Kristján Einar sjöundi í sínum flokki í Donington

Kristján Einar á ferð í opnu evrópsku formúlu-3.
Kristján Einar á ferð í opnu evrópsku formúlu-3.

Kristján Einar Kristjánsson varð sjöundi í sínum flokki í fyrri kappakstri helgarinnar í opnu evrópsku formúlu-3 mótaröðinni, sem fram fór í Doningtonbrautinni í Englandi í dag.

Kristján Einar varð einni sjöundi af ökumönnum á Dallara 306-bílum í tímatökunum fyrr í dag. Alls tóku 10 slíkir bílar þátt í dag, en einnig er keppt á aðeins öflugri bílum, Dallara 308. 

Allir aka keppendurnir saman og varð Kristján Einar í heildina 16. af 21 ökuþór. Bætti hann sig um tvö sæti frá tímatökunum þar sem hann varð 18. í heildina.

Norðmaðurinn Thor-Cristian Ebbesvik, liðsfélagi Kristjáns Einars hjá West-Tec liðinu kom fyrstur í mark í kappakstrinum en hann keppir á 308-bíl.

Annar félagi Kristjáns Einars, Bretinn Callum Macleod, varð langfremstur 306-bílanna og hefur örugga forystu í stigakeppninni í svonefndum Copa-flokki, sem Kristján Einar keppir í.

Seinni kappakstur helgarinnar hjá Kristjáni Einari og félögum fer fram seinni part dags á morgun.


Frá ræsingu kappaksturs í Opnu Evrópsku formúlu-3 mótaröðinni í Spa.
Frá ræsingu kappaksturs í Opnu Evrópsku formúlu-3 mótaröðinni í Spa.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert