Kristján Einar á Donington Park í dag

Kristján Einar á fullri ferð á Donnington Park.
Kristján Einar á fullri ferð á Donnington Park. mbl.is

"Þetta verður spennandi og æfingarnar í gær lofuðu góðu. Að vísu æfðum við í úrhelli og í dag er heiðskýrt og bjart ennþá að minnsta kosti," sagði Kristján Einar Kristjánsson. Hann keppir um helgina á Donington Park brautinni í Bretlandi og er fyrri kappaksturinn í dag en sá seinni á morgun, sunnudag.

Kristján Einar keppir í Opnu Evrópsku Formúlu 3 mótaröðinni, en hún fer á milli landa og mikið er lagt upp úr að keppendur kynnist og æfi á formúlu-1 brautum. Donington Park verður vettvangur breska kappakstursins í formúlu-1 næstu árin í stað  Silverstone.

Brautin er 4,2 km að lengd og á sér stóran sess í akstursíþróttasögunni frá því snemma á síðustu öld. Hún er ekki síður þekkt sem ein helsta mótorhjólakappakstursbraut heims.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert