„Öflugri bíll en ég ímyndaði mér“

Kristján Einar á ferð í Sebring í byrjun desember.
Kristján Einar á ferð í Sebring í byrjun desember.

„Bíll­in var öfl­ugri að tak­ast á við en ég hafði ímyndað mér. Hann er tals­vert frá­brugðinn formúlu-3 bíln­um. Hest­öfl­in 300 í stað 200 og með loft­flæðið í gegn­um göng eins og í formúlu-1 bíl­un­um en ekki und­ir bíl­inn eins og í formúlu-3.“ 

Þannig kemst Kristján Ein­ar Kristjáns­son að orði eft­ir að hafa verið til próf­un­ar hjá Newm­an Wachs liðinu banda­ríska, en mynd­skeiðið með frétt­inni eru frá þeim akstri. Útlit er fyr­ir að hann verði ökuþór þess á næsta ári, í Atlantic-mótaröðinni svo­nefndu.

Í bíl­un­um þar er 2,3 lítra fjög­urra strokka Mazda MZR-mótor sem skil­ar 300 hest­um við 8.000 snún­inga á mín­útu. Nær hann 300 km/​klst hraða. Þótt Mazda leggi til mótora þá er þeim breytt og viðhaldið af hinu fræga breska mótor­fyr­ir­tæki, Cosworth.

„Dekk­in eru líka tals­vert öðru vísi en í formúlu-3 og bíll­inn reynd­ar all­ur. Þótt þetta væri í fyrsta sinn sem ég kynnt­ist hon­um gekk akst­ur­inn vel og ég missti hann aldrei út úr braut­inni. Efft­ir því sem leið á próf­an­irn­ar fann ég hvað hann á í raun rosa­lega vel við mig.

Bíl­inn sem Kristján Ein­ar hafði til af­nota við próf­an­irn­ar sem fram fóru í Sebring-braut­inni í Flórída var keppn­is­bíll hinn­ar sviss­nesku Simona de Sil­vestro. Hún er önn­ur kon­an til að vinna móts­sig­ur í 34 ára sögu Atlantic-raðar­inn­ar. Það gerði hún í fyrsta móti árs­ins í ár, í Long Beach.

Unnið við uppsetningar bíl Kristjáns Einars milli aksturslota í Sebring.
Unnið við upp­setn­ing­ar bíl Kristjáns Ein­ars milli akst­urslota í Sebring.
Bíll Kristjáns Einars yfirfarinn milli aksturslota.
Bíll Kristjáns Ein­ars yf­ir­far­inn milli akst­urslota.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka