Margir frægir keppt í Atlantic-formúlunni

Kristján Einar í Newman Wachs bílnum í Sebring í Flórída …
Kristján Einar í Newman Wachs bílnum í Sebring í Flórída í byrjun desember.

Margir ökuþórar sem síðar skópu sér enn frekari frægð og frama í kappakstri hafa keppt í Atlantic-formúlunni bandarísku, sem hóf göngu sína árið 1974. Þar á meðal eru tveir sem síðar urðu heimsmeistarar í formúlu-1, Keke Rosberg og Jacques Villeneuve.

Kristján Einar Kristjánsson verður í hópi með þessum mönnum á næsta ári fari hann til keppni með Newman Wachs-liðinu, eins og efni standa til. Hann er ekki sá fyrsti sem skiptir úr hinni bresku formúlu-3 yfir í Atlantic-formúluna. Í ár kepptu þar tveir synir fyrrum formúlu-1 meistarans Nigel Mansell, líka eftir eitt ár í formúlu-3 í Bretlandi.

Í Atlantic-mótunum er keppt ýmist á varanlegum kappakstursbrautum eða brautum sem settar eru upp inni í borgum til bráðabirgða vegna keppninnar, samanber í Mónakó, Singapúr og Valencia í formúlu-1. Hver kappakstur er á bilinu 100 - 160 km, en að hámarki stendur keppnin yfir í 45 eða 50 mínútur.

Meðal ökuþóra sem keppt hafa í Atlantic-formúlunni og gerðu garðinn síðar frægan í öflugri greinum; formúlu-1, IRL, ChampCar og NASCAR, svo einhverjar séu nefndar eru:

A.J. Allmendinger, Michael Andretti, Geoff Brabham, Patrick Carpentier, Jon Fogarty, Richie Hearn, Sam Hornish Jr., Ryan Hunter-Reay, Katherine Legge, Roberto Moreno, Danica Patrick, Bobby Rahal, Graham Rahal, Buddy Rice, áðurnefndur Rosberg, Alex Tagliani, Paul Tracy, Al Unser Jr., Jimmy Vasser, Gilles Villeneuve, bróðir hans Jacques og sonur hans Jacques, sem síðar varð heimsmeistari ökuþóra í formúlu-1, og loks Dan Wheldon.

Kristján Einar á Newman Wachs bílnum í Sebring í byrjun …
Kristján Einar á Newman Wachs bílnum í Sebring í byrjun desember.
Bíll Kristjáns Einars yfirfarinn milli aksturslota í Sebring í desemberbyrjun. …
Bíll Kristjáns Einars yfirfarinn milli aksturslota í Sebring í desemberbyrjun. L.t.v. er tæknistjórinn Don Halliday.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert