Takmark Honda er titill í ár

Millibíll Honda á ferð við æfingar í fyrstu viku desember.
Millibíll Honda á ferð við æfingar í fyrstu viku desember. mbl.is/hondaf1

Hondaliðið gerir ráð fyrir því að báðir ökuþórar þess, Rubens Barrichello og Jenson Button, verði í aðstöðu til þess að keppa um heimsmeistaratitil ökuþóra í ár. Liðið leggur nú lokahönd á smíði 2007-bílsins síns.

Frá þessu sagði íþróttastjóri Honda, Gil de Ferran, á árlegri akstursíþróttasýningu breska tímaritsins Autosport í dag.

Ferran telur að stöðugleiki innan liðsins og litlar mannabreytingar komi sér vel á komandi keppnistíð. Lauk liðið síðustu vertíð á háu nótunum og vonast til að taka þráðinn upp þar sem frá var horfið er keppnistímabilið hefst í Melbourne.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert