Williams býður í Button

Jenson Button býr sig undir æfingarakstur í Sao Paulo í …
Jenson Button býr sig undir æfingarakstur í Sao Paulo í gær. ap

Frank Williams hef­ur boðið BAR-liðinu þrjár millj­ón­ir punda - um 390 millj­ón­ir króna - fyr­ir að leyfa Jen­son Butt­on að fara til síns gamla liðs þegar á næsta ári í stað þess að bíða til 2006, en þá fengi Williams hann fyr­ir ekki neitt.

Williams hef­ur heitið því að virða niður­stöðu samn­ings­réttaráð formúl­unn­ar sem úr­sk­urðaði á miðviku­dag að Butt­on væri samn­ings­bund­inn BAR-liðinu út næsta ár; láta ekki frek­ar á málið reyna með því að fara með það fyr­ir dóm­stóla.

Með því hef­ur hann þó ekki gefið upp alla von um að fá Butt­on til sín á næsta ári og hef­ur - ólíkt því sem jafn­an er venj­an - seilst dýpra ofan í vasa sína til að reyna að kaupa hann.

Inn­an­búðarmaður hjá Williams seg­ir að Sir Frank geti ekki boðið brjálæðis­leg­ar fjár­hæðir en hafi samt gert BAR til­boð til að samþykkja eða hafna. Í vik­unni sagði BAR-stjór­inn Dav­id Rich­ards að hann teldi Williams ekki hafa efni á því að kaupa Butt­on til sín, ekki einu sinni með óút­fylltri ávís­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert