Kristján á vegg í Búkarest

Kristján Einar á ferð í Búkarest.
Kristján Einar á ferð í Búkarest. mbl.is/fota

„Það er skrítið að verða allt í einu áhorf­andi, en við kepp­um eft­ir sömu ör­ygg­is­regl­um og formúla-1 og eft­ir þeim verður að fara," sagði Kristján Ein­ar Kristjáns­son sem fékk ekki leyfi frá lækn­um formúlu-3 til að keppa í Búkarest í dag vegna höggs sem hann hlaut í hörðum árekstri í þeim fyrri.

At­vikið átti sér stað á fjórða hring, í þrengstu beygju hrings­ins. Kristján Ein­ar kom í gegn­um hana á 160 km hraða rétt á und­an tveim­ur bíl­um. Ann­ar þeirra rakst aft­an á Kristján Ein­ar með þeim af­leiðing­um að vinstra aft­ur­dekkið lyft­ist, bíll­inn sner­ist og flaug á vegg og kom harka­lega niður.

Hinir bíl­arn­ir tveir skullu einnig sam­an og féllu úr leik. Hafnaði ann­ar á veggn­um hand­an braut­ar­inn­ar. 

„Gír­kass­inn brotnaði við fyrra höggið og vél­in skemmd­ist við seinni skell­inn. Hinir bíl­arn­ir tveir skemmd­ust líka mikið og við vor­um tveir sem feng­um ekki leyfi til að keppa í seinna mót­inu," sagði Kristján Ein­ar.

„En ör­ygg­is­búnaður­inn sannaði sig og ég má að öll­um lík­ind­um fara að æfa og keyra aft­ur eft­ir eina til tvær vik­ur,“ bætti hann við.

Við at­vikið var ör­ygg­is­bíll kallaður út í braut­ina meðan laskaðir bíl­arn­ir  voru fjar­lægðir. Var ekki gefið grænt ljós á að halda keppni áfram fyrr en hann hafði verið 10 hringi í braut­inni.

Frá ræsingu fyrri kappakstursins í Búkarest í dag.
Frá ræs­ingu fyrri kapp­akst­urs­ins í Búkarest í dag. mbl.is/​fota
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert