„Silverstone drottning bresku brautanna“

Kristján Einar í Spa í byrjun ágúst. Að baki honum …
Kristján Einar í Spa í byrjun ágúst. Að baki honum Rauðavatnsbeygjuna fræga (Eau Rouge).

„Sil­verst­one er auðvitað drottn­ing bresku braut­anna og það rík­ir eft­ir­vænt­ing í Carlin-hópn­um,“ seg­ir Kristján Ein­ar Kristjáns­son en hann kepp­ir í formúlu-3 í hinni sögu­frægu braut um helg­ina. Þar fór fyrsti kapp­akst­ur sög­unn­ar í formúlu-1 fram og er út­færsla braut­ar­inn­ar nán­ast hin sama nú sem þá.

Kristján Ein­ar gekk um Sil­verst­one-braut­ina í dag og und­ir­bjó sig und­ir helg­ina.  Æfing­ar fara fram í fyrra­málið og tíma­tök­ur síðdeg­is þar sem báðar keppn­ir helgar­inn­ar fara fram á laug­ar­dag í stað sunnu­dags. 

„Þetta verður stutt og snörp lota hjá okk­ur um helg­ina. Ástæðan er sú að við höld­um til Búkarest og kepp­um á göt­um borg­ar­inn­ar 23. og 24. ág­úst. Til að allt gangi upp þar leggja risatrukk­ar liðanna af stað með bíl­ana, viðgerðala­ger­inn og verk­stæðin strax eft­ir seinni keppn­ina á laug­ar­dag­inn,“ seg­ir Kristján Ein­ar.

Hann hef­ur ekki áður keppt á Sil­verst­one, en snemma á keppn­is­tíma­bil­inu átti Carlin Motor­sport einn æf­inga­dag þar fyr­ir lið sitt og fékk Kristján Ein­ar þá tæki­færi til að spreyta sig í henni.

„Ég var mjög sátt­ur við þessa braut þegar við æfðum þar í vor, hún er með öfl­uga beygjukafla sem ég fæ mikið út úr að tak­ast á við og hún er hröð þótt maður nái ekk­ert í átt­ina að hraðanum á Monza eða Thruxt­on. En hún er áskor­un og þetta verður spenn­andi helgi,“ seg­ir hann. 

Þriðju helg­ina í röð verður Kristján Ein­ar eini kepp­andi Carlin í lands­flokksliði þar sem Andy Meyrick liðsfé­lagi hans miss­ir nú af þriðju  keppn­is­helg­inni vegna al­var­lega veik­inda. Þar með miss­ir hann og  mögu­leika á að sigra mótaröðina sem hann leiddi með mikl­um yf­ir­burðum fram­an. 

„Ég finn mikið fyr­ir því að hann er ekki í hópn­um því liðsfé­lag­ar vinna mikið sam­an með tækniupp­lýs­ing­ar og það hef­ur komið sér vel að vinna með sam­an­b­urð frá al­besta lands­flokk­söku­mann­in­um sem er þar á ofan frá­bær liðsfé­lagi,“ seg­ir Kristján Ein­ar.

Carlin-liðið stend­ur hins veg­ar mjög vel að vígi í alþjóðaflokkn­um og hef­ur verið mjög öfl­ugt í flest­um mót­um árs­ins. Fjór­ir kepp­end­ur þess  náðu þeim ein­staka ár­angri í Spa Francorchamps-braut­inni í Belg­íu á dög­un­um að verða í fjór­um fyrstu sæt­um í mark.

Slíkt hef­ur aldrei gerst áður í sex­tíu ára sögu formúlu 3. Þrír þeirra eru í sex manna hópn­um sem slæst hart um sig­ur í alþjóðaflokkn­um í hinni besku formúlu-3. Þ.e.a.s  Jaimie Algu­ers­ari og Brendon Hartley sem Carlin þjálf­ar fyr­ir Red Bull og Oli­ver Tur­vey sem Carlin þjálf­ar fyr­ir sam­tök fyrr­um breskra heims­meist­ara, Rac­ing Steps Foundati­on.

„Þess­ir strák­ar eru all­ir frá­bær­ir öku­menn, bún­ir með sjö, átta ár í kapp­akstri og tveir byrjaðir að æfa á formúlu-1 bíl­um. Það hef­ur skipt miklu máli fyr­ir mig að hafa aðgang að svona ein­stak­ling­um sem eru líka alltaf til­bún­ir að aðstoða og veita ráð,“ seg­ir Kristján Ein­ar um liðsfé­laga sína sem hann hef­ur lært mikið af.




 

Félagar Kristjáns Einars sem urðu í fyrstu fjórum sætunum í …
Fé­lag­ar Kristjáns Ein­ars sem urðu í fyrstu fjór­um sæt­un­um í Spa. mbl.is/​kendra abay
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka