Kristján Einar varð þriðji á Donington

Kristján Einar varð þriðji á Donnington í dag.
Kristján Einar varð þriðji á Donnington í dag. mbl.is

Kristján Ein­ar Kristjáns­son lauk keppni í sín­um flokki í Opnu evr­ópsku formúlu-3 á Don­ingt­on Park á Bretlandi í dag í þriðja sæti eft­ir harða keppni sem hófst í úr­hell­is­rign­ingu og endaði í heiðskíru veðri og sól.

„Kristján Ein­ar sýndi frá­bæra akst­urs­tækni í dag og nýtti sér styrk­leika sinn í að keppa við erfiðar aðstæður til fulln­ustu,“ sagði Gavin Mills eig­andi Team West Tec og tækn­i­stjóri Kristjáns Ein­ars um helg­ina.

„Við höf­um séð þetta á brautaræf­ing­um eins og sl. föstu­dag þegar hann átti hann lengst af annað besta tíma og á ákveðnum braut­ar­köfl­um hann hraðast­ur allra bíla í braut bæði á æf­ing­um og í tíma­tök­um.“

Úrslit tíma­tök­unn­ar í gær voru því nokk­ur von­brigði þar sem Kristján Ein­ar var hraðast­ur allra bíla í Copa keppn­inni á tveim­ur braut­ar­köfl­um en fjarri bestu tim­um á þriðja kafl­an­um og endaði í 7. sæti.

En í dag nýtti hann alla styrk­leika sína í akstri og við fylgd­umst með hon­um aka upp úr 8. sæti á rá­slínu í 2. sæti sem hann missti rétt í lok­in þegar bíll­inn rann til í braut­inni og spann heil­an hring nokkr­um metr­um frá lokaflagg­inu. En hann náði að kom­ast aft­ur inn í keppn­ina og lauk í 3. sæti, 0,192 sek­únd­um á eft­ir næsta bíl," sagði Mills við mbl.is.

Alls keppti 21 bíll í Opnu evr­ópsku formúlu-3 á Don­ingt­on í dag, þar af 11 í flokki Kristjáns í keppn­inni um Copa-bik­ar­inn. Mótaröðin fer nú í æf­inga­hlé, en næstu mót er á Magny Cours og Monza í sept­em­ber.

All­ir bíl­arn­ir eru ræst­ir af stað sam­tím­is og varð Kristján Ein­ar 10. í mark af 20 sem kláruðu keppn­ina, sem telj­ast verður mjög góður ár­ang­ur. Á ef­teir hon­um urðu fjór­ir Dall­ara 308-bíl­ar sem eru öfl­ugri en 306-bíl­ar eins og Kristján Ein­ar kepp­ir á.

Kristján Einar (l.t.h.) á verðlaunapallinum í Donington.
Kristján Ein­ar (l.t.h.) á verðlaunap­all­in­um í Don­ingt­on.
Kristján Einar með verðlaun sín í Donington í dag.
Kristján Ein­ar með verðlaun sín í Don­ingt­on í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka