Viktor Þór og Kristján Einar keppa í Brands Hatch

Kristján Einar (framar) og Viktor Þór í návígi á æfingu …
Kristján Einar (framar) og Viktor Þór í návígi á æfingu í Brands Hatch í gær.

Viktor Þór Jensen og Kristján Einar Kristjánsson keppa á morgun í hinni sögufrægu kappakstursbraut Brands Hatch í Englandi. Fara þá fram  13. og 14. mót ársins í hinni bresku formúlu-3. Í báðum leggja þeir af stað af 10. og 13. rásröð.

Í fyrri tímatökunni setti Viktor Þór 20. besta tímann og Kristján Einar þann 25. af alls 27 ökumönnum. Varð Viktor Þór 17. í alþjóðaflokknum af 18 og Kristján Einar sjöundi í landsflokknum af níu.

Í seinni tímatökunni urðu báðir einu sæti aftar í viðkomandi flokki og sæti aftar á rásmarki, en nær fremstu mönnum að tíma en í fyrri tímatökunni.

Kristján Einar var sprækur á æfingum í gær en hann er að aka í Brands Hatch í fyrsta sinn. Á seinni æfingunni bætti hann sig um hálfa sekúndu frá þeirri fyrri og setti fjórða besta tímann í landsflokknum. Á fyrri æfingunni ók hann hraðar en Viktor Þór en þeir félagarnir höfðu svo sætaskipti á seinni æfingunni.

Kristján Einar á ferð í Brands Hatch.
Kristján Einar á ferð í Brands Hatch. mbl.is/Unnar Helgi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert