þrátt yfir öfl­ugt lið seg­ir Þor­steinn þetta æv­in­týri ekki hafa enst nema í um það bil hálft ár. „Þarna var ég bú­inn að vera í CAZ og Seven, lang­bestu liðnum á Íslandi, með bestu leik­mönn­um lands­ins en ekk­ert geng­ur upp. Þannig að ég ákvað að taka mér bara árs frí frá Coun­ter Strike og fer að ein­beita mér að öðrum hlut­um.“

Fann neist­ann aft­ur

Árið var þó varla liðið þegar Þor­steinn skynjaði breyt­ingu í um­hverf­inu með til­komu Rafíþrótta­sam­bands Íslands og áhug­inn vaknaði á ný. „RÍSÍ byrjaði með deild­ir og mót á allt öðru stigi en áður hafði þekkst hérna og ég fann að ég yrði bara að koma mér aft­ur inn í þetta.

Og þar sem ég er Hafn­f­irðing­ur og æfði fót­bolta með FH í tíu ár ákvað ég að byrja á að spjalla aðeins við þá,“ seg­ir Þor­steinn sem taldi rétt að byrja á göml­um heima­velli þegar hann þreifaði fyr­ir sér eft­ir að hafa tekið eft­ir að rót­gró­in íþrótta­fé­lög á borð við FH, Fylki, KR, Ármann og Þór væru að stofna Coun­ter Strike lið.

Ekk­ert varð þó úr því að hann byrjaði að spila Coun­ter Strike með sínu gamla knatt­spyrnuliði og hann sneri sér næst að Fylki. „Aron Ólafs­son var formaður rafíþrótta­deild­ar­inn­ar þar en hann var ein­mitt umboðsmaður­inn minn þegar ég var í CAZ esports og góður vin­ur minn.

The A-Team

Hann stakk upp á því að ég myndi bara búa til mitt eigið lið og eft­ir að hafa verið í bestu liðum lands­ins, sex­tán, sautján og átján ára, ætti ég bara að velja leik­menn sem mig langaði að spila með,“ seg­ir Þor­steinn sem sá þarna mögu­leika til að byggja upp lið frá grunni og koma sér aft­ur á topp­inn.

„Ég sann­færði gamla liðsfé­laga minn Eðvarð Þór „EddezeNNN“ Heim­is­son og Stefán, æsku­vin minn, sem kynnti mig fyr­ir Coun­ter-Strike þegar við vor­um krakk­ar, til að ganga til liðs við mig. Auk þess feng­um við Bjarna Þór „Bjarni“ Guðmunds­son og Böðvar Breka „Zolo“ Guðmunds­son, sem voru þá í Fylki en á leið í FH, til liðs við okk­ur.

Þor­steinn bend­ir á að þeir hafi all­ir verið á svipuðum aldri, fædd­ir 2000 eða 2001 og þannig hafi strax skap­ast sterk liðsheild. „Þetta lið spilaði fyrst fyr­ir Fylki en varð síðar að Dusty sem átti bara eft­ir að drottna bara yfir Íslandi á næstu árum. Ég, Eddi og Stebbi héld­um al­veg hóp­inn í ein­hver sex ár. Þetta var bara A-Team.“

Sigursælir liðsfélagar merktir Fylki eftir sigur á HRingnum.
Sig­ur­sæl­ir liðsfé­lag­ar merkt­ir Fylki eft­ir sig­ur á HRingn­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Þor­steinn seg­ir að þrátt fyr­ir brokk­genga byrj­un hafi liðið fljótt náð eft­ir­tekt­ar­verðum ár­angri. „Við unn­um RIG (Reykja­vík In­ternati­onal Games) í Há­skóla­bíói 2020 þar sem ég fékk mín fyrstu MVP (Most Valua­ble Player) verðlaun. Þarna vor­um við orðnir besta lið lands­ins og frá 2020 höf­um við unnið flest öll mót sem hafa verið hald­in á Íslandi. Við höf­um bara verið lang, lang, lang best­ir.

„Ég er riff­ill“

Við höf­um unnið deild­ina fimm sinn­um,  stór­meist­ara­mótið fimm sinn­um og hell­ing LAN mót­um á leiðinni.. Ég er líka bú­inn að vera lang­besti leikmaður lands­ins á þessu tíma­bili. Bæði sem riff­ill 2020 til 2021 og sem leyniskytta (sniper) 2022.“

Þor­steinn hef­ur á ferl­in­um sýnt og sannað að hann er jafn­víg­ur í öll­um stöðum leikj­ar­ins en ein­hvers staðar hlýt­ur hon­um þó að líða best. „Ég hef nátt­úr­lega alltaf verið riff­ill og varð snögg­lega einn besti riff­ill lands­ins og er, sex­tán ára, kom­inn í besta lið lands­ins sem riff­ill,“ seg­ir Þor­steinn um stöðuna sem hann fyllti frá 2014 til 2021 þangað til Stebbi, forn­vin­ur hans, hætti og Dusty vantaði skyndi­lega leyniskyttu.

Þorsteinn fagnar sigrinum á Epic.Lan, einum eftirminnilegasta hápunkti á ferli …
Þor­steinn fagn­ar sigr­in­um á Epic.Lan, ein­um eft­ir­minni­leg­asta hápunkti á ferli hans hingað til. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég ákvað að taka þetta að mér bara og það er svo ein­mitt 2022 sem við vinn­um Epic.Lan og ég fæ MVP-viður­kenn­ing­una sem „sniper“. Við unn­um líka deild­ina, stór­meist­ara­mótið og HRing­inn, stærsta ís­lenska LAN mótið.

En eins og ég segi þá er ég riff­ill og líður alltaf best þar þótt það skipti mig í raun og veru engu máli hvaða hlut­verki ég þarf að skila. Ég geri bara það sem þarf til að vinna, hvort sem það er sem riff­ill, „sniper“ eða fyr­irliði.“

Sókn og stór­sigr­ar

Vel­gengni Dusty og hróður Þor­steins náðu einnig út fyr­ir land­stein­ana og þar seg­ir Þor­steinn sig­ur þeirra á stærsta opna LAN móti Eng­lands, Epic.Lan, standa upp úr enda hafi þeir sigrað með æv­in­týra­leg­um hætti og hann var val­inn MVP og varð þar með eini Íslend­ing­ur­inn sem hef­ur náð þeim ár­angri á stór­móti er­lend­is.

Þorsteinn á Epic.Lan. Með sigri á Reykjavíkurleikunum um síðustu helgi …
Þor­steinn á Epic.Lan. Með sigri á Reykja­vík­ur­leik­un­um um síðustu helgi vann Dusty ferð á Epic.Lan og það verður óneit­an­lega spenn­andi að sjá hvort Þor­steinn muni ná að sigra það mót í tvígang. Ljós­mynd/​Aðsend

„Árið 2022 ákváðum við að fljúga til Ketter­ing á Bretlandi, rétt utan við London, til þess að keppa á Epic.Lan sem við vinn­um bara á ótrú­leg­an hátt.

Dusty komst í gegn­um riðlana en tapaði fyrsta leik í út­slátt­ar­keppn­inni og féll niður í „lower bracket“. Við þurft­um því að vinna okk­ur alla leið upp og end­um á því að vinna alla leik­ina í neðri flokkn­um 2:0 og alla leið upp í úr­slit­in.

Þetta var al­veg ótrú­legt og að vinna svo bara mótið er eitt­hvað það rosa­leg­asta sem ég hef upp­lifað. Það var al­veg ótrú­legt að eitt­hvert pínu­lítið land geti bara sent lið til Bret­lands sem vinn­ur stærsta mótið þar.“

Þor­steinn seg­ir að hon­um þyki ákaf­lega vænt um að hafa náð þess­um ár­angri fyr­ir Íslands hönd og hann þekki í raun enga til­finn­ingu betri en þá sem fylg­ir slík­um sigri.

Dusty sigraði Stórmeistaramótið 2022.
Dusty sigraði Stór­meist­ara­mótið 2022. Ljós­mynd/​Aðsend

„Bara það að vera þarna úti að keppa og all­ar þess­ar til­finn­ing­ar; stressið og gamanið, keppn­is­skapið og bræðralagið. Þarna eru ein­hverj­ir Íslend­ing­ar að keppa á móti fullt af Bret­um og alls kon­ar fólki frá alls kon­ar lönd­um,“ seg­ir Þor­steinn og bæt­ir við að það hafi verið engu líkt að sjá alla vinn­una, sem þeir höfðu lagt í þetta, skila sér „á meðan við vor­um að sigra þessa gæja.“

Allt í steik

Sig­ur­ganga Þor­steins og Dusty hélt áfram en hann seg­ir 2022 vera sér­stak­lega eft­ir­minni­legt ár. „Þá var ég MVP á öll­um ís­lensk­um mót­um og stimplaði mig inn sem lyk­il­leikmaður og leiddi lið mitt til sig­urs á öll­um stærstu mót­um lands­ins.

Eft­ir þetta frá­bæra ár ákvað Þor­steinn eðli­lega að halda áfram með Dusty en rof kom í liðsheild­ina vegna ald­urs­mun­ar og ólíkra vænt­inga til æf­inga og leikja. Þor­steinn seg­ir tíma­bilið þannig hafa lit­ast af tækni­leg­um vanda­mál­um og deil­um um regl­ur sem mögnuðu upp spennu inn­an Coun­ter Strike sam­fé­lags­ins.

„Það fór allt í steik 2023 og eitt­hvert hrika­lega mikið drama­mál í Coun­ter Strike sam­fé­lag­inu og við allt í einu orðnir því­lík­ir óvin­ir sam­fé­lags­ins og all­ir á móti okk­ur.

Esportian teflir Þorsteini fram sem góðu dæmi um afreksfólk í …
Esportian tefl­ir Þor­steini fram sem góðu dæmi um af­reks­fólk í rafíþrótt­um sem tæki­fær­in bíða eft­ir í banda­ríska há­skóla­sam­fé­lag­inu. Skjá­skot/​Esportian

Við töpuðum síðan í undanúr­slit­um Stór­meist­ara­móts­ins fyr­ir Atlantic. Þeir áttu sig­ur­inn fylli­lega skilið, en þetta tíma­bil markaði enda­lok þessa upp­setn­ing­ar liðsins og ég ákvað að hætta eft­ir það. Enda kom­inn með nóg af öllu mót­læt­inu í sam­fé­lag­inu.“

Þor­steinn seg­ir margt búa að baki þegar hann er spurður hvort þeir í Dusty hafi mögu­lega kallað eitt­hvað af þess­ari andúð og mót­læti yfir sig sjálf­ir með því að vera full góðir með sig og jafn­vel stælótt­ir.

Hlut­verk skúrks­ins

„Mér fannst það nefni­lega hrika­lega ósann­gjarnt, gagn­vart mér alla­veg­anna. Þegar ég kom í Dusty var liðið nátt­úr­lega massa flott batte­rí og fag­mennsk­an mik­il og ég reyndi alltaf að passa upp á þessa ímynd at­vinnu­mennsk­unn­ar.

Í það minnsta hvað sjálf­an mig varðaði. Ég var auðmjúk­ur, sýndi öll­um virðingu og var mjög um­hugað um ímynd Dusty og að ekki myndi falla á hana með minni hegðun og fram­komu.

Ég reif aldrei kjaft við and­stæðing­ana og sýndi öll­um virðingu og ef við töpuðum leik þá var ég manna fyrst­ur til að taka í hend­urn­ar á mönn­um eða senda skila­boð með ham­ingjuósk­um.“

Þor­steinn seg­ist þó á end­an­um hafa fengið sig fullsadd­an af fá­læt­inu, illu um­tali, alls kon­ar skeyta­send­ing­um og jafn­vel hreinni andúð í sinn garð og liðsins. „Þannig að upp á síðkastið er ég svo­lítið bú­inn að gefa það upp á bát­inn að vera eitt­hvað auðmjúk­ur í viðtöl­um. Ég ákvað að spila mig bara pínu­lítið inn í þetta hlut­verk skúrks­ins sem leikja­sam­fé­lagið hef­ur sett mig í.“

Þor­steinn seg­ist aft­ur á móti al­veg hafa gam­an að smá stríðni og skot­um milli leik­manna og liða. „En stund­um eru menn bara að hata til að hata og mér finnst þetta hrika­lega ósann­gjarnt. Eða í það minnsta ekki al­veg það sem ég verðskulda, eft­ir að hafa lagt mig fram um að vera alltaf virðuleg­ur og auðmjúk­ur og leggja blóð, svita og tár í að koma Íslandi á kortið í Coun­ter Strike.“

Brenglað viðhorf

Þarna er Þor­steinn kom­inn í ham og held­ur áfram að skjóta beint og fast eins og á sta­f­ræna víg­vell­in­um: „Ég held að síðustu tíu ár hafi eng­inn lagt jafn mikla vinnu í Coun­ter Strike og að lyfta Íslandi upp í leikn­um en ég en fæ svo bara hat­ur á móti. Eft­ir að hafa bara  spilað á öll­um stærstu mót­un­um og alltaf gert mitt besta, annað hvort sem full­trúi Íslands eða Dusty.

Flest liðin á Íslandi hafa á síðustu árum bara verið svona bumbu­boltalið sem spila bara í ís­lensku deild­inni til að leika sér. Samt halda all­ir með þess­um liðum og hat­ast við eina liðið sem er að reyna að gera eitt­hvað er­lend­is og setja Ísland á kortið. Mér finnst það vera pínu­lítið brenglað.“

Þorsteinn og félagar í Dusty bundu enda á keppnistímabilið hjá …
Þor­steinn og fé­lag­ar í Dusty bundu enda á keppn­is­tíma­bilið hjá hans gamla fé­laga, Bjarna Þór, og Veca í Ljós­leiðara­deild­inni 2024.

Þor­steinn komst þó fljótt að því að, óháð allri þreytu og leiða, get­ur verið hæg­ara sagt en gert að hætta leik þá hátt hann stend­ur. Hann lét því til leiðast þegar hann var beðinn um að end­ur­byggja Dusty og tókst að sann­færa tvo unga leik­menn úr Atlantic, Ásmund Viggós­son (Pandaz) og Elv­ar Orri Arn­ars­son (Ravle ), um að ganga til liðs við end­ur­nýjað Dusty.

„Ég fékk líka mína gömlu fé­laga, StebbaC0C0 og EddezeNNN, aft­ur til baka og Kristján „Kruzer“, gam­all þjálf­ari minn, tók aft­ur við þjálf­un­inni. Við byrjuðum tíma­bilið sterkt og sigruðum besta sænska liðið Met­izport í undan­keppni fyr­ir Maj­or-mót, þar sem við sýnd­um styrk okk­ar á alþjóðavett­vangi.

Við náðum einnig góðum ár­angri á Íslandi og unn­um Stór­meist­ara­mótið 2024, þar sem ég fékk 1.60 HLTV ein­kunn, bestu ein­kunn sem nokk­ur leikmaður hef­ur fengið á því móti.“

Hringn­um næst­um lokað

Dusty fór um þetta leyti í gegn­um ýms­ar svipt­ing­ar og manna­breyt­ing­ar. „Við spiluðum fyr­ir landsliðið á Heims­meist­ara­mót­inu (IESF) og liðið breytt­ist mikið. EddezeNNN og Ravle voru látn­ir víkja úr liðinu og Heiðar „Midgard“ og Árni „Lefluff“ komu inn. Eft­ir IESF landsliðskeppn­ina hætti Pandaz í Dusty og Birn­ir Claus­son „Brnr“ kom í hans stað.“

Þótt Þor­steinn hafi í raun verið til­bú­inn til að hætta 2023 ákvað hann þó að taka eitt tíma­bil í viðbót. „Og ein­mitt 2024, tíu árum eft­ir að ég byrjaði, unn­um við stór­meist­ara­mótið í vor þar sem ég var aft­ur MVP og nú sem fyr­irliði.“

Þor­steinn byrjaði tíma­bilið, sem stefn­ir í að verði hans síðasta á Íslandi, með lát­um á HRingn­um á vor­dög­um síðasta árs þar sem hann og Dusty mættu sín­um gömlu liðsfé­lög­un­um, Pandaz, Ravle og EddezeNNN.

„Þeir höfðu þá tekið sig sam­an með leik­mönn­um Þórs og úr­slita­leik­ur­inn  var æsispenn­andi. Ég átti sér­stak­an stór­leik í fyrsta „mapp­inu“, Mira­ge, þar sem við unn­um 19–17 eft­ir mikla bar­áttu,“ seg­ir Þor­steinn sem endaði með 39 fell­ur (kills) og tryggði sig­ur­inn með mik­il­væg­um lot­um í lok­in.

„Þetta var stór augna­blik á ferl­in­um og hjálpaði okk­ur að leggja grunn að sigri í serí­unni sem við inn­sigluðum síðan og ég hlaut enn ein MVP verðlaun­in fyr­ir frammistöðu mína.“

Með þess­um sigri fannst Þor­steini hann vera bú­inn að loka ákveðnum hring og því tíma­bært að láta staðar numið. „Ég ákvað að hætta eft­ir þenn­an HRing vegna þess að þarna fannst mér ég geta skilið ís­lenska fer­il­inn eft­ir á flott­um stað eft­ir að hafa unnið allt sem riff­ill, leyniskytta og fyr­irliði og allt það þannig að ég ákvað bara að ein­beita mér að skól­an­um.“

Þorsteinn eftir að hafa leitt Dusty til sigurs í Ljósleiðaradeildinni …
Þor­steinn eft­ir að hafa leitt Dusty til sig­urs í Ljós­leiðara­deild­inni í nóv­em­ber en hann kom aft­ur í liðið und­ir lok tíma­bils­ins til þess að stýra skút­unni í höfn. Ljós­mynd/​Atli Már

Þor­steinn seg­ir að skól­inn hafi verið aðalástæðan fyr­ir því að hann vildi draga sig í hlé auk þess sem hann hafi upp­lifað Dusty og þá sjálf­an sig um leið sem ákveðin fórn­ar­lömb eig­in vel­gengni.

„Við erum bún­ir að gnæfa svo lengi yfir Íslandi. Höf­um verið að vinna öll mót og vera, alla­veg­anna sam­kvæmt töl­fræðinni og flest­um sem ég tala við, bara lang­best­ir á Íslandi. En ég hef líka upp­lifað tvö síðustu tíma­bil, 2023 og 2024, eins og fólk sé orðið hrika­lega þreytt á okk­ur.“

Þor­steinn seg­ir þetta hafa gengið svo langt að hann hafi ekki einu sinni fundið fyr­ir stuðningi landa sinna hvort sem Dusty hefi verið að keppa á stór­um er­lend­um mót­um eða jafn­vel fyr­ir Íslands hönd sem landslið. „Fólk var bara orðið það þreytt á okk­ur að það var bara eng­inn stuðning­ur. Þetta var bara orðið leiðin­legt og það ýtti mér dá­lítið út í að ein­beita mér frek­ar að skól­an­um.“

Eng­in leið að hætta

Aft­ur fékk Þor­steinn þó fljót­lega áminn­ingu um hversu römm Dusty taug­in er í raun og veru og eft­ir að hafa ekki snert sta­f­rænt vopn í nokkra mánuði fann hann sig knú­inn til þess að svara kall­inu sem kom þegar Dusty vantaði leik­menn skömmu fyr­ir úr­slita­leik Ljós­leiðara­deild­ar­inn­ar seint á síðasta ári.

„Ég hafði ekki spilað í þrjá eða fjóra mánuði en tók áskor­un­inni og þurfti að spila þrjá leiki á móti tveim­ur af bestu liðum lands­ins. Einn gegn VECA og tvo á móti Þór. „Við rétt töpuðum á móti Þór í loka­leikn­um í deild­inni í því­líkt tæp­um leikj­um en þetta var bara ein­hverj­um nokkr­um dög­um eft­ir að ég byrjaði aft­ur.“

Dusty mætti síðan VECA í undanúr­slit­um og þar fór Þor­steinn gegn Bjarna, sín­um gamla fyr­irliða til marga ára í Dusty. „Hann er bara frá­bær leikmaður og frá­bær fyr­irliði og þeir voru bún­ir að vera al­veg geggjaðir á tíma­bil­inu,“ seg­ir Þor­steinn en þótt VECA hafi ekki kom­ist í úr­slit varð það fyr­ir val­inu sem lið síðasta árs í Ljós­leiðara­deild­inni.

„Við unn­um þá ör­ugg­lega og kom­umst í úr­slita­leik­inn gegn Þór sem fór fram í Dust2, mik­il­væg­asta og erfiðasta „mapp­inu“ í úr­slitaserí­unni,“  seg­ir Þor­steinn um leik­inn sem verður hon­um lengi eft­ir­minni­leg­ur.

„Við unn­um fyrsta kortið, Anu­bis, þægi­lega en vor­um síðan slegn­ir niður í Nuke í næsta leik. Það setti okk­ur í slæma stöðu og þurft­um virki­lega að vinna Dust2 til að eiga séns á að vinna serí­una.

Leik­ur­inn var jafn og spenn­andi, en okk­ur tókst að inn­sigla sig­ur­inn 16:13. Ég átti stór­leik og endaði með 37 fell­ur. Þetta var al­veg sturlað og gerði gæfumun­inn í lok­in,“ seg­ir Þor­steinn og bend­ir á að þetta hafi verið ann­ar úr­slita­leik­ur­inn hans í röð þar sem hann fór eft­ir­minni­leg­um ham­förum.

Hætt­ir á toppn­um

„Á HRingn­um var ég með 39 fell­ur og þarna í Dust2  var ég með 37. Þessi sig­ur var gríðarlega mik­il­væg­ur fyr­ir liðið og sýndi fram á að við gæt­um enn staðið uppi sem sig­ur­veg­ar­ar í erfiðustu aðstæðum.“

Leikmenn Dusty í Counter-Strike: Global Offensive. StebbiC0C0, EddezeNNN, TH0R, Pallib0ndi, …
Leik­menn Dusty í Coun­ter-Strike: Global Of­fensi­ve. StebbiC0C0, EddezeNNN, TH0R, Palli­b0ndi, det­ina­te og kruzer. Ljós­mynd/​Dusty

Þrátt fyr­ir magnaða frammistöðuna á enda­sprett­in­um var Þor­steinn, aldrei þessu vant, ekki val­inn MVP móts­ins. „Ég held það hafi svo­lítið verið út af því að ég spilaði bara þrjá leiki á tíma­bil­inu. Og það er bara fínt. „Midgard“ átti það al­veg klár­lega skilið,“ seg­ir Þor­steinn sem get­ur ekki annað en verið helsátt­ur við síðasta ár.

„Þarna var ég aft­ur bú­inn að vinna öll stærstu mót­in á ár­inu; stór­meist­ara­mótið, HRing­inn og svo Ljós­leiðara­deild­ina, með eng­um fyr­ir­vara, og er efst­ur í töl­fræðinni í deild­inni. Meira að segja þótt ég hafi ekki spilað nema þrjá leiki og bara á móti þess­um bestu liðum. Það er hel­víti fínt.“

Aldrei segja aldrei aft­ur

Þor­steinn hef­ur því fullt efni á að bera höfuðið hátt þegar hann býr sig und­ir að ganga sátt­ur af velli. Enda bú­inn að vinna þar allt sem hægt er að vinna og stefn­ir auk þess á stærri víg­völl. „Já klár­lega. Ég sé  raun­inni ekki eft­ir neinu, þannig lagað. Þetta er búið að vera ótrú­lega gam­an og gam­an líka að ná að stimpla sig inn, alla­vega klár­lega að mínu mati, sem lang­besta leik­mann síðustu tíu ára.

„Ég hef verið lang­besti leikmaður­inn á Íslandi sem riff­il, leyniskytta og sem fyr­irliði,“ seg­ir Þor­steinn og legg­ur áherslu á að þetta eru ekki bara orðin tóm og hann geti rennt styrk­um stoðum und­ir þess­ar staðhæf­ing­ar með töl­fræði, titl­um og öll­um MVP-viður­kenn­ing­un­um sem hon­um hafa hlotn­ast á ferl­in­um.

„Ég er bú­inn að vera lang­best­ur á Íslandi síðustu fimm ár en eng­inn hef­ur náð slík­um ár­angri óslitið í jafn lang­an tíma. Alla­veg­anna ekki á síðustu tíu árum. Þannig að það er, í raun­inni, bara því­lík­ur heiður að vera tal­inn einn besti leikmaður Íslands í sög­unni.

Ég er bara 24 ára og minn fer­ill er langt, langt, langt, langt frá því að vera bú­inn. Núna er ég bara að fara til Banda­ríkj­anna og stefni bara á að festa mig enn bet­ur í sessi sem Geit­in.“

Þor­steinn er enn að reyna að slíta sig laus­an með því að segja skilið við Dusty og ís­lenska fer­il­inn. Þetta hef­ur þó ekki gengið bet­ur en svo að um síðustu helgi sigraði hann Reykja­vík­ur­leik­ana í Coun­ter Strike (RIG) ásamt tölu­vert breyttu liði Dusty frá því þeir sigruðu Ljós­leiðara­deild­ina í nóv­em­ber.

Þar var hann enn eina ferðina út­nefnd­ur MVP móts­ins og þegar hann er spurður hvort hann ætli nú að láta end­an­lega staðar numið hef­ur reynsl­an kennt hon­um að fara var­lega í full­yrðing­arn­ar.

„Ég hætti alla­veg­anna í ág­úst,“ seg­ir öfl­ug­asti Coun­ter Strike spil­ari lands­ins sem þá held­ur á vit nýrra æv­in­týra í Bost­on.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert