Ferrari frumsýnir F2007-bílinn

F2007-bíllinn er sagður mjög breyttur miðað við bíl síðasta árs, …
F2007-bíllinn er sagður mjög breyttur miðað við bíl síðasta árs, einkum að framan. ap

Ferrari frumsýndi 53. keppnisbíl sinn í formúlu-1 við æfingabraut liðsins í Fiorano á Ítalíu í dag, en hermt er að hann muni taka gagngerum breytingum fram að keppnistímabilinu. Sömuleiðis er bíllinn talsvert frábrugðin keppnisbíl fyrra árs.

Ferrari varð í öðru sæti í keppni bílsmiða á eftir Renault í fyrra og hyggst freista þess með talsvert breyttum bíl að snúa því dæmi við í ár.

Þannig tekur framfjöðrunin stakkaskiptum og fullyrða talsmenn Ferrari að þar sé um nýsköpun að ræða hvað hugmyndafræði og loftafl varðar.

Ennfremur hefur lögun hliðarbelgjanna verið breytt og einnig loftopum þeirra. Er það liður í nýrri útfærslu kælikerfa mótorsins. Þá breytist loftinntaki hans á hvalbaknum aftan ökumanns.

Hermt er að þessar breytingar hafi haft í för með sér að Ferraribíllinn sé um 10 kílóum þyngri í ár en í fyrra.

AFturfjöðrunin er sögð ámóta þeirri í fyrra en ætlunin er að þróa hana mjög næstu vikur og mánuði. Bíllinn er með lengra hjólhaf en forverinn.

Bílnum verður frumekið í Fiorano-brautinni á morgun og hefur Felipe Massa verið falið það hlutverk.

Fjöðrunin er nýjung.
Fjöðrunin er nýjung. ap
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert