Mist spilar í Brasilíu

Mist Edvardsdóttir með skalla í landsleik.
Mist Edvardsdóttir með skalla í landsleik. Carlos Vidigal/Algarvephotopress

Varnarmaðurinn Mist Edvardsdóttir hefur samið við brasilíska knattspyrnufélagið Vitoria. Hún verður þar með þriðji Íslendingurinn til að spila fyrir félagið.

Mist gekk í raðir Íslendingaliðsins Avaldsnes í Noregi undir lok síðasta árs en hefur lítið fengið að spila seinni hluta tímabilsins. Samkvæmt frétt ruv.is ætlar hún því að leika með Vitoria næstu tvo mánuðina.

Á heimasíðu Vitoria segir að það hafi verið Þórunn Helga Jónsdóttir, sem áður lék með Vitoria en hefur verið liðsfélagi Mistar hjá Avaldsnes, sem hafi bent félaginu á Mist sem og Englendinginn Rachael Louise Axon sem einnig kemur frá Avaldsnes.

Auk Þórunnar hefur Valskonan Dóra María Lárusdóttir einnig leikið með Vitoria.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert