Viktor Þór í framför

Viktor Þór (nær) í návígi í keppni í Brands Hatch …
Viktor Þór (nær) í návígi í keppni í Brands Hatch í dag. mbl.is/jamesbearne

Viktor Þór Jensen náði einhverjum sínum besta árangri í ár í formúlu-3 í tveimur mótum sem fram fóru í Brands Hatch brautinni sögufrægu í Englandi. Varð hann 14. af 18 keppendum í alþjóðaflokki í fyrri kappakstrinum en sæti framar í þeim seinni.

Viktor Þór virðist vera að ná betri tökum á bíl sínum því árangurinn er betri en í fyrri mótum og bilið í fremstu bíla minna. Í fyrra mótinu í dag var það 1:01 mínúta en 57,8 sekúndur í því seinna.

Háði það Viktori Þór framan af að hann missti af fyrstu mótunum þar sem bíllinn var ekki tilbúinn úr smiðju framleiðenda í tæka tíð. Af þeirri ástæðu missti hann og af flestum æfingum fyrir keppnistímabilið og þeim fyrstu eftir að það hófst.

Þá er hann loks kominn með eigin vélfræðing í fullu starfi og bindur miklar vonir við það.

Kristjáni Einari Kristjánssyni gekk hins vegar ekki jafn vel í landsflokki. Í fyrra mótinu varð hann níundi og síðastur í flokknum en í seinna mótinu áttundi.

Viktor Þór með halarófu bíla á eftir sér í Brands …
Viktor Þór með halarófu bíla á eftir sér í Brands Hatch í dag. mbl.is/jamesbearne
Frá mótunum í Brands Hatch í dag. Viktor Þór er …
Frá mótunum í Brands Hatch í dag. Viktor Þór er fremstur bílanna á myndinni. mbl.is/jamesbearne
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert