Ánægðir með Kristján Einar og byrjunin lofar góðu

Kristján Einar í keppni í Valencia í dag.
Kristján Einar í keppni í Valencia í dag.

Kristján Einar Kristjánsson þreytti frumraun sína í Opnu F3 Evrópumótaröðinni í Valencia í dag og stóð sig með ágætum frammi fyrir 15.000 áhorfendum.

Af 22 keppendum varð Kristján Einar í 16. sæti í aðalkeppninni og áttundi í Copa-deildinni svonefndu. Þar keppa 13 Dallara 306-bílar, en í aðalkeppninni eru auk þeirra Dallara-308 bílar.

„Við erum bjartsýnir á tímabilið með Kristjáni Einari, enda höfum við fylgst með honum frá því í fyrra og teljum, að með réttri þjálfun sé þar mikið kappakstursefni á ferð.

Þess vegna vorum við tilbúnir til að koma verulega til móts við hann til að ná samningum og fá hann í liðið,“ segir John Miller, liðsstjóri Team West Tec sem Kristján Einar hóf keppni með um helgina í formúlu-3 í Opnu F3 Evrópumótaröðinni.

„Kristján Einar hefur ekki ekið formúlu-3 bíl í næstum níu mánuði og fyrir helgina náðum við aðeins einni æfingu þannig að ég gerði ekki miklar kröfur fyrir þessa fyrstu helgi.

Formúlu-3 bílarnir í þessari mótaröð eru gjörólíkir í akstri í samanburði við bresku F3-bílana og þurfa allt annan akstursstíl en Kristján Einar er vanur.

En hann sýndi mikla keppnishörku í báðum umferðum, náði fram úr fjórum bílum í seinni umferðinni og vann sig upp í 16. sætið. Hann var mjög jafn út í gegnum keppnina. Þessi byrjun lofar góðu,“ sagði John Miller einnig.

Kristján Einar ræðir við aðstoðarmenn sína í Valencia.
Kristján Einar ræðir við aðstoðarmenn sína í Valencia.
Kristján Einar klár til keppni í Valencia á Dallara 306-bílnum …
Kristján Einar klár til keppni í Valencia á Dallara 306-bílnum sem er vel merktur Íslandi.
Frá upphafi kappakstursins í Valencia í dag.
Frá upphafi kappakstursins í Valencia í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert