„Öflugri bíll en ég ímyndaði mér“

Kristján Einar á ferð í Sebring í byrjun desember.
Kristján Einar á ferð í Sebring í byrjun desember.

„Bíllin var öflugri að takast á við en ég hafði ímyndað mér. Hann er talsvert frábrugðinn formúlu-3 bílnum. Hestöflin 300 í stað 200 og með loftflæðið í gegnum göng eins og í formúlu-1 bílunum en ekki undir bílinn eins og í formúlu-3.“ 

Þannig kemst Kristján Einar Kristjánsson að orði eftir að hafa verið til prófunar hjá Newman Wachs liðinu bandaríska, en myndskeiðið með fréttinni eru frá þeim akstri. Útlit er fyrir að hann verði ökuþór þess á næsta ári, í Atlantic-mótaröðinni svonefndu.

Í bílunum þar er 2,3 lítra fjögurra strokka Mazda MZR-mótor sem skilar 300 hestum við 8.000 snúninga á mínútu. Nær hann 300 km/klst hraða. Þótt Mazda leggi til mótora þá er þeim breytt og viðhaldið af hinu fræga breska mótorfyrirtæki, Cosworth.

„Dekkin eru líka talsvert öðru vísi en í formúlu-3 og bíllinn reyndar allur. Þótt þetta væri í fyrsta sinn sem ég kynntist honum gekk aksturinn vel og ég missti hann aldrei út úr brautinni. Efftir því sem leið á prófanirnar fann ég hvað hann á í raun rosalega vel við mig.

Bílinn sem Kristján Einar hafði til afnota við prófanirnar sem fram fóru í Sebring-brautinni í Flórída var keppnisbíll hinnar svissnesku Simona de Silvestro. Hún er önnur konan til að vinna mótssigur í 34 ára sögu Atlantic-raðarinnar. Það gerði hún í fyrsta móti ársins í ár, í Long Beach.

Unnið við uppsetningar bíl Kristjáns Einars milli aksturslota í Sebring.
Unnið við uppsetningar bíl Kristjáns Einars milli aksturslota í Sebring.
Bíll Kristjáns Einars yfirfarinn milli aksturslota.
Bíll Kristjáns Einars yfirfarinn milli aksturslota.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert