Kristján Einar upp um sæti í stigakeppninni

Kristján Einar á leið út í brautina í Magny-Cours.
Kristján Einar á leið út í brautina í Magny-Cours.

Kristján Ein­ar Kristjáns­son varð í sjötta sæti í kapp­akstri dags­ins í opnu evr­ópsku formúlu-3 í Magny-Cours í Frakklandi í dag. Hann var fjórði á rásmarki í Copa-flokki og stefndi hærra. Var kom­inn upp í annað sæti er  keppi­naut­ur ók utan í hann og laskaði aft­ur­væng svo hann varð að fara auka­ferð inn á þjón­ustu­svæði til viðgerðar.

„Það var árekst­ur fyr­ir fram­an mig og ég var að forðast hann þegar ein­hver fór utan í mig að aft­an. Höggið var ekki mikið högg en nóg til þess að laska aft­ur­væng­inn svo ég varð að fara inn á viðgerðasvæði,“ sagði Kristján Ein­ar að lok­inni keppni.

„Auðvitað eru þetta von­brigði, en svona er kapp­akst­ur og allt er þetta hluti af því að verða betri. Það að kom­ast út aft­ur eft­ir viðgerðina og keyra alla keppn­ina skipt­ir miklu því öll akst­urs- og keppn­is­reynsla er svo dýr­mæt,“ bætti hann við.

Kristján Ein­ar ók frá­bær­lega í gær og var í þriðja sæti þegar inn­an við hundrað metr­ar voru eft­ir. Of­ur­bjart­sýnn keppi­naut­ur reyndi þá framúrakst­ur en ók á Kristján Ein­ar með þeim af­leiðing­um að báðir enduðu utan braut­ar.

Kristján Ein­ar var engu að síður úr­sk­urðaður fjórði og ökumaður­inn sókndjarfi, Bruno Palli frá Venezú­ela, var dæmd­ur úr fyr­ir ákeyrsl­una og þurfti að ræsa aft­ast­ur í dag.

Þrátt fyir áföll helgar­inn­ar vann Kristján Ein­ar sig upp um sæti í stiga­keppni öku­manna og er nú sjö­undi þeim 13 sem keppa í Copa-flokkn­um.

Næsta keppn­is­helgi er á Monza. Þaðan á hann góðar minn­ing­ar. Þar komst hann í fyrsta sinn á verðlaunap­all í formúlukapp­akstri í fyrra, í hinni bresku formúlu-3.


Kristján Einar reyrður niður í bíl sinn fyrir keppni í …
Kristján Ein­ar reyrður niður í bíl sinn fyr­ir keppni í Magny-Cours í dag.
Kristján Einar kemur inn í bílskúrareinina í Magny-Cours.
Kristján Ein­ar kem­ur inn í bíl­skúr­arein­ina í Magny-Cours.
Kristján Einar og tæknimaður hjá West Tec-liðinu skoða gögn um …
Kristján Ein­ar og tækni­maður hjá West Tec-liðinu skoða gögn um starf­semi bíls­ins í Magny-Cours.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert